Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 BÓK VIKUNNAR Heimspekibókin Hver er ég og ef svo er hve margir? eftir Richard David Precht kom út í kilju fyrir nokkru og nýtur vinsælda og selst ágætlega. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Ég bý að því láni að hafa gaman af spennusögum því það getur verið mikil og góð hvíld í því að lesa góða spennu- sögu. Samkvæmt þessu gæti vorið og sumarið orðið ein löng notaleg hvíld, svo mikið er á markaði af spennusögum. Kannski of mikil hvíld því það er full- einhæft að lesa bara glæpasögur vikum og mánuðum saman, jafnágætar og þær geta samt verið. Það vantar sárlega meiri fjölbreytni í skáldsagnaútgáfuna á þessum tíma. Þeir lestrarhestar sem hafa engan áhuga á spennusögum hljóta að andvarpa því það er erfitt að koma auga á fagurbókmennt- irnar innan um allar glæpasögurnar. Fólkið vill víst glæpi og morð, eins og metsölulistarnir sýna og sanna. Ekki er ætlunin að lasta glæpasög- urnar sem margar eru ansi góðar, sumar hreint frá- bærar. Og maður veit að það er frekja eða kannski bara óraunsæi að biðja um að bóka- forlög leggi sig fram um að láta þýða erlenda klass- ík eins og Dickens og Tolstoj. „Erlend klassík selst ekki hér á landi,“ er svarið sem maður fær í hvert sinn sem maður spyr. En má samt ekkki reyna? Er það ekki einmitt hlutverk metnaðarfullra bókaútgefenda að gefa út klassísk verk jafnvel þótt salan á þeim sé ekki góð? Tapið má svo bæta upp með út- gáfu á James Patterson og félögum. Þá ættu flestir að verða ánægðir. Metnaðarfullir þýðendur sem hafa áhuga á klassískum verkum finnast sann- arlega enn. Ég er einlæglega þakklát Sölku Guðmundsdóttur fyrir þýðingu hennar á Emmu eftir Jane Austen. Ég vona að Salka, sem er ung að árum og á framtíðina fyrir sér, eigi eftir að gleðja unnendur klassískra verka með enn fleiri þýðingum, hvort sem það er á verkum Austen eða annarra höfunda. Atli Magnússon hefur verið iðinn við að þýða verk úrvalshöfunda á íslensku. Nú er nýkomin í kilju þýðing hans á skáldsögu Nathanael West, Ungfrú ein- mana, sem höfundurinn sendi frá sér ár- ið 1933. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá að lesa þá bók í íslenskri þýðingu. Og notaleg tilbreyting frá öllum glæpunum sem hellast yfir okkur - án þess að verið sér að lasta þá. Orðanna hljóðan ALLIR ÞESSIR GLÆPIR Spennusögur streyma á markað. Emma eftir Austen. D eon Meyer er einn þekktasti rithöfundur Suður-Afríku og bækur hans njóta vinsælda víða um heim. Meyer var hér á landi á dögunum en spennu- bók hans Djöflatindur er komin út á ís- lensku. Bókin hlaut bæði sænsku og frönsku glæpasagnaverðlaunin árið 2010. Atburðarásin er á þá leið að maður nokkur hefur einkastríð og drepur barnaníðinga en lögreglumaðurinn Benny Griessel er stað- fastlega þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að taka lögin í eigin hendur og drepa morð- ingja og misindismenn. Þegar hans eigin börn lenda í hættu reynir á þessa skoðun hans. Meyer er spurður hvort það sé siðferðileg- ur tónn í þessari bók hans. „Að hluta til en það gerist nánast ósjálfrátt,“ segir hann. „Ég er ekki að skrifa til að koma ákveðnum boð- skap til skila og síst af öllu er ég að predika. Alls kyns málefni rata inn í bækur mínar, þjóðfélagsleg og siðferðileg.“ Hvað hefurðu að segja um aðalsöguhetju þína, lögreglumanninn Griessel. Þú hefur skrifað nokkrar bækur um hann. „Griessel var aukapersóna í fyrstu bókinni minni en ég kunni vel við hann og hef skrifað fjórar bækur um hann og er að skrifa þá fimmtu.“ Hvenær ákvaðstu að verða rithöfundur? „Alveg frá því ég var lítill drengur langaði mig til að segja sögur sem myndu heilla fólk. En þegar kom að hugmyndum um rithöfund- astarfið þá voru karlkynsrithöfundar í mínum huga afar virðulegir menn sem reyktu pípu. Ég vissi að ég yrði ekki þannig og þess vegna sá ég ekki fyrir mér að ég myndi falla inn í ímyndina af rithöfundi. En svo fetaði ég þessa slóð.“ Lestu mikið af spennusögum? „Ég hef alltaf haft gaman af spennusögum og ólst upp við sögur manna eins og Eds McBains og Johns D. MacDonalds og ann- arra bandarískra spennuhöfunda. Ég les enn þó nokkuð af glæpasögum, þar á meðal nor- rænar og hef lesið nokkrar íslenskar spennu- sögur sem mér þykja góðar. Hins vegar ger- ist það óhjákvæmilega þegar maður skrifar jafnmikið og ég geri að það verður ekki mik- ill tími afgangs til lestrar.“ Hafa pólitískar hræringar í Afríku áhrif á þig. Skrifarðu til dæmis um aðskilnaðarstefn- una? „Ég ólst upp á tíma aðskilnaðarstefnu sem síðan var afnumin. Ég varð sannarlega var við óréttlætið og misréttið og mótmælti því. Bækur mínar gerast allar eftir að aðskiln- aðarstefnunni lauk en sögupersónur tala stundum um það hvernig ástandið var á þessum vonda tíma. Skuggi aðskilnaðarstefn- unnar grúfir enn yfir Afríku og ég skrifa stundum um það. Mín kynslóð man eftir þeim tíma.“ Stundum heyrist það viðhorf að spennu- sögur séu léttvægar og ekki sé hægt að taka mjög alvarlega þá höfunda sem skrifi þær. Hvað finnst þér um þetta viðhorf? „Mér gæti ekki staðið meira á sama. Mér er ekkert umhugað um að vera tekinn alvar- lega, ég vil bara að fólk hafi ánægju af bók- unum mínum. Ég leitast ekki við að skrifa fagurbókmenntir, ég leitast við að skemmta.“ Þú hefur hlotið verðlaun fyrir bækur þín- ar. Það hlýtur að gleðja þig? „Það er ávallt mikill heiður að hljóta verð- laun og þau gleðja útgefendur mína sem hafa lagt á sig mikla vinnu við að koma bókum mínum á framfæri. Mesta viðurkenningin er ef fólk les bækur mínar. Ég get ekki kvartað undan viðtökum. Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag fyrir suðurafrískan rithöfund að vera nú þýddur á 28 tungumál. Stundum trúi ég því varla að þetta hafi gerst.“ ÍSLENSKIR LESENDUR FÁ SPENNUSÖGU FRÁ SUÐUR-AFRÍKU Ótrúlegt ferðalag Deon Meyer „Mér er ekkert umhugað um að vera tekinn alvarlega, ég vil bara að fólk hafi ánægju af bókunum mínum. Ég leitast ekki við að skrifa fagurbókmenntir, ég leitast við að skemmta.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári DJÖFLATINDUR ER VERÐLAUNA- SPENNUSAGA EFTIR DON MEYER, EN BÆKUR HANS NJÓTA VIN- SÆLDA VÍÐA UM HEIM Ég er að lesa bókina Glettur og gamanmál eftir Vilhjálm Hjálm- arsson á Brekku. Vilhjálmur er mesti heiðursmaður Íslands í dag og undramaður; var fyrst kosinn á Alþingi 1949, vorið sem við öldungarnir ég og Kári Stef- ánsson fæddumst. Vilhjálmur sat á Alþingi í þrjátíu ár. Hann hefur skrifað um þrjátíu bækur eftir það og tvær á leiðinni, önnur fyrir hundr- að ára afmælið 2014. „Lifandi eða dauður mun ég gefa bókina út,“ segir Vilhjálmur og hlær. Ætli það sé ekki heimsmet að hundrað ára maður skrifi bók? Vilhjálmur var skemmtilegur pólitíkus, þorði að vera húmoristi þótt það teljist ekki gáfnamerki af þingmanni, hvað þá menntamálaráðherra. Þakka þér fyrir bæk- urnar, Villi minn, og allan fróðleikinn. Þeir feðgar Sigfús á Brekku og Vilhjálmur eru nauðalíkir. Fyrir skömmu var Sigfús á skemmtun, þá kom til hans maður og sagði: „Helvíti ertu brattur, Villi gamli, enn á balli.“ Svo er auðvitað Njála á náttborðinu eftir að Einar Kárason fullyrti að Sturla Þórðarson hefði skrifað hana. Það er alls ekki rétt hjá Ein- ari. Ég er að sannfærast um að Snorri Sturluson hafi verið langt kom- inn með hana þegar Gissur Þorvaldsson frændi minn framdi ódæð- isverkið. Sturla hefur hins vegar komið að lokagerðinni á bókinni eftir fráfall Snorra. Njála er listaverk, Sturlunga er tyrfin, auðvitað skrifaði snillingurinn Snorri Sturluson Njálu, eins og Helgi á Hrafnkels- stöðum sagði. Í UPPÁHALDI GUÐNI ÁGÚSTSSON FYRRVERANDI LAND- BÚNAÐARRÁÐHERRA Guðni Ágústsson segir Vilhjálm Hjálmarsson vera mesta heiðursmann Íslands í dag og er að lesa bók hans Glettur og gamanmál. Morgunblaðið/Kristinn Vilhjálmur Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.