Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist FöndurFöndur Allt í skartgripagerðina - Frábært verð Náttúrusteinar - 1 lengjan kr. 1.490 - 40 steinar Viðarperlur - 1 lengja kr. 395 - 40 perlur Glæsilegt úrval af skartgripaefni Glerperlur crackle - 1 lengja ca 110 perlur kr. 990 Erum í föndurstuði 20% afsláttur bara í dag Sykraðar pönnukökur Aðrir álitsgjafar voru: Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta Edda Björgvinsdóttir leikkona Elínrós Líndal forstjóri Erla Tryggvadóttir viðskiptastjóri Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður „Gímaldin“ – Gísli Magnússon tónlistarmaður Halla Vilhjálmsdóttir leikkona Halldór Högurður kynningarráðgjafi Herbert Guðmundsson tónlistarmaður Jógvan Hansen tónlistarmaður Jón Oddur Guðmundsson textasmiður Móeiður Júníusdóttir doktorsnemi í guðfræði Nanna Rögnvaldardóttir bókahöfundur og matargúrú Páll Valsson ritstjóri Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður Sólveig „Solla“ Eiríksdóttir hráfæðiskokkur Stefán Karl Stefánsson leikari Toshiki Toma prestur Valgerður Matthíasdóttir fjölmiðlakona Þorgrímur Þráinsson rithöfundur G irnilegt bakkelsi hefur spilað hlutverk í stjórnarmyndunarumræðunum þar sem soðbrauð, pönnukökur og vöfflur hafa rat- að í fjölmiðla. Ef marka má hversu umtal- að þetta ljúfmeti hefur orðið þótti ekki úr vegi að kanna aðeins hvort pönnukökur og vöffl- ur eiga almennt upp á pallborðið hjá Ís- lendingum úr ólík- um áttum eða hvort eitthvað nú- tímalegra hafi rutt sykurpönnsum úr sessi. Um leið, í ljósi þess að formennirnir tveir báðu út- varpsmanninn góðkunna Sigga Hlö. um óskalag í útvarpinu, Wild boys með Duran Duran, voru menn og konur beðin að upplýsa hvaða lög þau myndu vilja heyra í bústaðnum. Mörgum þykir svo fátt skemmtilegra en að spila í bústaðnum og voru viðkomandi beðnir að nefna við hvern þeir myndu helst spila Matador, eða Monopoly eins og það hefur verið kallað í seinni tíð. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir viðmælendur, yfir fjörutíu talsins, voru eftirtaldar:  Hvert er eftirlætisbakkelsið þitt?  Hvert er besta sumarbústaðalagið?  Hvaða þjóðþekkta Íslending myndir þú helst vilja spila Monopoly við í bústað yfir heila helgi? Eins og ráð mátti fyrir gera voru svörin af ýmsu tagi en fljótt varð ljóst að meirihluti viðmælenda var sammála um að pönnukökur væru besta bakkelsið og, í nær öllum tilfellum, sykraðar upprúllaðar pönnsur. Á eftir pönnukökunum kom smjördeig í einu eða öðru formi. Stór hluti viðmælenda var sammála um smjördeig, ýmist sem vínarbrauð, sérbakað eða „gamaldags“, eða franskt horn; croissant, og það kom á óvart að svo- kallað „pain au chocolat“, sem er smjördeig fyllt með súkkulaði, nýtur þó- nokkurra vinsælda. Þótt margir segðu að þeir myndu aldrei hringja í útvarpsþátt voru allir sammála um að þeir vildu spila einhverja tónlist í sumarbústaðnum. Margt tónlistarfólk var nefnt til sögunnar en Bubbi Morthens var af því íslenska oftast nefndur. Hvað spilafélagana varðar skoruðu þeir menn hæst sem áberandi voru í fjármálaheiminum á árunum fyrir hrun. Má þar nefna Hannes Smárason og Björgólf Thor Björgólfsson. Af öðrum óskaspilafélögum sem rötuðu oftar á blað en aðrir voru Jón Gnarr og Vigdís Finnbogadóttir. FLOKKSFORMENNIRNIR BJARNI BENEDIKTSSON OG SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON HAFA EFLAUST SETT TÓNINN FYRIR ÞÆR SUMARBÚSTAÐADVALIR SEM FRAMUNDAN ERU OG VÍST ER AÐ MARGIR DVELJA Í BÚSTAÐ UM ÞESSA HELGI. EN NJÓTA PÖNNUKÖKUR OG DURAN DURAN HYLLI HJÁ FÓLKI ÚR ÖÐRUM ÁTTUM EN PÓLITÍK? Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.