Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Í blaði dagsins birtum við svör maka nýrra ráðherra við nokkrum vel völdum spurningum sem við lögðum fyrir þá. Fáir fara einir í gegnum lífið, sem betur fer, og það getur verið áhugavert að heyra hvað betri helmingurinn hefur að segja um makann og þann tíma sem framundan er hjá fjölskyldum ráðherranna. Völdum fylgir ábyrgð og ný ríkisstjórn tekur við völdum í andrými mikilla vænt- inga. Á tímamótum, eins og þegar skipt er um ríkisstjórn, höfum við öll væntingar um að hagurinn vænkist. Að staða okkar verði betri en hún er nú, eða að minnsta kosti ekki verri. Kosningaloforðin að þessu sinni voru kannski óvenju fögur. (Eða kannski bara gleymum við því inn á milli hversu fögur þau voru í síðustu, þarsíðustu og þar- þarsíðustu kosningum.) En þau voru í það minnsta það fögur að við væntum mikils nú. Kjósendur munu ekki slá neitt af sínum kröf- um til ráðamanna um blómlegri tíð. Kosningar hafa farið fram, ríkis- stjórnin mynduð og ekkert hægt að gera annað en að krossleggja fingur og vona það besta. Á blaðamönnum hvílir sú skylda að skýra út fyrir kjósendum hvern- ig til tekst að efna loforðin. Því megum við aldrei gleyma. Kjós- endur sitja uppi með ríkisstjórnina í fjögur ár og í millitíðinni er það fjölmiðla að gagnrýna, varpa ljósi á og skýra út hverju fram vindur, hvað þarf að laga, hvernig farið er með almannafé og hvernig gengur að efna loforðin fögru. Margir hafa orðið til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. Full ástæða er hins vegar til að óska kjósendum og fjölmiðlafólki vel- farnaðar næstu árin og óska þess að þeirra samstarf verði farsælt. Kjósendur verða að geta reitt sig á fjölmiðla – ekki síður en rík- isstjórnina. RABBIÐ Óskir um velfarnað Eyrún Magnúsdóttir Á Ylströnd höfuðborgarinnar við Nauthólsvík úir gjarnan og grúir af fólki þegar sólin lætur loks á sér kræla. Á góðviðrisdögum má þar jafnan sjá fjöl- skyldur snæða nesti saman á útbreiddu teppi, blakmenn eigast við af miklum móð eða jafnvel ljósmyndara í leit að áhugaverðu augnabliki. Á meðal gesta Ylstrandarinnar í vikunni var þessi fjörugi stúlknahópur sem var myndaður í bak og fyrir á meðan hann iðkaði framandi hópfim- leikakúnstir. Óskandi er að myndirnar af öðrum hvorum snjallsímanum hafi heppnast vel því líklega ber hópurinn ekki gæfu til þess að endurtaka leikinn í góðviðri þessa helgina, þar sem veðurfræðingar spá að mestu rigningu á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/RAX STEMNING MYNDAST Á SUMRIN LOSNAR UNGDÓMURINN ÚR PRÍSUND NÁMSBÓKA OG PRÓFA OG ÖÐLAST LOKS FRELSI TIL AÐ LYFTA SÉR Á KREIK Í SUMARSÓLINNI, TIL DÆMIS Á YLSTRÖND HÖFUÐBORGARINNAR Í NAUTHÓLSVÍK. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Fyrsta mótið af sex í Eimskips- mótaröðinni í golfi. Hvar? Á Garðavelli á Akranesi. Hvenær? Alla helgina. Fyrsta golfmótið Hvað? Gamanleik- urinn Kvennafræð- arinn eftir Kamillu Wargo Brekling í leik- stjórn Charlotte Bö- ving. Hvar? Þjóðleikhúsið, Kassinn. Hvenær? Á laugardaginn kl. 19:30. Kvennafræðarinn Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Vortónleikar Kvennakórs Ak- ureyrar. Stjórnandi: Daníel Þor- steinsson. Hvar og hvenær? Blönduóskirkju, laugardaginn 25. maí kl 15 og Hofi, sunnudaginn 26. maí kl 16. Vortónleikar Hvað? Bandaríska kvikmyndin The Place Beyond the Pines eftir Derek Cianfrance með Ryan Gosling, Bradley Cooper og Evu Mendes. Hvar? Háskólabíó. Hvenær? Almennar sýningar á laug- ardag og sunnudag. Place Beyond the Pines Hvað? Burtfararprófstónleikar, Aðalsteinn Már Ólafsson, barítón; Birg- ir Karl Óskarsson, tenór. Hvar? Salnum, Kópavogi. Hvenær? Á sunnudag kl. 17. Burtfararprófstónleikar Hvað? Pepsideild karla í knattspyrnu: FH - ÍA. Hvar? Á Kaplakrikavelli. Hvenær? Á sunnudag kl 19:15. Stálin stinn í Hafnarfirði * Forsíðumyndina ...

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.