Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 HEIMURINN ÍR ndrrverafy ngsMdiEsfa arandihMahm 14.seforseta, ðir íjúní. Fra ðstaiandstöð ð aðs. Siðtog hnekkt.unarn BANDARÍKIN MOORE 24 íbúar í Moore, útborg Oklahomaborgar í fiðBandaríkjunum, létu lí þegar gríðarlega öflug skýstrókur gekk yfir. 3 manns slösuðust í óve heimili ger fjórum ský til í Banda mánudag v r myndaðist eftir sig 27 ON ð á Bretlandi þegar tMiki Árásin var tekin umann á götu í London. g hafa á hermanninn og réðust síðan ásýndar. Árásarmennirnir óku bílverið n ð lögreglu og voru særðir skotsárumkjötsveðju. Mennirnir veittust aum og N ðja rit be cheb afrís Fall A selst tiað „Ég skal segja hvað mér finnst um Pútín,“ sagði leikarinn Gerard Depardieu í viðtali við dagblaðið Komsomolskaja Pravda fyrir viku og bætti við að rússneski forsetinn væri einn af mörgum rússneskum vinum sínum. „Rússneska þjóðin þarf einmitt á persónu eins og honum að halda – með rússneskt skap. Pútín er að reyna að endurheimta örlitla reisn fyrir þjóðina.“ Síðan bætti hann við: „Fyrir mér er hann eins og Francois Mitterrand [fyrrverandi forseti Frakklands] og Jó- hannes Páll páfi II. Ég hef aldrei sagt blaða- mönnum þetta áður, en þetta er mín skoð- un.“ Gerard Depardieu var ummiðja liðna viku í Grosní,höfuðborg Tétsníu, ásamt bresku leikkonunni Elizabeth Hur- ley þar sem tökur voru að hefjast á njósnamynd, sem nefnist Tur- qoise, og svöruðu þau spurningum blaðamanna. Þó ekki öllum og voru blaðamenn beðnir um að sýna „háttvísi“ í spurningum sín- um. Þar var víst átt við spurn- ingar um stöðu mannréttinda í rússneska lýðveldinu. Depardieu hitti einnig Akmad Kadírov, leiðtoga Tétsníu, sem hann kallar „mjög náinn vin“ sinn. Kadírov hefur verið vændur um pyntingar, mannréttindabrot og að láta myrða óvini sína án dóms og laga víða um heim. Hann neitar þeim ásökunum. Depardieu hefur verið hylltur sem einn besti leikari sinnar kyn- slóðar og besti leikari Evrópu. Hann er einnig kraftbirting alls þess sem franskt er, frumgallinn holdi klæddur, hvort sem hann er í hlutverki Dantons eða Steinríks. Upphaf þess að leiðir Frakk- lands og Depardieu skildi má rekja til viðtals við Jean-Marc Ay- rault, forsætisráðherra Frakk- lands, í morgunsjónvarpsþætti um miðjan desember. Ayrault var spurður hvað honum þætti um ákvörðun Depardieus um að færa aðsetur sitt til þorpsins Nechin í Belgíu til að komast undan 75% skatti, sem franska stjórnin hafði lýst yfir að yrði lagður á tekjur yfir einni milljón evra. Aumkunarverður? Ayrault svaraði að sér þætti Dep- ardieu aumkunarverður og notaði franska orðið minable. Þessi skila- boð næstvaldamesta manns lands- ins til eins af borgurum þess vöktu athygli. Vikuritið Le Nouvel Observateur sagði að orðið mi- nable væri „kjaftshögg“, orð sem eitt og sér ýtti undir van- metakennd leikarans og breytti honum úr þjóðargersemi í son ólæss verkamanns frá útkjálka. „„Minable“,“ skrifaði blaðið. „Þar með var horft fram hjá öllu sem hann hafði afrekað, einn, með eigin hendi, 170 myndir og meistaraverk, sívax- andi fasteignaveldi hans, myndastyttur, listasafn, vín- ekrur, verslanir, veitingastaði … Einkum þó gleymdist undirstaða alls þessa, menning hans, hert í óseðjandi lestrarfíkn og ástríðu- fullri vináttu við [söngkonuna] Barböru, [leikarann] Jean Carmet, [rithöfundana] Francoise Sagan, Marguerite Duras og Andre Man- douze, latínumanninn sem kynnti hann fyrir heilögum Ágústínusi.“ Fjórum dögum eftir viðtalið birtist í sunnudagsblaðinu Le Jo- urnal de Dimanche opið bréf frá Depardieu til forsætisráðherrans. „Aumkunarverður, þú sagðir „aumkunarverður“?“ skrifaði hann. „Þetta er vissulega aumk- unarvert.“ Depardieu lýsti yfir því að hann æltaði að afsala sér vega- bréfi sínu og bætti við: „Hvorki vil ég láta vorkenna mér né hrósa, en ég hafna orðinu „aukmun- arverður“. Hann tók fram að á 45 árum hefði hann borgað 145 milljónir evra í skatta. Málið vakti miklar umræður í Frakklandi. 3. janúar lýsti Depardieu yfir því að hann hefði ákveðið að taka boði Pútíns um rússneskt ríkisfang. Tveimur dögum síðar heimsótti hann Pútín sumarhöll hans í Sochi við Svarta- haf. Þar beið hans vegabréf með gamalli mynd sem mun hafa verið tekin af netinu þannig að minnti á falsað skólaskírteini. Á ferð og flugi Síðan hefur Depardieu verið á ferð og flugi. Nú er verið að kynna dreifingaraðilum í Cannes mynd um Dominique Strauss- Kahn með honum í aðalhlutverki. Hann á hús í Saransk í Mordóvíu í Rússlandi, er tíður gestur í Grosní, en skýtur einnig upp koll- inum í Róm, Úsbekistan og New York. Rússar hafa tekið Depardieu upp á arma sína og rússneskir fjölmiðlar kalla hann „rússenskan leikara af frönskum uppruna“. LEIKARINN GERARD DEPARDIEU OLLI UPPNÁMI ÞEGAR HANN FLÚÐI FRAKKLAND VEGNA SKATTPÍNINGAR OG GERÐIST RÚSSI. NÚ ER HANN DÁÐUR Í RÚSSLANDI, EN FRAKKAR ÝMIST HÆÐAST AÐ HONUM EÐA STYÐJA. Vladimír Pútín PÚTÍN SKJALLAÐUR Gerard Depardieu heldur osti á lofti í ostaverksmiðju fyrir utan Saransk þar sem hann á heimili við Lýðræðisgötu 1. AFP Rússneskur leikari af frönskum uppruna * Enginn, sem yfirgefið hefur Frakkland, hefur verið særðurmeð sama hætti og ég.Gerard Depardieu í opnu bréfi til forsætisráðherra Frakklands í Le Journal de Dimanche.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.