Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 34
N ýsköpunarfyrirtækið OZ tekur senn í notkun nýja tækni til að streyma sjónvarpsefni yfir netið. „Þetta er okkar sýn á það hvernig sjónvarp ætti að vera í framtíðinni,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi fyrirtækisins. Allt er í raun tilbúið, próf- anir standa þó enn yfir en Guðjón gerir ráð fyrir því að formlega verði farið af stað á næstu vikum. Tæknin nýja kallast einfaldlega OZ. Grunnurinn í breytingunni er sá að ekki þarf lengur að flytja dagskrá sjónvarpsstöðvar niður á einhvern ákveð- inn afruglara heldur er horft á útsendingar í síma eða spjaldtölvu og fyrst í stað verður einungis hægt að notast við slíkar græjur frá Apple; iPad, iPad touch eða iPhone með iOS 6. Rétt er að taka fram að hægt er að streyma efninu áfram á hefðbundna skjái. „Ef þú átt Apple TV box, sem búið er að tengja við sjónvarpið, er hægt að varpa útsendingunni af spjaldtölvunni yfir á sjónvarpsskjáinn með einum takka.“ Og allt er þetta í háskerpu. Kerfið safnar efni fyrir notandann „Þegar byrjað er að nota OZ er hægt að láta kerfið vita á hvaða þáttaserí- um þú hefur áhuga, svo dæmi sé tekið, og eftir að smellt er á einn hnapp sér það um að byggja upp myndasafn með því efni sem þú vilt.“ Guðjón nefnir að gamla, góða VHS-myndbandstækið hafi þótt mikil fram- för á sínum tíma. „Það gat reyndar verið dálítið flókið að stilla á upptöku fram í tímann á litlum skjánum og í minni fjölskyldu var það til dæmis bara hún amma gamla sem kunni það! Svo varð VHS-tækið úrelt og í raun hafði ekkert gerst síðan varðandi þægindi við slíkar upptökur. Við erum að leysa þá þörf núna.“ Hann segir OZ ekki í samkeppni við sjónvarpsstöðvar með hinni nýju tækni, vill frekar taka þannig til orða að verið sé að blása lífi í stöðvarnar. „Við vinnum ná- ið með sjónvarpsstöðvum, en mörg fyrir- tæki, til dæmis í Kísildalnum, einbeita sér frekar að því að skipta stöðvunum út. Á sjónvarpsstöðvunum er mjög öflugt fólk í dagskrárgerð og með kerfinu okkar geta stöðvarnar gert upplifunina þægilegri fyr- ir neytandann en upp á gamla mátann.“ 365 og RÚV Engar áhyggjur þarf að hafa af því hvenær þáttur er á dagskrá því hægt er að horfa á hann hvenær sem er. Boðið er upp á slíkt nú þegar í VOD, sem stendur fyrir Video on demand og stundum kallað gagn- virkt sjónvarp, en Guðjón segir að búast megi við ýmsum nýjungum á því sviði. Vert er að nefna að með hinni nýju tækni er hægt, þegar horft er á beina útsendingu, að spóla til baka – allt að klukkustund – til dæmis ef viðkomandi hefur misst af byrjuninni. Stórsniðugt og eflaust kærkomið fyrir marga. Guðjón segir OZ leggja mikinn metnað í að verða með fyrsta flokks úrval af stöðvum. „Í raun geta allar tengst okkur á mjög einfaldan máta, nú þegar hafa bæði 365 miðlar og RÚV tengst kerfinu og heilmikið er á döfinni,“ segir hann. „Við erum íslenskt nýsköpunarfyrirtæki að þróa lausn fyrir alþjóðlegan markað. Ísland er fyrsta landið og það er mjög spennandi fyrir okkur að byrja hér heima; ekki bara vegna þess að fyrirtækið er íslenskt heldur líka vegna þess að spennandi er að byrja á litlum markaði þar sem hlutirnir geta gerst fyrr en á þeim stóru. Íslendingar eru fljótir að tileinka sér nýja tækni en varðandi upplifun í sjónvarpi höfum við verið aftarlega á merinni. Við trúum því þess vegna að okkar lausn sé kærkomin viðbót við upplifun á sjónvarpi hér á landi.“ Byltingarkennd framtíðarsýn OZ HEFUR KYNNT BYLTINGARKENNDA FRAMTÍÐARSÝN Á SJÓNVARPSNOTKUN. AFRUGLARI VERÐUR ÓÞARFUR OG HÆGT AÐ HORFA Á SJÓNVARPSEFNI HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER Í SÍMANUM EÐA SPJALDTÖLVUNNI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Guðjón Már stofnandi OZ: „Þróum lausn fyrir alþjóðlegan markað.“ Morgunblaðið/Golli * „Íslendingar eru fljótirað tileinka sér nýjatækni en varðandi upplifun á sjónvarpi höfum við verið aftarlega á merinni.“ *Græjur og tækniMeð sniðugri vefsíðum er IFITT.COM sem tengir saman 62 ólík forrit »38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.