Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 19
Gosbrunnarnir í Dubai eru mikilfenglegt sjónarspil. margt fróðlegt að sjá og ég kaupi mér ljúffengt brauð sem verið er að baka á hlóðum. Safnið er í skemmtilegu umhverfi við Víkina þar sem eru göngustígar og kaffihús. Fáir eru á ferli og aðeins örfáir gestir á safninu. Gamla Dubai er heillandi, en eftir daginn fæ ég það sterkt á tilfinninguna að hún hafi farið algjörlega halloka fyrir þeirri nýju og að um sé að ræða tvo aðskilda heima. Innfæddir og aðrir íbúar Í Dubai fær orðið „alþjóðlegur“ nýja merkingu því þar er fólk alls staðar að. Af 1,7 milljónum íbúa furstadæmisins eru innfæddir aðeins um 17% og eru þeir allir af arabískum upp- runa og þeir einu sem hafa ríkisborgararétt. Fólk frá um 100 þjóðlöndum býr í Dubai, en langstærstur hluti þess eða um 40% er Indverjar. Út frá tölulegum upplýsingum er hægt að ímynda sér að Dubai sé fjölmenningarlegt samfélag, en svo er ekki í reynd þar sem mikill munur er á stöðu innfæddra og annarra íbúa. Tveir viðmælendur mínir sem starfa í þjón- ustugeiranum og eru frá Afríku segja mér að innfæddir hugsi vel hver um annan, þeir fái aðgang að ókeypis menntun og heilsugæslu og séð sé til þess að þá skorti ekkert og enga fá- tækt sé að finna í þeirra röðum. Öðrum íbúum sé hins vegar ætlað að sjá um sig. Viðmælendur mínir segja jafnframt að ekki sé auðvelt fyrir aðra íbúa Dubai að nálgast innfædda, þeir séu ekki aðgengilegir og ekki mjög sýnilegir í samfélag- inu. Viðmælendur mínir láta ágætlega af sér í Dubai en finnst óréttlæti fólgið í því að aðrar reglur gildi um innfædda en íbúa annars staðar frá. Þeir segja að erlendir starfsmenn séu á mun lægri launum en innfæddir og að enginn möguleiki sé á að fá ríkisborgararétt, sama hversu lengi þú hafir búið og starfað í landinu. Paradís fyrir suma Það er auðvelt að hrífast af Dubai og því sem þar er í boði. Fyrir efnað fólk sem býr þar og fyrir ferðamenn getur stað- urinn verið paradís, en glansmyndin hefur sínar dökku hliðar. Samkvæmt skýrslu samtakanna Human Rights Watch, World Report 2011, versnaði mannréttindastaða í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum á árinu 2010 og þá sérstaklega staða farandverkamanna. Önnur mannréttindabrot sem nefnd eru í skýrslunni er beiting pyntinga m.a. af hálfu lögreglu, tak- mörkun á málfrelsi og félagafrelsi og brot á réttindum kvenna. Ofbeldi gegn konum er útbreitt í landinu. Lögum sam- kvæmt hafa eiginmenn leyfi til að refsa eiginkonum og börn- um, m.a. með líkamlegum refsingum. Vernd kvenna gegn kynferðisofbeldi er nær engin og dæmi eru um að konur sem kæra nauðgun séu settar í fangelsi eða fái sekt, fyrir ólöglegt kynlíf (World Report 2011, bls. 600-601). Staða farandverkamanna í Dubai er slæm og á það bæði við um karla og konur. Fjöldi erlendra kvenna kemur til landsins til að vinna sem húshjálp á heimilum. Margar þeirra fá ekki greidd laun, fá ekki nægan mat, vinna langan vinnu- dag og eru beittar ofbeldi. Hundruð þúsunda verkamanna frá Suður-Asíu hafa unnið að byggingaframkvæmdum í Dubai og víðar í landinu. Lagaleg staða þeirra er mjög veik þar sem verkalýðsfélög eru bönnuð sem og gerð kjarasamninga. Einn- ig er atvinnuleyfi þeirra bundið við vinnuveitanda sem hefur jafnframt leyfi til að taka vegabréf þeirra í sína vörslu. Þann- ig hefur fjöldi byggingaverkamanna í Dubai búið í sóðalegum vinnubúðum án vatns og rafmagns, unnið langan vinnudag í hættulegu vinnuumhverfi og fengið lág eða jafnvel engin laun. Eftir að byggingaframkvæmdir drógust saman hafa fyr- irtæki látið sig hverfa án þess að skila verkamönnum vega- bréfum þeirra og án þess að hafa greitt þeim laun svo mán- uðum skiptir. Þannig hafa þúsundir verkamanna verið strandaðar í landinu með enga peninga og fengið takmarkaða aðstoð frá stjórnvöldum (World Report 2011 bls. 597-598). Það er sláandi hversu gæðum er misskipt í landi sem býður upp á fjölda tækifæra. Þrátt fyrir þrýsting frá mannréttinda- samtökum og fleirum virðast ekki vera mörg teikn á lofti um breytingar. Sól fer hækkandi á lofti þegar við kveðjum Dubai eftir nokkurra daga dvöl. Furstarnir Khalifa og Mohammed, sem jafnframt eru forseti og varaforseti landsins, minna á sig en myndir af þeim eru við hraðbrautina sem liggur út á flugvöll. Þeir hafa þegar skráð sig á spjöld sögunnar fyrir stórhuga framkvæmdir. Þar sem leigubíllinn þýtur áfram á tólf akreina hraðbrautinni velti ég því fyrir mér hvort þeir beri gæfu til að gera Dubai og Sameinuðu arabísku furstadæmin að para- dís fyrir alla en ekki bara suma. * Það er auðveltað hrífast afDubai og því sem þar er í boði. Fyrir efnað fólk sem býr þar og fyrir ferða- menn getur staðurinn verið paradís, en glansmyndin hefur sínar dökku hliðar. Mikill munur er á stöðu innfæddra og aðfluttra í Dubai. Stærsta verslunarmiðstöð heims selur flest sem nöfnum tjáir að nefna. Kona að baka brauð á minjasafni í Víkinni (Khor Dubai). Mæðgurnar Ásgerður Ósk Pétursdóttir og Petrína Ásgeirsdóttir. 19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða – fyrir lifandi heimili – 99.990 FULLT VERÐ: 119.990 HAVANA HÆGINDASTÓLL Svart leður 149.990 FULLT VERÐ: 169.990 GYRO HÆGINDASTÓLL Hvítt, rautt eða svart leður 119.990 FULLT VERÐ: 139.990 GOHST HÆGINDASTÓLL Grátt, blátt, turkis og fjólublátt ákæði FÁÐU ÞÉR GOTT SÆTI! Sérlega vandaðir hægindastólar með snúningi. Leður eða áklæði. Fjölmargir litir og útfærslur. Fáguð skandinavísk hönnun www.husgagnahollin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.