Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 13
sjúkrahúsið í Hollandi taka Med- Eye í notkun. Innleiðingin hefur gengið framar vonum og lausnin hefur þegar sannað gildi sitt. Þó að hollensk sjúkrahús standi mjög framalega í lyfjaöryggi og verk- ferlar á ADRZ ISO séu vottaðir, þá er MedEye samt daglega að stoppa lyfjamistök, bæði stór og smá. Hjúkrunarfræðingar eru einnig mjög ánægðir, enda sparar þetta þeim tíma þar sem MedEye sér um alla skriffinnsku sem fylgir lyfjagjöfum,“ segir Gauti Þór. Mint Solutions hefur náð sam- starfi við leiðandi fyrirtæki á markaði í Hollandi, Bretlandi og Noregi. Nú er unnið að því að setja MedEye á markað á þessum svæðum og viðræður hafnar við sjúkrahús. Að sögn Gauta Þór hóf Mint Solutions sölustarf í Hollandi þar sem það þykir standa einna fremst í lyfjaöryggismálum. M.a. eru öll sjúkrahús skyldug til að hafa lyfjafyrirmæli rafræn, sem gerir innleiðingu MedEye auðveld- ari í alla staði. „MedEye er nú þegar aðgengilegt fyrir 60% sjúkrahúsa í Hollandi og viðræður hafnar við mörg þeirra um hvern- ig er best að bæta lyfjaöryggi með MedEye. Þetta ár verður áhugavert þar sem við ætlum okk- ur stóra hluti,“ segir Gauti Þór. Næsta stopp Bandaríkin Nýsköpunarsjóður, Investa, Guð- mundur Jónsson og Tækniþróun- arsjóður standa að Mint Solutions. Gauti segir að frá því að hug- myndin fæddist hafi mikið vatn runnið til sjávar. „Við höfum átt einstaklega gott og gefandi sam- starf við hjúkrunarfólk og það jafnast ekkert á við að sjá alla þessa vinnu skila árangri. Það er stórt skref. Að fá viðurkenningu á hug- myndinni frá alþjóðlegum sam- tökum sem berjast fyrir sjúklinga- öryggi, á sama tíma og við erum að koma fyrsta sjúkrahúsinu í gang, hefur verið mjög dýrmætt. Þessa dagana erum við að vinna að nýjum innleiðingum og fjár- mögnun fyrirtækisins til að standa undir vexti á öðrum mörkuðum, m.a. í Bandaríkjunum,“ segir Gauti Þór að lokum. *Verkefnið er óvenjulegt og hefur MintSolutions sótt starfsfólk úr ýmsumgreinum, eins og stærðfræði, stjarneðl- isfræði og tölvunarfræði. 26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Sýningum lýkur í vor! Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is Engar samfelldar upplýsingar liggja fyrir um lyfja- mistök og tíðni þeirra hér á landi og því erfitt að henda reiður á hversu algengt það er að mistök verði við lyfjagjöf. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að ástæður lyfjamistaka megi oft rekja til vinnu- umhverfis hjúkrunarfræðinga en 65 til 78% hjúkr- unarfræðinga á sjúkrahúsum telja sig einhvern tímann á starfsferlinum hafa gert lyfjamistök. Stór hluti vinnutíma hjúkrunarfræðinga fer í lyfja- umsýslu. Árið 2010 var gerð rannsókn á Landspít- ala - háskólasjúkrahúsi þar sem fylgst var með átta hjúkrunarfræðingum að störfum í samtals 64 klukkustundir. Þar kom fram að að meðaltali fóru 17% vinnutíma hjúkrunarfræðinga í lyfjaumsýslu. Á þeim tíma sem lyfjaumsýsla stóð yfir var vinna þeirra rofin 11,4 sinnum að meðaltali og hætta á mistökum því talsverð. Í rannsókn sem gerð var 2003 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2003 töldu 65% hjúkrunarfræðinga sig hafa átt aðild að lyfjamistökum á starfsferlinum. Lítið fylgst með lyfjamistökum Morgunblaðið/Kristinn Við lyfjaumsýslu fylgja hjúkrunarfræðingar regl- unni um R-in 5  Rétt lyf  Réttur tími Réttur skammtur  Rétt gjafaleið  Réttur sjúklingur Algengar orsakir lyfjamistaka  Þreyta  Skortur á verklegri færni  Að geta ekki lesið skrift lækna  Að lyf eru með svipuð heiti  Verkferlum er ekki fylgt  Skortur á þekkingu, t.d. ónógur skilningur á lyfjum og lyfjafræði  Samskiptavandamál milli starfstétta  Samskiptavandamál milli vakta  Flókin lyfjafyrirmæli  Erfiðar skammstafanir  Að þekkja ekki ástand sjúklings R-in fimm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.