Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 HEIMURINN RÚSSLAND MOSKVA Rússar handtóku meintan bandarískan njósnara og sást hann á myndum með hárkollu og sólgleraugu. Hann var einnig með áttavita og fúlgur fjár. Maðurinn heitir Ryan Fogle og er bandarískur stjórnar- erindreki. Því var haldið fram að hann hefði ætlað að fá rússneskan embættismann til að stunda njósnir. Rússar gagnrýndu Bandaríkjamenn harðlega vegna málsins. PAKISTAN ISLAMABAD Mús- limabandalagið fékk meiri stuðning en búist var við í kosningunum í Pakistan og vann 124 þingsæti af 272. Leiðtogi þess, Nawaz Sharif, verður því forsætisráðherra í þriðja skipti og ætti að geta stjórnað án þess að mynda stjórn með öðrum flokkum. Ofbeldi setti svip sinn á aðdraganda kosninganna. 40 manns létu lífið, þar af 11 þegar sprengja sprakk í Karachi. NÍGERÍA LAGOS Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, lýsti yfir neyðarástandi í þremur héruðum í norðausturhluta landsins þar sem íslamska öfgahreyfingin Boko Haram hefur valdið gríðarlegum usla.Talið er að þúsund manns hafi látið lífið í árásum hreyfingarinnar undanfarin fjögur ár. Forsetinn játaði að stjórnarherinn hefði ekki völd alls staðar í landinu og veitti honum leyfi til aðgerða í héruðunum þremur. GVATEMALA GVATEMALABORG Dómstóll í Gvatemala dæmdi José Efraín Ríos Montt, fyrrverandi einræðisherra landsins, í 80 ára fangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni á hendur maja-indjánum. Brotin voru framin í stríði herforingja- stjórnar Montts við vinstrisinnaða skæruliða fyrir 30 árum. Montt er 86 ára og féll í yfirlið nokkrum dögum eftir að dómurinn féll þegar verið var að færa hann til yfirheyrslu. Ljóst er að repúblikanar von- ast til þess að málin þrjú og þá sérstaklega skattamálið verði vatn á myllu þeirra í þingkosningunum á næsta ári. Tim Miller leiðir pólitísku aðgerðasamtökin America Rising og segir að skattamálið muni ekki hverfa vegna þess að það sýni hvað stjórnvaldið sé mikið bákn. „Þetta á eftir að verða íhaldsmönnum og repúbli- könum hvatning og fá þá til að snúa bökum saman … og mæta á kjörstað í millikosn- ingunum til að hreinsa til í stjórninni.“ Ekki eru þó allir vissir um áhrifin. Louie Gohmert, þing- maður repúblikana, einn harðasti andstæðingur Oba- mas, bendir á að 18 mánuðir séu langur tími: „Banda- ríkjamenn eru með skammtímaminni þannig að ég veit ekki.“ Barack Obama Bandaríkja-forseti hefur átt erfiða viku.Þrjú mál hafa blossað upp og repúblikanar eru þegar farnir að ganga á lagið. Á þinginu er hafin rannsókn á því hvort embættismenn hjá skattinum hafi sérstaklega tekið fyrir samtök á hægri væng stjórn- málanna, á viðbrögðum stjórnvalda við árásinni á bandarísku ræð- ismannsskrifstofuna í Benghazi í Líbíu og ákvörðun stjórnvalda um að gera skrár um símtöl blaða- manna hjá fréttastofunni AP upp- tækar. Misnotkun valda „Misnotkun valds hefur óhjákvæmi- lega pólitískar afleiðingar, sagði Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður repúblikana, í samtali við fréttastof- una AFP eftir að Obama hóf að- gerðir til þess að takmarka skaðann og rak yfirmann skattstofunnar og birti tölvupósta, sem fóru á milli rík- isstofnana um árásina í Líbíu. „Stjórnvöld hér í landi eiga ekki að vinna svona og alltaf þegar vald þjappast saman og nýtur ekki að- halds er hætt við misnotkun.“ Dálkahöfundurinn George F. Will, sem skrifar í Washington Post, er meðal gagnrýnenda forsetans. „Bergmál af Watergate“ var yf- irskrift dálks eftir Will. Þar bendir hann á að í vikunni hafi 40 ár verið liðin frá því að yfirheyrslurnar vegna Watergate-málsins hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings og hafin var rannsókn á stjórn- arháttum Richards M. Nixons, þá- verandi forseta. Deilurnar um árásina í Benghazi hafa staðið frá því hún var gerð 11. september 2012. Fjórir létust í árás- inni, þar á meðal J. Christopher Stevens sendiherra. Repúblikanar hafa haldið fram að stjórn Obamas hafi reynt að gera lítið úr árásinni. Þegar fréttastofan sjónvarpsstöðv- arinnar ABC birti frétt þess efnis að tölvupóstar sýndu að reynt hefði verið að stýra upplýsingagjöfinni og draga upp ranga mynd af málinu fór allt af stað. Nú er komið í ljós að fréttin stóðst ekki, en það hefur ekki lægt öldurnar. Skattamálið er þannig vaxið að embættismenn í borginni Cincinnati í Ohio tóku sig til og rannsökuðu sérstaklega fjármál pólitískra sam- taka á hægri vængnum með tengsl við Teboðs- hreyfinguna. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að málið teygi anga sína inn í Hvíta húsið, en það dregur ekki úr alvarleika þess. „Einhver þarf að fara í fangelsi, einhvern þarf að draga fyrir dóm,“ sagði Rand Paul, öldungadeild- arþingmaður repúblikana, um málið. Leitað að leka Dómsmálaráðuneytið lagði hald á skrár yfir símtöl í og úr 20 símum blaðamanna og fréttastjóra hjá AP vegna rannsóknar á leka úr stjórn- kerfinu. Bendir allt til þess að til- efnið hafi verið leki upplýsinga um það hvernig bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, tókst að afstýra fyr- irætlun hryðjuverkamanna í Jemen um að sprengja farþegaflugvél í loft upp. Á miðvikudag var Eric Holder dómsmálaráðherra grillaður um málið í fjórar klukkustundir í yf- irheyrslu í fulltrúadeild þingsins. Demókratar hafa komið Obama til varnar, en eru um leið gagnrýnir. Sérstaklega telja þeir brot skatt- heimtumannanna alvarleg. Demókratar hafa áhyggjur af því að þessi mál muni leiða til þess að repúblikanar muni reyna að stöðva önnur mál, sem Obama hyggst reyna að koma í gegnum þingið. Repúblikaninn John Bohner, for- seti fulltrúadeildarinnar, segir að Obama og liðsmenn hans hafi gert sig seka um „ótrúlegan hroka“. „Við reynum nú að gera allt til að skapa störf og munum halda því áfram,“ sagði hann, en kvaðst engu að síður ósáttur við starfshætti stjórn- arinnar. Mark Warner, þingmaður demó- krata í öldungadeildinni, varaði repúblikana við að sökkva tönn- unum svo djúpt í málin þrjú að ann- arri löggjöf yrði stefnt í hættu. „Það væru mikil mistök ef fólk reyndi að nota þessi mál til að draga athyglina frá málefnum, sem skipta raunverulegu máli varðandi umbætur í innflytjendamálum, skuldastöðuna og fjárlagahallann og önnur mál, sem þarf að taka á,“ sagði hann við AFP. Lindsey Graham, öldungadeild- arþingmaður repúblikana, lofaði áframhaldandi samstarfi. „Þetta mun engin áhrif hafa á vilja minn til að vinna í innflytjendamálum eða að samkomulagi um fjárlögin,“ sagði hann við AFP. „Þú ert ósammála mönnum um A og vinnur með þeim að B.“ Hart sótt að Barack Obama ÞRJÚ HNEYKSLISMÁL GÆTU REYNST BARACK OBAMA BANDARÍKJAFORSETA ÞUNG Í SKAUTI. ERU GAGNRÝN- ENDUR FORSETANS FARNIR AÐ SEGJA AÐ STJÓRNARFAR HANS MINNI Á WATERGATE-HNEYKSLIÐ Á SÍNUM TÍMA. Louie Gohmert VATN Á MYLLU? Barack Obama forseti var á blaðamannafundi með Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, spurður um samlík- ingar á stjórnarfari hans og Nixons. „Þið getið lesið söguna og komist að ykkar eigin niðurstöðum,“ var svarið. AFP * Ekkert leysir upp samband fólksins og stjórnvalda með jafnskilvirkum hætti og valdhrokinn hér í Washington.John Boehner, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.