Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 14
Í Cannes 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 V erkefnið Z for Zacch- aria hófst fyrir mörg- um árum hjá Kvik- myndamiðstöð Íslands en er nú að verða að alþjóðlegri stórmynd. Craig Zobel mun leikstýra myndinni sem skart- ar stjörnum einsog Chris Pine úr Star Trek, Amanda Seyfried úr Mama mia og Chiwetel Ejiofor. Núna er fyrirtækið hans Tobey Maguire, þess sem lék aðal- hlutverkið í Spiderman, komið inní framleiðsluna og þetta er farið að rúlla. Myndin er gerð eftir bók. Sagan fjallar um stelpu sem býr í dal eftir að kjarnorkustríð hefur nánast eytt öllu lífi á jörðinni. Hún er eiginlega ein í heiminum. Svo koma tveir gaurar í dalinn og þetta breytist í sálfræðitrylli. „Það er gaman að segja frá því að í raun er þetta verkefni þróað í gegnum íslensku kvikmynda- miðstöðina. Valdís Óskarsdóttir ráðgjafi hjá Laufeyju Guðjóns- dóttur gaf grænt ljós á fyrsta styrkinn á handritið sem Páll Grímsson skrifaði. Verkefnið varð bara svo stórt að hann ákvað að stíga til hliðar og er meðframleið- andi myndarinnar í staðinn. Hann hafði ekki gert neina mynd og þetta verkefni það stórt að það þurfti stærri leikstjóra. Það eru áætlaðar tökur á henni í ágúst- september. Leikstjórinn kemur til Íslands eftir nokkrar vikur til að skoða aðstæður þar, það gæti verið að hluti myndarinnar yrði tekinn þar.“ Þórir Snær er hvað þekktastur á alþjóðamælikvarða fyrir samstarf sitt við Nicolas Winding Refn. Refn leikstýrði bíómyndum einsog Pusher, The Drive og nú síðast Only God Forgives sem er með Ryan Gosling í aðalhlutverki og er í aðalkeppninni í Cannes í ár og Þórir Snær er einn meðframleið- enda. „Þetta er fjórða myndin sem ég er að framleiða með honum. Ég er í stjórn dreifingafyr- irtækis sem heitir Scanbox og ég kynntist honum þar fyrst. Hann hefur klippt flestar myndirnar hans Lars von Triers og hann kom á fundi með okkur. Only God Forgives er fyrir löngu komin á teikniborðið, þetta var tilbúið áður en hann fór að gera The Drive. Eftir að The Drive gekk svona vel þá varð allt auðveldara. Ryan Gosl- ing kom með okkur í þetta verk- efni, hann vildi endilega vinna aft- ur með Refn. Þessi mynd kostaði ekki nema 4 milljónir evra, til samanburðar þá kostaði The Drive 16 milljónir evra. Það er búið að selja hana út um allt. Hún verður frumsýnd hér í Frakklandi sama dag og hún verður sýnd á Cannes-hátíðinni,“ segir Þórir Snær. Ég man þig, í tökur á næsta ári Aðspurður hvað hann geri að há- tíðinni lokinni segist Þórir Snær bara fara heim til Danmerkur. Hann býr þar í augnablikinu ásamt kærustu sinni, Elsu Maríu Jakobs- dóttur, sem er komin í leikstjórn- arnám við kvikmyndaháskólann í Danmörku. Þórir Snær rekur fyr- irtæki í Danmörku sem nefnist Profile pictures og er með margt í framleiðslu þar í landi. „Við erum með ýmislegt í gangi heima líka, við erum að fara að framleiða Harry og Heimi sem Gunnar Guð- mundsson mun leikstýra. Við von- umst til þess að við förum líka í tökur á næsta ári á Ég man þig, eftir hana Yrsu Sigurðardóttur, sem Óskar Jónasson myndi leik- stýra. Þannig að það er nóg að gera í augnablikinu,“ segir Þórir Snær. Með Ryan Gosling í nýjustu myndinni sinni ÞÓRIR SNÆR SIGURJÓNSSON KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI OG EINN EIGENDA ZIK ZAK ER Í CANNES TIL AÐ FYLGJA EFTIR NÝRRI MYND MEÐ RYAN GOSLING Í AÐALHLUTVERKI, ONLY GOD FORGIVES, AUK ÞESS AÐ VERA AÐ KYNNA NÝJA STÓRMYND Á ÍSLENSKAN MÆLIKVARÐA, Z FOR ZACCHARIA. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is * Þessi mynd kostaði ekki nema 4milljónir evra, til samanburðar þákostaði The Drive 16 milljónir evra. Bandaríski kvikmyndaleikarinn Ryan Gosling. Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi á ströndinni í Cannes. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.