Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Menning Þ egar maður vinnur svona verkefni verður maður að sýna ákveðið hlutleysi og ekki setja sig í neitt dómarasæti. Manni er treyst. Fólkið fann að ég hef áhuga á þessari mótorhjóla- menningu, og ég varð á vissan hátt hluti af henni,“ segir Spessi ljós- myndari, Sigurþór Hallbjörnsson, um sýninguna Nafnlaus hestur sem hann opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag klukkan 13. Sýningin er á dagskrá Listahá- tíðar í Reykjavík. Á sýningunni eru ljósmyndir á mótorhjólaköppum sem Spessi myndaði á árunum 2011 og 2012 en þá var hann búsettur í Kansas í Bandaríkjunum og myndaði þar í kring – á einhverju fátækasta svæði Bandaríkjanna. Hann segir markmiðið hafa verið í senn að skrá og veita innsýn í þennan sér- staka menningarkima, sem hann hefur sökkt sér í. Ásamt Berg- steini Björgúlfssyni kvikmynda- gerðarmanni vinnur hann nú einnig að heimildakvikmynd um mót- orhjólameninguna, „bækerana“ eins og þeir eru kallaðir þessir karlar sem bruna um þjóðvegina og mörgum stendur ógn af, enda sumir þeirra bendlaðir við sitthvað misjafnt. Spessi er einn kunnasti ljós- myndari landsins, þekktur fyrir af- gerandi hlutlægan stíl hvort sem hann sýnir fólk eða staði; margir þekkja bækur hans Bensín og Location. Hann segir þetta verk- efni hafa legið í loftinu í mörg ár, allar götur síðan hann sá kvik- myndina Easy Rider í London árið 1979 í London. „Fyrsta mótorhjólið eignaðist ég árið 1986, svo tók ég mér hlé en upp úr aldamótunum fékk ég mér Harley Davidson-hjól og öðlaðist mikinn áhuga á þessum kúltúr. Mér fannst hann spennandi og langaði að kynna mér betur hvaðan hann kemur,“ segir hann. „Þeir hafa lifað lífinu“ Áhuginn gat ekki annað en leitt Spessa til Bandaríkjanna – „í upp- hafi er þetta amerísk menning,“ segir hann. Í byrjun árs 2008 lét Spessi sérsmíða fyrir sig mótorhjól í Las Vegas og þegar það var tilbúið um vorið flaug hann út og ók á því á mótorhjólahátíð í Suður- Dakóta, og svo áfram suður til Memphis í Tennessee. „Á þessum tíma ákvað ég að gera portrettbók um mótorhjólamenn,“ segir hann. Kunningi hans stakk upp á því að hann gerði samtímis heim- ildamyndina um þessa menningu. Síðan hefur verkefnið þróast og Spessi ákvað að hann þyrfti að dvelja um tíma vestanhafs, í nábýli við eigendur mótorhjólanna stóru. „Ég endaði í Kansas þar sem konan mín fór í skóla sem skipti- nemi – og það var hárrétti stað- urinn! Þetta er svo mikil Ameríka og menning mótorhjólamannanna þar svo rótgróin og óspillt. Ég kynntist „bækerafjölskyldu“; pabb- inn er sjötugur og hefur hjólað í hálfa öld, synir hans eru allir á mótorhjólum og vinirnir líka, þess- ir flottu gömlu kallar. Þeir hafa lif- að lífinu,“ segir Spessi og hlær, enda hefur hann heyrt hjá þeim margar sögur. „Ég komst inn í þennan hóp og kynntist menning- unni innan frá, kjarnanum, á með- an ég hef venjulega horft utan frá í öðrum verkefnum sem ég hef unnið með myndavélinni.“ „Eins og þjóðflokkur“ Í þessum nýjum myndum Spessa segir hann ákveðinn samruna þeirrar hlutlægu nálgunar sem hann er þekktastur fyrir og hefð- bundinnar heimildaljósmyndunar, ljósmyndafrásagna eins og þekktar eru úr eldri tímaritum. „Þetta verkefni sver sig í ætt við mín fyrri en nálgunin er líka klass- ísk; þetta krafðist annarrar nálg- unar en ég er vanur. Þetta er mjög sjónræn menning. Mótorhjóla- mennirnir eru eins og þjóðflokkur. Tilfinningin er að allir „bækerar“ séu vinir. Gömlu karlarnir segja mér að hvort sem menn voru í klúbb eða ekki þá héldu þeir sam- an. Þótt þessir menn eigi fjöl- skyldur snýst allt um mótorhjóla- menninguna; ef einhver deyr þá er farið á mótorhjólunum í útförina. Það þykir virðingarvottur.“ Rætur þessarar mótorhjóla- menningar eru raktar aftur Kali- forníu árið 1947 og þetta voru gjarnan uppgjafahermenn sem áttu bágt með að aðlagast hinu daglega lífi að nýju. Spessi segir þá hafa stofnað klúbba sem séu að vissu leyti byggðir upp eins og her- deildir og þeir flökkuðu um eins og kúrekar í villta vestrinu, nema hjólin komu í stað hesta. Þessa sögu mun Spessi segja í heim- ildakvikmyndinni. Og auk þess að hafa mikinn áhuga á þessari menn- ingu, menningu sem sumir fyrirlíta og aðrir óttast, þá segist Spessi hafa samúð með henni. Og hann gerir ekki mikið úr því að hún spretti víða upp úr fátækt, eymd og fáfræði. „Vissulega er nokkur fátækt en margir þessara karla stunda sína vinnu og þeir eru alls ekki allir í einhverjum klúbbum. Þetta er heillandi heimur,“ segir Spessi. „Þetta er mjög sjónræn menning,“ segir Spessi um heim mótorhjólanna í miðríkjum Bandaríkjanna sem hann hefur verið að mynda. Morgunblaðið/Kristinn SPESSI LJÓSMYNDAÐI MÓTORHJÓLAMENNINGU Í MIÐRÍKJUM BANDARÍKJANNA „Þetta er svo mikil Ameríka“ „ÉG KOMST INN Í ÞENNAN HÓP OG KYNNTIST MENNINGUNNI INNAN FRÁ,“ SEGIR LJÓSMYNDARINN SPESSI. SÝNING Á LJÓSMYNDUM HANS AF BANDARÍSKUM MÓTORHJÓLAKÖRLUM VERÐUR OPNUÐ Í LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR OG ER Á DAGSKRÁ LISTAHÁTÍÐAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þessi mynd er tekin þegar sonurinn var að snúa heim eftir átta ár í fang- elsi. Fjölskylda og vinir biðu hans á mótorhjólaverkstæðinu. Það var hjart- næm stund. Daginn eftir fékk hann nýtt Harley-mótorhjól,“ segir Spessi. Ljósmynd/Spessi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.