Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Side 14
Í Cannes
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013
V
erkefnið Z for Zacch-
aria hófst fyrir mörg-
um árum hjá Kvik-
myndamiðstöð Íslands
en er nú að verða að
alþjóðlegri stórmynd. Craig Zobel
mun leikstýra myndinni sem skart-
ar stjörnum einsog Chris Pine úr
Star Trek, Amanda Seyfried úr
Mama mia og Chiwetel Ejiofor.
Núna er fyrirtækið hans Tobey
Maguire, þess sem lék aðal-
hlutverkið í Spiderman, komið inní
framleiðsluna og þetta er farið að
rúlla. Myndin er gerð eftir bók.
Sagan fjallar um stelpu sem býr í
dal eftir að kjarnorkustríð hefur
nánast eytt öllu lífi á jörðinni. Hún
er eiginlega ein í heiminum. Svo
koma tveir gaurar í dalinn og þetta
breytist í sálfræðitrylli.
„Það er gaman að segja frá því
að í raun er þetta verkefni þróað í
gegnum íslensku kvikmynda-
miðstöðina. Valdís Óskarsdóttir
ráðgjafi hjá Laufeyju Guðjóns-
dóttur gaf grænt ljós á fyrsta
styrkinn á handritið sem Páll
Grímsson skrifaði. Verkefnið varð
bara svo stórt að hann ákvað að
stíga til hliðar og er meðframleið-
andi myndarinnar í staðinn. Hann
hafði ekki gert neina mynd og
þetta verkefni það stórt að það
þurfti stærri leikstjóra. Það eru
áætlaðar tökur á henni í ágúst-
september. Leikstjórinn kemur til
Íslands eftir nokkrar vikur til að
skoða aðstæður þar, það gæti verið
að hluti myndarinnar yrði tekinn
þar.“
Þórir Snær er hvað þekktastur á
alþjóðamælikvarða fyrir samstarf
sitt við Nicolas Winding Refn.
Refn leikstýrði bíómyndum einsog
Pusher, The Drive og nú síðast
Only God Forgives sem er með
Ryan Gosling í aðalhlutverki og er
í aðalkeppninni í Cannes í ár og
Þórir Snær er einn meðframleið-
enda. „Þetta er fjórða myndin sem
ég er að framleiða með honum.
Ég er í stjórn dreifingafyr-
irtækis sem heitir Scanbox og ég
kynntist honum þar fyrst. Hann
hefur klippt flestar myndirnar
hans Lars von Triers og hann kom
á fundi með okkur. Only God
Forgives er fyrir löngu komin á
teikniborðið, þetta var tilbúið áður
en hann fór að gera The Drive.
Eftir að The Drive gekk svona vel
þá varð allt auðveldara. Ryan Gosl-
ing kom með okkur í þetta verk-
efni, hann vildi endilega vinna aft-
ur með Refn.
Þessi mynd kostaði ekki nema 4
milljónir evra, til samanburðar þá
kostaði The Drive 16 milljónir
evra. Það er búið að selja hana út
um allt. Hún verður frumsýnd hér
í Frakklandi sama dag og hún
verður sýnd á Cannes-hátíðinni,“
segir Þórir Snær.
Ég man þig, í
tökur á næsta ári
Aðspurður hvað hann geri að há-
tíðinni lokinni segist Þórir Snær
bara fara heim til Danmerkur.
Hann býr þar í augnablikinu ásamt
kærustu sinni, Elsu Maríu Jakobs-
dóttur, sem er komin í leikstjórn-
arnám við kvikmyndaháskólann í
Danmörku. Þórir Snær rekur fyr-
irtæki í Danmörku sem nefnist
Profile pictures og er með margt í
framleiðslu þar í landi. „Við erum
með ýmislegt í gangi heima líka,
við erum að fara að framleiða
Harry og Heimi sem Gunnar Guð-
mundsson mun leikstýra. Við von-
umst til þess að við förum líka í
tökur á næsta ári á Ég man þig,
eftir hana Yrsu Sigurðardóttur,
sem Óskar Jónasson myndi leik-
stýra. Þannig að það er nóg að
gera í augnablikinu,“ segir Þórir
Snær.
Með Ryan Gosling í
nýjustu myndinni sinni
ÞÓRIR SNÆR SIGURJÓNSSON KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI OG EINN EIGENDA ZIK ZAK ER Í CANNES TIL AÐ FYLGJA EFTIR NÝRRI MYND MEÐ RYAN
GOSLING Í AÐALHLUTVERKI, ONLY GOD FORGIVES, AUK ÞESS AÐ VERA AÐ KYNNA NÝJA STÓRMYND Á ÍSLENSKAN MÆLIKVARÐA, Z FOR ZACCHARIA.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
* Þessi mynd kostaði ekki nema 4milljónir evra, til samanburðar þákostaði The Drive 16 milljónir evra.
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Ryan Gosling.
Þórir Snær Sigurjónsson
kvikmyndaframleiðandi á
ströndinni í Cannes.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins