Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 47
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Þ etta var í fyrsta og eina skipti á minni löngu ævi sem ég hef misst svefn. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það er að missa barn – hvað þá tvö,“ segir Ingvar Þorsteinsson húsgagnasmíða- meistari en fyrir fimm árum létust tvær dætur hans úr brjóstakrabbameini með þrjá- tíu daga millibili. Rebekka lést 12. febrúar 2008, 56 ára að aldri, og Ásta 13. mars. Hún var 52 ára. Ingvar hallar sér aftur í sætinu á kaffistof- unni á húsgagnavinnustofu sinni í Kópavog- inum. Umræðuefnið er ekki auðvelt en Ingv- ar hikar hvergi við að segja sína fjölskyldusögu. Ættlægt brjóstakrabbamein hefur heldur betur komist í sviðsljósið eftir að bandaríska kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie upplýsti í vikunni að hún hefði látið fjarlægja bæði brjóst sín í varúðarskyni. „Gott framtak hjá henni, það er mikilvægt að vekja athygli á þessu. Það getur verið lífsspursmál fyrir konur að vita hvort þær eru með þetta stökkbreytta gen,“ segir Ingv- ar. Þegar Rebekka var jarðsungin var Ásta langt gengin með sitt mein. „Það var kalt í veðri í kirkjugarðinum þennan dag,“ rifjar Ingvar upp, „og þegar presturinn, séra Pálmi Matthíasson, spurði Ástu, sem komin var í hjólastól, hvort hún vildi ekki drífa sig inn í hlýjuna í bílnum svaraði hún: „Takk fyrir það, séra Pálmi minn, en ætli sé ekki bara best að ég verði hérna eftir!“ Ingvar segir þetta lýsandi fyrir afstöðu Ástu – og þeirra systra beggja – til veikinda sinna. Þær börðust af æðruleysi og kvörtuðu aldrei við nokkurn mann. Systurnar glímdu lengi við sín veikindi, Ásta þó lengur. Ingvari þykir grátlegt í til- viki Rebekku að hún leitaði fyrst til læknis eftir að hafa fundið ber í öðru brjóstinu. Eft- ir að hafa skoðað hana töldu læknar enga ástæðu til að hafa áhyggjur. Þegar hún svo loksins greindist var það um seinan. „Þeir hefðu átt að hlusta á hana. Það finnur þetta enginn betur en manneskjan sjálf,“ segir Ingvar. Rebekka lét eftir sig eiginmann og tvö börn og Ásta eiginmann og þrjú börn. Ingvar segir það til marks um það hve vel dætur hans voru liðnar að vinnuveitendur þeirra beggja, Skeljungur, þar sem Rebekka starfaði, og VSÓ Ráðgjöf, þar sem Ásta vann, greiddu fyrir erfidrykkjuna. Það var bara steinsteypa Stórt skarð var höggvið í fjölskylduna og við tók langt og strangt sorgarferli. Sem fyrr segir átti Ingvar erfitt með svefn í fyrsta skipti á ævinni. „Ég grét það aldrei þegar ég missti fyrirtækið mitt, Ingvar og Gylfa. Það var bara steinsteypa. Það var svakalegt áfall að missa dæturnar og ég Morgunblaðið/Golli Fjórtán ára var Ingvar Þorsteinssonkominn út á vinnumarkaðinn.Byrjaði í byggingavinnu en nam svo húsgagnasmíði og gerðist meistari í þeirri iðn. Rak um árabil húsgagna- smíði Ingvars og Gylfa. Síðustu fjórtán árin hefur hann verið með eigið verk- stæði í Kópavogi en nú er komið að leiðarlokum eftir sjötíu ár í starfi. Ingvar verður 84 ára síðar í þessum mánuði og hefur ákveðið að loka verk- stæðinu. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi, annars hefði ég ekki enst í öll þessi ár,“ trúir Ingvar mér fyrir þegar ég sæki hann heim á verkstæðið. Það eru forréttindi að hafa yndi af sinni vinnu. „Það hefur haldið í mér lífinu að gera eitt í dag og annað á morgun.“ Fyrr í vor missti Ingvar báða menn- ina sem störfuðu hjá honum og þar með var komið að vatnaskilum. „Ég get ekki verið með verkstæðið einn. Þess vegna ákvað ég að hætta.“ Hætta og ekki hætta, til álita kemur nefnilega að Ingvar leigi helming hús- næðisins út og haldi hinum helmingnum fyrir nokkur smærri tæki og vélar. „Ég vona eiginlega að það verði nið- urstaðan, þá get ég komið hingað af og til og sinnt smærri verkefnum.“ Hann er þegar byrjaður að selja stærri vélarnar og sendibíllinn er næst- ur í röðinni. „Þegar hann er farinn verð ég bara að taka bílinn af kon- unni.“ Hann skellir upp úr. Alltaf má finna eitthvað að gera Ingvar skenkir kaffi og dregur fram te- bollur og vínarbrauð á kaffistofu verk- stæðisins. Forláta Rolex-úr á úlnliðnum vekur athygli. „Ég er búinn að eiga þetta í tæpan aldarfjórðung. Börnin mín, sem þá voru öll á lífi, gáfu mér það þegar ég varð sextugur. Ég átti ljómandi góðan svartan Cadillac á þess- um tíma og þau færðu mér gjöfina með þeim orðum að ég gæti ekki ekið um á svona fínum bíl án þess að vera með al- mennilegt úr á hendinni.“ Hvernig sem fer með verkstæðið ótt- ast Ingvar ekki aðgerðaleysi. „Meðan heilsan leyfir mun ég halda áfram að sýsla við smíðar. Hjálpa börnunum og barnabörnunum og dytta að húsinu mínu í Grafarvoginum. Það má alltaf finna eitthvað að gera,“ segir Ingvar sem hefur líka verið duglegur að ferðast ásamt eiginkonu sinni, meðal annars að heimsækja þrjú barnabörn sem búsett eru erlendis. Enginn skortur er á mönnum til að taka við kyndlinum en Ingvar á tvo syni og einn tengdason sem einnig eru húsgagnasmiðir. Maður er manns gaman og Ingvar segir engan vafa leika á því að barna- og barnabarnalán framlengi lífið. „Ein dótturdóttir mín var einmitt hjá mér hérna á verkstæðinu í gær. Hún er lærð hárgreiðslukona og kom við til að klippa mig. Um daginn var ég hjá henni að skera til gluggatjöld. Þegar ég var kominn upp í tröppu sagði hún: „Heyrðu, afi minn, ég get nú alveg gert þetta!“ Mér hættir til að gleyma því að ég er ekkert unglamb lengur.“ Ingvar hlær. Síðan heldur hann áfram. „Ég held að þetta sé skýringin á því að konur lifa lengur en karlar. Þær eru duglegri að sinna barnabörnunum.“ Aldrei leiðst í vinnunni Ingvari hefur ekki fallið verk úr hendi í sjö áratugi. Honum hefur heldur ekki leiðst einn einasta dag í vinnunni. „Fólki sem leiðist í vinnunni og hefur allt á hornum sér ráðlegg ég að finna sér aðra vinnu, bæði sín vegna og ann- arra. Ég var einu sinni með mann hjá Ingvari og Gylfa sem var afskaplega óánægður í vinnunni og ég hvatti hann til að finna sér aðra vinnu. „Hvenær?“ spurði hann undrandi. Núna! svaraði ég. Hann tók mig á orðinu. Skömmu síðar rakst ég á hann fyrir tilviljun þar sem hann var að sinna sínu nýja starfi, sem var af allt öðrum toga. Það var allt annað að sjá manninn. Hann var ham- ingjusamur.“ Að skilnaði minni ég Ingvar á að út- vega mér ljósmyndir af fjölskyldu sinni eins og um hafði verið rætt í upphafi samtalsins. „Já, já, ég man eftir því. Minnið er nefnilega mjög gott. Það helgast af því að ég er lesblindur og hef fyrir vikið alltaf þurft að reiða mig meira á minnið,“ segir Ingvar og fer með nokkur vel valin skólaljóð máli sínu til stuðnings. „Það er gömul saga og ný að önnur skilningarvit eflist þeg- ar eitt hverfur. Það er til dæmis erf- iðast af öllu að selja blindum mönnum húsgögn. Þeir þreifa gjarnan á þeim og sé eitthvað ekki eins og það á að vera finna þeir það eins og skot. Það er stór- merkilegt.“ Sest í helgan stein eftir sjö áratuga starf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.