Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 53
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Á sýningu Helgu Láru Har-
aldsdóttur myndlistarkonu
og kennara, „Hefur orðið“, í
sal Íslenskrar grafíkur í
Hafnarhúsinu, er unnið með hug-
myndatengingu orða. Sýningin er
hugsuð sem kveikja fyrir ungmenni til
að víkka skilning á konseptlist.
2
Þau Herdís Stefánsdóttir
og Georg Kári Hilmarsson
halda útskriftartónleika sína
í Kaldalóni í Hörpu á laugar-
dag klukkan 17 en þau útskrifast með
BA-gráðu í tónsmíðum frá Listahá-
skólanum nú í vor. Hljóðfæraleikarar
flytja ný verk tónskáldanna, m.a. fyrir
kammersveit og kór.
4
Áhugafólk um skífuþeytingar
ættu að skemmta sér á Fakt-
orý á hvítasunnukvöld. Í til-
efni af þúsundasta viðburði
staðarins mæta tveir erlendir skífu-
þeytar, wAFF og De Puta Madre. DJ
Margeir verður líka á staðnum.
5
Á mánudag eru 120 ár liðin
frá fæðingu myndhöggvarans
snjalla Ásmundar Sveins-
sonar. Í Ásmundarsafni við
Sigtún hefur verið sett upp sýning er
nefnist „Sagnabrunnur – Ásmundur
og bókmenntirnar“ og er aðgangur
ókeypis á fæðingardegi listamannsins.
Leiðsögn verður um sýninguna klukk-
an 15 og allir velkomnir.
3
Listahátíð Reykjavíkur er hafin
og fjöldi áhugaverðra við-
burða í boði þessa dagana,
tónleikar og sýningar. Í Hafn-
arhúsinu eru á laugardag og sunnudag
fluttir sögulegir og áhrifaríkir gjörn-
ingar Magnúsar Pálssonar.
MÆLT MEÐ
1
Það er auðvitað heiður að vera boðið áþessa hátíð og alltaf mjög spennandiað leika fyrir nýja áheyrendur,“ segir
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari sem ásamt
félögum sínum í Caput og fiðluleikaranum
Lin Wei flaug til Kína laust fyrir helgi og
mun undir stjórn Guðna Franzsonar leika á
nútímatónlistarhátíð í Beijing á morgun,
mánudag. Hátíðin, sem nú er haldin í 11.
sinn, fer fram í tónlistarháskólanum í Beij-
ing.
Að sögn Kolbeins hefur Caput á þeim 25
árum sem hópurinn hefur starfað farið í á
þriðja tug tónleikaferðalaga. „Í tónleika-
ferðalögum okkar til Norðurlandanna leggj-
um við ávallt áherslu á að flytja íslenska tón-
list. En þegar við förum í lengri ferðir, eins
og núna til Kína, þá finnst okkur gaman að
kynna tónlist frá öllum löndum á Norð-
urlöndunum,“ segir Kolbeinn og bendir á að
tvö íslensk verk, Ásýnd eftir Hauk Tómasson
og Ró eftir Önnu Þorvaldsdóttur, verða
frumflutt í Beijing á morgun, en verkin voru
pöntuð sérstaklega fyrir ferðina. Auk þess
verða flutt einleiksverk og kammerverk eftir
Jón Leifs, verk eftir Kaiju Saariaho frá Finn-
landi, Rolf Wallin frá Noregi, Bent Sørensen
frá Danmörku, Toniu Ko, Astor Piazolla og
frumflutt nýtt verk eftir Chen Dan Bu frá
Kína, sem samið var sérstaklega fyrir Caput.
Að sögn Kolbeins mun Caput alls leika á
þrennum tónleikum meðan á tónleika-
ferðalaginu stendur. „Frá Beijing höldum við
til Tian Jin þar sem við leikum í tónlistarhá-
skóla borgarinnar á þriðjudag, en þaðan
fljúgum við til Xi’an þar sem við leikum í
tónlistarskóla borgarinnar á fimmtudag,“
segir Kolbeinn og bendir á að á öllum þrem-
ur tónleikunum kemur kínverski fiðluleik-
arinn Chen Xi fram með Caput, en hann er
mjög vel þekktur og vinsæll í heimalandi
sínu. Þess má að lokum geta að Caput nýtur
ferðastyrks frá Norrænu menningargáttinni,
en tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við
Lin Yao Ji Music Foundation of China og
Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM).
CAPUT Í TÓNLEIKAFERÐALAG TIL KÍNA
„Mikill heiður að vera boðið“
CAPUT LEIKUR ÞRENNA TÓNLEIKA Í
KÍNAFÖR SINNI, ÞEIRRA Á MEÐAL Á
NÚTÍMATÓNLISTARHÁTÍÐ Í BEIJING.
Meðlimir Caput ásamt Guðna Franzsyni stjórnanda og Lin Wei sem er sérstakur gestaleikari.
Morgunblaðið/Ómar
áður skrifað fyrir útvarp, leikritið Svefn-
manninn sem var fyrst sett á vandaðan hátt
hjá þýsku NDR-útvarpsstöðinni og í fram-
haldinu í Útvarpsleikhúsinu í Efstaleiti.
„Ég vann lengi á útvarpinu, bæði sem
fréttamaður og svo þáttagerðarmaður. Ég er
sérstök áhugamanneskja um útvarpsheiminn
– þetta er minn heimavöllur. Það er frábært
að geta komið efni til skila eingöngu fyrir
eyrun, það gefur svo vítt ímyndunarsvigrúm
fyrir njótandann,“ segir Steinunn.
Hún segir mikinn mun vera á því að skrifa
leikrit og skáldsögur. „Þessir heimar eru
einfaldlega gjörólíkir. Að sumu leyti er leik-
ritið viðsjárverðasta formið, þar sem uppi-
staðan eru samtöl. Okkar daglega brauð er
jú samtöl, þanig að það lægi þá beint við að
halda að allir gætu skrifað leikrit, úr því þeir
geta staðið í því að skrafa við náungann. En
svona einfalt er það ekki, það þarf að vera
sérstakur taktur og tónn í samtölunum til
þess að þau virki, og leikskáldin sem ná
þessu best finnst manni hálfgöldrótt, Bec-
kett, Pinter, Brecht,“ segir hún.
Harpa Arnardóttir og Ingibjörg Magnadóttir. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Marta Nordal.
Steinunn Sigurðardóttir og Hlín Agnarsdóttir. Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir.
Auður Ava Ólafsdóttir og Kristín Eysteinsdóttir.
Bragi Ólafsson og Stefán Jónsson.