Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Þ essi málsháttur á vel við í stjórn- málum og inntak hans er sér- staklega mikilvæg áminning fyrir okkur sem nú fáum að starfa sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Þessi orð minna á mikilvægi þess að hlusta á þjóðina, hlusta á fólkið sem við þjónum og að leiða í þágu þess. Þjóðin hefur ekki aðeins valið sér nýja ríkisstjórn, því fólkið í landinu kallar líka eftir því að á það sé hlustað, kallar eftir sam- vinnu og víðtækri sátt. Síðast en ekki síst er kallað eftir hugrekki til þess að ganga hreint til verks í að leysa þau brýnu vandamál sem fjöl- skyldurnar, fyrirtækin og heimilin í landinu standa frammi fyrir. Á næstu vikum og mánuðum mun vonandi kveða við nýjan tón í íslenskum stjórnmálum. Nýjan tón þar sem áherslan verður á að byggja á því góða sem fyrir er en bæta það sem þarf að gera betur. Nýjan tón þar sem ábyrgar og metnaðarfullar áherslur nýs stjórnarsáttmála eru í fyrirrúmi, farið verður nýjar leiðir og unn- ið verður að þverpólitískri sátt fyrir fólkið í landinu. Með því að hlusta á þjóðina stefnum við síður að einhliða draumasamfélagi einstakra stjórnmálaafla enda er það ekki draumur fólks- ins. Draumur flestra snýst frekar um að lýð- ræðið verði virt, raddir sem flestra fái að heyr- ast og svo taki stjórnmálamenn ákvarðanir á grundvelli niðurstaðna kosninga. Stjórnmál dagsins í dag verða að snúast um þessi vinnu- brögð, þessar áherslur og hugrekkið sem þarf til að fara nýjar leiðir. Tökum fagnandi þeirri ábyrgð sem við berum á framtíðinni, ábyrgðinni sem felst í því að byggja upp gott samfélag fullt af tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Við sem gegnum embætti ráðherra í ríkis- stjórn Íslands sitjum öll í fyrsta sinn við ríkisstjórnarborðið. Í því felst mikið tækifæri. Tækifærið til þess að þora að breyta venjum sem standa í vegi fyrir árangri, þora að leita ráða víða, auka samráð og samvinnu. Það er gríðarlegur heiður að fá tækifæri til að vinna fyrir þjóðina. Í þeirri ábyrgð felst einmitt að gleyma ekki að hlusta, gleyma ekki fyrir hverja við erum að vinna dag og nótt. Með því að halda þessu til haga munum við uppskera árangur erfiðis okkar en fyrst og fremst mun þjóðin uppskera í formi auðveldari mánaðamóta, betra samfélags og bjartari tíma. Að tala er að sá – að hlusta er að uppskera * Á næstu vikum og mánuðum mun vonandikveða við nýjan tón í íslensk- um stjórnmálum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hannabirna.kristjansdottir@reykjavik.is Skálmeldingurinn Snæbjörn Ragnarsson sýndi á fésbókinni fyrr í vikunni að hann er ritfærari en flestir þegar hann birti langa og ít- arlega lýsingu sína á því annars frem- ur óáhugaverða athæfi að fara út að hlaupa. Lýsing þungarokkarans á hlaupaferðinni telur alls 1.342 orð sem telst í lengra lagi fyrir stöðu- uppfærslu á samfélagsvefnum. Hin stílfærða færsla hlaut umsvifalaust athygli þeirra sem lásu og tóku alls 225 vinir Snæbjörns á samfélags- miðlinum sig til og deildu þessari stöðuuppfærslu og um hundrað tjáðu sig um málið á veggnum hans. Margfeldisáhrif samfélagsmiðilsins gera það svo að verkum að sagan flaug víðar um vefinn en tölurnar að ofan segja til um. Líklega má að ein- hverju leyti rekja vinsældir færsl- unnar til þess hve margir tengdu við þjáninguna sem lesa mátti út úr hinni óborganlegu hlaupaferðarlýs- ingu. „Ég er frekar vambstór orð- inn og komst að því að tunnan á mér telur sennilega þónokkur kíló. Í hverju þunglamalegu skrefinu lyft- ist systemið í heilu lagi og við lend- ingu togaði Newton óskaplega í allt saman. Við þrálátar endurtekningar leið mér orðið eins og vömbin væri að rifna af festingunni. Í máttlausri tilraun til að berjast á móti virðist ég hafa spennt mína óvönu maga- vöðva óskaplega, og strax fyrir fyrstu labbpásu var ég orðinn log- andi sár um mig miðjan, bæði að innan og utan.“ Í upphafi lýsing- arinnar greinir þungarokkarinn frá því að tilefni hlaupaferðarinnar var mynd sem fréttamaðurinn Magnús Hall- dórsson setti inn á sína fésbók- arsíðu af sjálfum sér á hlaupum. Mun Snæbjörn þá hafa hugsað með sér að rétt væri að gera slíkt hið sama. Á vefnum hun.is er lýsingin birt í heilu lagi, en lokum hennar lýsir Snæbjörn svo: „Pastarétturinn minn brennir mig að innan, ég er að drepast í löppinni, lungun eru svo sár að ég get ekki andað nema hálfa leið niður og mér líður eins og spikið hafi rifnað frá sixpakkinu sem vísast er þarna undir einhverstaðar. Í stuttu máli er ég úrvinda og sár eftir að hafa gert mig að fífli. En hey, ég fór út að hlaupa.“ AF NETINU því að við fengum tilkynninguna,“ segir Bragi en stuðningsmannafélög Liverpool víðsvegar að úr heiminum sóttu um þátttöku. „Við byrj- um á Melwood og svo er mótið á þriðjudag. Það verður ekki leiðinlegt að labba inn á An- field á takkskóm. Maður segir ekki nei við því.“ Alls mega átta leikmenn spila í einu en í stjórn Liverpool-klúbbsins íslenska eru níu menn. Það verður því einn að vera uppi í stúku. „Það er einn sem reif vöðva í kálfanum fyrir hálfum mánuði. Hann er búinn að vera í sprautum og öðru hjá sjúkraþjálfara til að ná sér góðum. Þetta er eitthvað sem menn vilja ekki missa af,“ segir Bragi. Því má gera ráð fyrir að hart verði barist um sætin átta. Liverpool-klúbburinn á Íslandi datt heldur betur í lukkupottinn þegar Liverpool FC dró út nafn félagsins til að vera þátttakandi í sér- stöku stuðningsmannamóti klúbbsins sem haldið er á Anfield-vellinum í vikunni. „Liver- pool gaf 400 stuðningsmannaklúbbum mögu- leika á að senda inn umsókn. Það voru 36 klúbbar sem komust að,“ segir Bragi Brynj- arsson, varaformaður Liverpool-klúbbsins á Íslandi. Mótið er þannig að fimm leikmenn eru á vellinum í einu en átta í liði. Stjórn íslenska klúbbsins mun fara utan á sunnudag og taka þátt fyrir hönd klúbbfélaga. Alls munu þeir félagar spila fjóra til fimm leiki á sjálfum Anfield, heimavelli Liverpool, einhverjum frægasta velli sögunnar. Þar er kyrjað Yoúll never walk alone eins og frægt er fyrir hvern einasta leik svo heimsbyggðin horfir á. Á mánudag munu þeir fá að kíkja á Mel- wood-æfingasvæðið sem er verið að endur- opna eftir breytingar. „Þetta er svolítið spenn- andi. Við tókum The Secret-aðferðina á þetta. Töluðum aldrei um ef við yrðum dregnir út, sögðum alltaf þegar við verðum dregnir út,“ segir Bragi. Ekki leiðinlegt að labba inn á Anfield á takkaskóm „Það hefur verið hnútur í maganum alveg frá Liverpool-klúbburinn spilar á Anfield Átta Íslendingar munu fá að taka þátt í boðsmóti fyrir stuðningssveitir Liverpool út um allan heim. AFP Vettvangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.