Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013
Heilsa og hreyfing
Fallegar umbúðir
Ekki láta blekkjast af fallegum umbúðum sem líta heilsusamlega út.
Vendu þig á að afla þér upplýsinga um vöruna sem þú kaupir, rétt
eins og þú gerir þegar þú kaupir vörur sem þurfa að endast þér eða
gera gagn. Eitt besta heilsuráð sem hægt er
að gefa fólki er að hvetja það til að lesa inni-
haldslýsingar á umbúðunum og læra það ef
það kann það ekki. Ef innihaldslýsing vör-
unnar er ekki til staðar, ekki kaupa vöruna.
Íslensk lög segja að matvara skuli hafa inni-
haldslýsingu og upplýsingar um næringargildi
(hlutfall próteina, kolvetna og fitu). Athugaðu
líka að innihaldslýsingar evr-
ópskra matvara byggjast á
100 g en bandarískar mat-
vörur miðast við einn
skammt sem er mismunandi stór eftir matvöru.
Helmingi minni fita en áður
Athugaðu hvað liggur að baki auglýsingaherferðum
eða upplýsingum á umbúðum sem segja minna af,
meira af eða án eins og til dæmis: 55% minni fita en
áður eða enginn sykur. Slíkar yfirlýsingar þurfa ekki
endilega að þýða að varan sé holl og næringarrík og ekki heldur að
varan sé hollari en hún var áður. Það er ekki alltaf betra að minnka
fituna því sumar fitur eru okkur lífsnauðsynlegar og sykurlaus vara
getur verið full af sætuefnum. Notaðu hyggjuvitið og skoðaðu hvað
varan inniheldur frekar en að velta fyrir þér hvað hún inniheldur ekki.
10 kíló farin á 4 vikum!
Ef það er satt, að einhver hafi lést um 10 kíló á 4 vikum, geta verið
ýmsar misheilsusamlegar ástæður að baki og margar jafnvel ekki svo
eftirsóknarverðar. Ein ástæðan gæti verið að viðkomandi hafi verið í
mikilli yfirvigt og/eða á mjög slæmu mataræði áður en hafist var
handa og því ólíklegt að hann hafi misst mikla fitu, heldur fyrst og
fremst misst mikið vatn úr líkamanum. Þá sýna rann-
sóknir að meiri líkur eru á að þeir sem léttist hratt hafi
ekki náð að breyta lífsstíl sínum að sama skapi til að við-
halda árangrinum og því ólíklegra að þeir haldi kílóunum
af. Þá nær húðin síður að dragast saman ef viðkomandi
léttist hratt.
Fyrir þá sem þurfa að grenna sig og halda aukakílóun-
um af, er raunhæft og skynsamlegt að léttast um 0,5-1,5
kg á viku, en því þyngra sem fólk er, því meira má það
léttast á viku. Hér á því vel við að segja að ef eitthvað
hljómar of gott til að vera satt, þá er það oftast raunin
HUGSUM MÁLIÐ
ÁÐUR EN VIÐ TRÚUM ÞVÍ SEM VIÐ LESUM OG HEYRUM TIL DÆMIS UM HEILSUVÖRUR EÐA HEILSUSÖGUR ANN-
ARRA ER GÓÐ REGLA AÐ VELTA FYRIR SÉR HVAÐ LIGGUR AÐ BAKI UPPLÝSINGUNUM. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST.
Algengar ranghugmyndir
um líkamann og hreyfingu
* Það er offita er í ættinni,þess vegna er ég feit(ur).
Réttara er: Athafnir þínar og
ákvarðanir á hverjum degi hafa
meiri áhrif á heilsu þína en erfða-
fræðilegir þættir.
* Ég svelti mig baraRéttara er: Best er að borða oft
á dag og frekar lítið í einu. Of lítil
næring á hverjum degi getur til
dæmis truflað efnaskipti líkamans,
dregið úr orku og rýrt vöðva,
sem allt getur dregið úr líkum á
að maður grennist.
* Ég þarf ekki að hreyfa migRéttara er: Það þurfa allir að
hreyfa sig reglulega, feitir, mjóir,
litlir og stórir. Lágmarkshreyfing
er þrisvar sinnum í viku, 30 mín. í
senn. Það er enginn óhultur gegn
sjúkdómum, en hreyfing dregur
úr líkum á hjarta- og æða-
sjúkdómum, krabbameini og syk-
ursýki. Hún styrkir einnig beinin,
bætir líkamsstöðu og eykur lífs-
gleði, svo fátt eitt sé nefnt.
BORGHILDUR
SVERRISDÓTTIR
Heilbrigt
líf
Hvernig er
best að
grenna sig?
Nú þegar júnímánuður er rétthandan við hornið og ferðalög-in að hefjast er gott að munalíka eftir hollum og
næringarríkum mat til að
taka með til að vega
upp á móti aukinni ís-
neyslu, bjór- og létt-
vínsdrykkju og færri
klukkustundum í
ræktinni, sem að
margra mati er hluti
af íslensku sumri.
Margir nýta þó útiveruna
til hreyfingar og borða léttari
og hreinni fæðu á sumrin, sem er hið
besta mál. Þegar maður er að ferðast er
mikilvægt að nestið sé handhægt og þurfi
til dæmis ekki að vera í kæli. Safaríkir
ávextir, mjúkir ostar, kjöt og jóg-
úrt eru því síður hentugir val-
möguleikar.
Gott nesti í bílinn
eða í útivistinni
Besta snakkið á ferða-
lögum er ávextir, græn-
meti, ósaltaðar hnetur
og þurrkaðir ávextir,
harðfiskur og nóg af vatni
(sítrónuvatni, léttkolsýrðu
sódavatni eða bara hreinu
vatni). Allar tegundir grænmetis
henta ekki á ferðalögum og það
sama má segja um ávexti. Safinn úr appels-
ínum gæti til dæmis kallað á handþvott og
hentar kannski ekki öllum aðstæðum. Fátt
er þó hentugra en að skera nið-
ur gulrætur, agúrkur, papr-
ikur og epli í hæfilega
stóra bita og setja í
smellupoka áður en
maður leggur í hann.
Gráfíkjur, döðlur og
rúsínur ásamt val-
hnetum, jarðhnetum
og fræjum er líka frábær
valmöguleiki til að setja í
box með þéttu loki, til að
metta svanga munna. Harðfiskur er líka
hollt og gott nesti sem betra er að borða í
guðsgrænni náttúrunni heldur en í bíl.
Hafðu nóg af brúsum í bílnum,
en það getur verið frábær
upplifun að stoppa við
næstu bergvatnsá, þar sem
allir fara út og fylla brús-
ana af ísköldu vatni.
Betra gerist það ekki!
Taktu með heitt vatn á
hitabrúsa og bolla en
það stendur alltaf fyrir
sínu að stoppa í góðri
laut og fá sér heitt kakó.
Ekki gleyma að taka eld-
húsrúllur og blautþurrkur
með í bílinn. Ruslapokar eru líka
nauðsynlegir.
Grillaðu
ávexti og
grænmeti
Mundu alltaf
eftir grænmeti
og ávöxtum
þegar þú grillar.
Búðu til girni-
legt ferskt
grænmetissalat
og gerðu það
enn girnilegra
með döðlum,
rúsínum, ósölt-
uðum hnetum,
kókosflögum,
ferskum krydd-
jurtum, sesamfræjum eða graskersfræjum.
Grillaðir sveppir með fetaosti eru ómót-
stæðilegir. Paprika, rauðlaukur, kúrbítur er
líka frábært á grillið og ekki má gleyma
grilluðum ananas og banana í eftirrétt með
jarðarberjum og bláberjum ofan á.
Fiskur og magurt kjöt
Grillaðu lax, steinbít, löngu, keilu, túnfisk,
kjúklingalundir að ógleymdu lambakjöti.
Kauptu ókryddað og veldu góð krydd og
gerðu þínar eigin marineringar.
FERÐALÖGIN AÐ HEFJAST
Fæðan í fríinu
GOTT ER AÐ MINNA SIG Á HEILSUSAMLEGA VALMÖGULEIKA ÞÓ MAÐUR
SÉ Í FRÍI OG HEFUR ÞAÐ JAFNVEL AÐEINS OF GOTT.
Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com
Gönguferð í blíðu á björtum
sumardegi er dásemd og ekki spillir
fyrir ef gott nesti er meðferðis.
Morgunblaðið/Ómar