Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Fýraðu upp fyrir Eurovision! PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 3 1 0 4 4 Ný kynslóð af Char-Broil grillum nú fáanleg á Olís-stöðvum Þú tekur næsta skrefið í grilleldamennsku með amerísku Tru-Infrared grilli frá Char-Broil. Minnkað loftflæði hindrar uppgufun og heldur matnum safaríkari. Þú færð grillið samsett og heimsent á höfuðborgarsvæðinu. Einnig mikið úrval af grilláhöldum og fylgihlutum. gat hreinlega ekki sofið. Úr varð að ég fékk svefntöflur og þær virkuðu ágætlega. Gallinn var hins vegar sá að ég mundi ekki helminginn af því sem ég þurfti að muna meðan ég var á fótum. Ég var kannski sestur út í bíl en hafði ekki hugmynd um hvert ég væri að fara. Ég hætti því fljót- lega að taka töflurnar. Í staðinn var mér ráðlagt að fá mér bara einn tvöfaldan fyrir svefninn, alls ekki meira. Það dugar vel, svefnleysið truflar mig alltént ekki lengur,“ segir Ingvar. Dæturnar voru ekki fyrstu ástvinirnir sem Ingvar missir úr brjóstakrabbameini. Móðir hans varð því skæða meini einnig að bráð. „Mamma var 56 ára þegar hún dó. Hún var jörðuð sama dag og Kennedy Bandaríkjaforseti var skotinn. Barátta hennar stóð skemur en hjá dætrum mínum. Fyrst var annað brjóstið tekið, síðan hitt. Svo var þetta búið.“ Honum er dánardagur móður sinnar minnisstæður. „Ég fann eitthvað á mér. Hringdi í pabba, sem var bakari, og sagði honum að ég yrði að fara til mömmu sem lá á Hvíta bandinu enda þótt það væri ekki heimsóknartími. „Ég kem með þér,“ sagði hann. Við vorum búnir að sitja hjá mömmu í rétt hálftíma þegar hún dó. Ég veit ekki hvað þetta var, hvort hún kallaði á mig eða hvað. Ég vissi bara að ég varð að drífa mig til hennar. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa verið hjá henni þegar hún skildi við.“ Spurður hvort fleiri konur í fjölskyldunni hafi látist af sömu orsökum hristir Ingvar höfuðið. „Ég veit ekki til þess, móðuramma mín dó að vísu ung en það var af slysför- um.“ Eiginkona Ingvars, Steinunn Guðrún Geirsdóttir, kynntist sorginni líka ung, missti móður sína úr gulu þegar hún var aðeins þrettán ára. Faðir Steinunnar lést síðar úr krabbameini en það mein mun ekki hafa verið í brjósti. „Konan mín þurfti að axla mikla ábyrgð þegar móðir hennar dó en tveir yngstu bræður hennar voru mikið hjá okkur eftir að við hófum búskap. Ég segi stundum að ég hafi átt sjö börn að þeim meðtöldum. Konan mín átti sex bræður alls.“ Missti sjálfur annað brjóstið Þar með er ekki öll sagan sögð en Ingvar greindist á sínum tíma sjálfur með krabba- mein í brjósti. „Ég er einn fárra karlmanna sem greinst hafa með það mein. Ég held það greinist að jafnaði einn á ári hér á landi,“ segir hann. Aðdragandinn að því var sá að eiginkona Ingvars veitti því athygli að annað brjóstið á honum var innfallið. Hann fór að skoða málið og fann þá lítið ber í brjóstinu. „Ég lét ekki segja mér það tvisvar held- ur pantaði tíma hjá lækni strax daginn eft- ir. Hann greindi mig með krabbamein og spurði hvenær ég væri tilbúinn að fara undir hnífinn. Í dag eða á morgun,“ svaraði ég um hæl. Það væri ekki eftir neinu að bíða. Fáeinum dögum síðar var búið að fjarlægja hægra brjóstið. Þar með var það vandamál úr sögunni.“ Við nánari athugun kom í ljós að Ingvar var einnig með krabbamein í blöðruháls- kirtli. Það mein þurfti að geisla. „Þá það, Rebekka og Ásta Ingvarsdætur á góðri stundu. Faðir þeirra segir þær hafa tekið veikindum sínum af æðruleysi. Foreldrar Ingvars, Bergljót Helgadóttir og Þorsteinn Ingvarsson. H Brjóstakrabbamein hjá körlum er sjald- gæft, að sögn Jakobs Jóhannssonar, krabbameinslæknis á Landspítalanum. Um 1% allra brjósta- krabbameinssjúklinga er karlar, það er einn á ári hér á landi, stundum tveir, meðan um tvö hundruð konur greinast. Ekki er leitað formlega að brjóstakrabbameini hjá körlum eins og kon- um en Jakob hvetur karla til að vera vakandi fyrir fyrirferð í brjósti og leita læknis um leið og grunur vaknar. „Ef brjóstakrabbamein hjá körlum liggur í ættum þá getur það tengst blöðruháls- kirtilskrabbameini. Brjóstakrabbamein hjá körlum liggur að öðru leyti ekkert frekar í ættum en hjá konum.“ Jakob segir meinið meðhöndlað eins hjá körlum og konum, brjóstvefur sé fjar- lægður. Ekki er hægt að gera fleygskurð hjá körlunum eins og hjá konunum þar sem brjóstakirtillinn er það lítill hjá þeim að hann verður allan að fjarlægja. Hvorki er munur á lyfja- né geisla- meðferð hjá körlum og konum. Jakob segir lækningalíkur ágætar, eða svipaðar og hjá konunum. Brýnt sé þó að greina meinið á fyrri stigum, eins og með allt krabbamein. Um 1% sjúklinga karlar Jakob Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.