Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 36
E f sú kemur tíð að uppvakninga- faraldur brýst út í heiminum verður blaðamaður einn þeirra fyrstu sem fá fréttir af því. Ekki vegna þess að fréttaflutningur af þeim viðburði verði svo framúrskarandi (það verður hann ekki, það er uppvakningafaraldur) heldur vegna þess að fyrir tilstilli vefsíðunnar IFTTT.com fær blaðamaður tölvupóst um leið og enska orðið „Zombie“ birtist í frétt á heimasíðu Mið- stöðvar fyrir smitsjúkdóma (CDC) í Banda- ríkjunum. Slík forsjálni kynni að skilja á milli feigs og ófeigs í því tilfelli. Ef A, þá B IFTTT stendur fyrir If this, then that, sem mætti útleggja sem ef þetta, þá þetta. Með smáeinföldun má segja að þessi vefsíða gefi þér kost á að tengja saman ólíkar vefsíður og forrit svo þegar þú gerir eitthvað á einni síðu, þá virkjar það aðra vefsíðu eða forrit. Með öðrum orðum; ef A, þá B. Uppvakn- ingaaðvörunin sem lýst var að ofan virkar til að mynda þannig að IFTTT fer í gegnum RSS-straum af öllum fréttum frá síðu CDC og leitar að orðinu „Zombie“ og ef það finnst, þá sendir IFTTT tölvupóst með hlekk á fréttina ásamt þeirri viðvörun að uppvakningafaraldur sé mögulega í uppsigl- ingu. 62 ólík forrit tengd saman En IFTTT er hægt að nota til praktískari hluta en láta það senda tölvupóst. Alls er hægt að tengja starfsemi 62 ólíkra forrita, vefsíðna og snjallsímaforrita við IFTTT til að láta vinna saman með einhverjum hætti. Samkvæmt tungutaki IFTTT er talað um „uppskriftir“ (e. recipe) þegar slík samvirkni er sett upp. Algengt er að slíkar uppskriftir miði að því að láta einn samfélagsmiðil upp- færa annan, eða vista upplýsingar úr snjall- símaforritum í skýinu með einhverjum hætti. IFTTT gagnast því einkum þeim sem nota samfélagsmiðla talsvert, eða hafa áhuga á að geyma afrit af ýmiss konar upplýsingum. Notkunarmöguleikar IFTTT eru margir. Alls er hægt að finna á síðunni rúmlega 60.000 mismunandi uppskriftir, og hægt er að tengja margar af algengustu vefsíðum og forritum samtímans saman. Má þar nefna Instagram, Pocket, RSS-strauma, Wor- dPress, Facebook, Twitter, Pintrest, Tumblr, símanúmer (sms), tölvupóst, dagatal, klukku, Evernote, Dropbox, Flickr, Youtube og hlutabréfavakt, svo eitthvað sé nefnt. Fá takmörk fyrir því sem hægt er að tengja saman Á meðal þeirra uppskrifta sem njóta mestra vinsælda hjá IFTTT í dag má nefna upp- skrift sem breytir sjálfkrafa kennimyndinni þinni á Twitter í samræmi við kennimyndina þína á Facebook hverju sinni. Það eru einn- ig til uppskriftir sem hlaða niður öllum myndum sem þú ert merktur inn á á Fa- cebook. Aðrar uppskriftir taka allar mynd- irnar sem þú deilir í gegnum Instagram og vista þær í Dropbox-möppu (eða Box eða Google Drive ef þú vilt frekar). Þá er til uppskrift sem safnar öllum innskráningum þínum í gegnum Foursquare-- staðsetningarþjónustuna og skráir þær í Go- ogle-dagatalið þitt, svo þú getur haft nokkuð góða mynd af því hvar þú varst þann dag- inn. Og ef þú notar Last FM-þjónustuna til að skrá tónlistarhlustun þína er líka til upp- skrift sem færir þær upplýsingar í töflu- reikni Google, þar sem hægt er að vinna frekar úr þeim upplýsingum, svo dæmi séu tekin. Ef þú notar eina eða fleiri af þessum þjónustuveitum að staðaldri er næsta víst að þú finnur einhver not fyrir uppskriftir IFTTT. Spurningin er frekar hvað þér dett- ur í hug að tengja saman. Ef þetta, þá þetta MEÐ AÐSTOÐ VEFSÍÐUNNAR IFTTT.COM ER HÆGT AÐ VIRKJA AÐRA VEFSÍÐU SJÁLFKRAFA MEÐ ÞVÍ AÐ GERA EITTHVAÐ ALLT ANNAÐ ANNARS STAÐAR. Sveinn Birkir Björnsson sveinnibirkir@gmail.com Vefsíðan IFTT.com stendur fyrir If this, then that, en vefsíðan gefur fólki kost á að tengja saman ólíkar vefsíður og forrit sem virkja hvert annað. AFP 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Græjur og tækni borðtölvunni, til að mynda kvikmynd, í skjáinn yfir fjartenginguna, sem svínvirkar. Þegar skjárinn er á tölvunni er hægt að keyra hvort sem er Wind- ows 8 eða Android, en ef hann er tekinn úr skiptir hún sjálfkrafa yfir í Android. Það er þó hægt að fjartengjast Windows-tölvunni í gegnum hugbúnað á spjaldtölvunni (og á borðtölvunni) og í raun væri hægt að tengjast Windows-vélinni hvaðan sem er yfir nettengingu. Hægt er að deila gögnum á milli stýrikerfanna, en þó ekki nema að takmörkuðu leyti, þ.e. Wind- ows-hlutinn getur lesið gögn á tölvu og í skjá / spjaldtölvu, en Android aðeins lesið gögnin í spjaldtölvunni. Ég geri þó ráð fyrir að flestir sem kæra sig um gögnin sín á annað borð séu með gögnin í skýinu, til að mynda í Google Drive, Microsoft SkyDrive eða Dropbox, og þá skiptir þetta eðlilega ekki máli. Tölvan keyrir Windows 8, en spjaldtölvan Android Jelly Bean 4.1.1. Vél- búnaðurin í tölvunni er fínn, 3,1 GHz Intel Core i5 3350 örgjörvi, 8 GB vinnsluminni, terabætis harður diskur, GeForce skjákort og svo má telja. Í skjánum / spjaldtölvunni er mjög sprækur Nvidia Tegra 3 quad-core örgjörvi, 2 GB vinnslu- minni og 16 GB gagnaminni. Það verður ekki af Asus skafið, þar eru menn ekki hræddir við aðprófa nýja hluti, hræra saman ólíkum hugmyndum eins og sann-ast vel á þeirri vél sem hér er til skoðunar, ASUS Transformer AiO. Við fyrstu sýn er hún eins og hver önnur Windows 8 vél með snertiskjá, lyklaborði og mús. Við nánari skoðun sést hnappur á hægri hlið skjásins og ef smellt er á hann er maður allt í einu kominn í Android-umhverfi. Steininn tekur þó úr þegar maður tekur skjá- inn upp úr tengikví á tölvunni og er kominn með flennistóra spjald- tölvu, 18,4" hvorki meira né minna. Víst er ankannanlegt til að byrja með að vera með svo stóra spjaldtölvu í höndunum, ekki síst þegar maður er vanur 7 til 10" tölvum, en ekki líður á löngu að maður áttar sig á hvílík snilld það er að vera með svo stóran snertiskjá fyrir framan sig; of stór til að liggja eða sitja með hana í fanginu, en frábært að hafa hana á borðinu fyrir framan sig og á bakinu er standur. Það er líka hægt að streyma efni frá TVÖFÖLD Í ROÐINU ÞAÐ HLJÓMAR KANNSKI EKKI SPENNANDI Á PAPPÍRNUM, EN HVERNIG LÍST ÞÉR Á AÐ FÁ VÉL SEM SAMEINAR HUGBÚNAÐARÚRVALIÐ Í WINDOWS OG SVEIGJANLEIKA ANDROID? VÉL EINS OG ASUS TRANSFORMER AIO? Græja vikunnar * Á tölvunni eru fjögur USB3.0 tengi og eitt USB 2.0. Það er 1 Mdíla myndavél á skjánum, sem nýtist þá eðlilega sem spjald- tölvumyndavél. Tveir hátalarar eru í tölvunni, sem gefa þokkalegan hljóm, og tveir hátalarar í spjald- tölvunni sem gefa áþekkan hljóm og í ámóta vélum, hvorki betri né verri. * Með fylgir þráðlaust lykla-borð og þráðlaus mús, en heldur hallærislegt að þurfa að nota USB-tengi fyrir móttakarann. Þeg- ar tölvunni er breytt í Android- spjaldtölvu er ekki hægt að nota músina og lyklabborðið, en það er aftur á móti hægt ef Windows- fjartengingin er notuð. ÁRNI MATTHÍASSON * Skjárinn er skemmtilegabjartur, en nokkur glampi á hon- um. Hann er 18,4" tíu punkta snertiskjár, með upplausnina 1920x1080, semsé Full HD. Á tölvunni er Mini HDMI-tengi og því hægt að tengja annan skjá við hana og nota sem Windows-vél á meðan skjárinn / spjaldtölvan er notaður í annað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.