Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Síða 27
M aður er eins og leikstjóri í leikhúsi. Það þarf að búa til réttu upplifunina og réttu sviðsmyndina og passa að fólk fái rétta leikritið. Veitingamenn eru orðnir meðvit- aðir um að það þarf að gera vel í hönnun og hug- myndafræði til að lifa af á þessum markaði. Kröf- urnar eru orðnar það miklar,“ segir Leifur Welding sem titlar sig „concept creator“. Íslenska orðið gæti verið heildarhugmyndarsmiður því Leifur er með puttana í nánast öllu þegar hann kemur nálægt hönnun á nýjum stað. „Það sem menn vita kannski ekki er að ég er ekkert einn á bak við verkefnin. Ég er með arki- tekta og/eða byggingarfræðinga og margt frábært fólk að vinna með mér í hverju verki fyrir sig. En ég sé um stærsta hluta hönnunarinnar. Concept creator er að amerískri fyrirmynd en hann heldur utan um verkið, hannar og skipuleggur allt verkið frá a til ö,“ segir Leifur. Notar helst íslenskt hráefni Lykillinn að velgengni í þessum bransa er að nálg- ast allt frá réttum vinkli og þekkja rekstrarfor- sendur markaðarins að sögn Leifs. „Það er búið að prófa að flytja hingað inn heimsfræga hönnuði sem skilja kannski ekki endilega forsendur markaðarins og því hafa þau concept sem þeir hafa búið til ekki endilega gengið upp. Ég geri mikið af því að notast við íslenskt hrá- efni. Það er uppruninn og karakterinn í efninu sem er svo magnaður, og það er það sem erlendir ferða- menn sækjast eftir. Þeir vilja ekki koma til Íslands til að upplifa afríkuþema. Þá myndu þeir einfaldlega fara til Afríku. Þeir eru komnir til Íslands til að upplifa Ísland. Þau efni sem við höfum í okkar nátt- úru eru stórkostleg og við eigum að nota meira af þeim á fjölbreyttan hátt.“ Leifur leggur gríðarlega mikið uppúr því að hanna staðina utan um reksturinn. Það er auðvelt að búa til eitthvað flippað og kúl og hugsa ekki rekstr- arforsendur til enda en með því hugarfari er auðvelt að fara beint í þrot. Ef það er ekki rekstr- argrundvöllur fyrir þessa ákveðnu hugmynd þá eru allar líkur á að hún gangi ekki upp. Það þarf að greina og mæla markaðinn fyrst. Þannig nálgast ég hlutina. Það er magnað að hafa verið í hringiðunni í þess- ari þróun síðastliðinn rúmlega áratug, að hafa verið virkur meðlimur í þeirri þróun sem hefur orðið í þessum bransa er virkilega gaman, því við Íslend- ingar erum alveg á pari við það besta í heimi. Við eigum frábært hráefni og frábæra matreiðslumenn. Þá er bara að reyna að fá allt hitt til að fylgja með.“ Leifur segir að það fyrsta sem gestir veitingahúsa taki eftir þegar þeir ganga inn um dyrnar sé hönn- un og umhverfi, svo komi maturinn og þjónustan. „Það er mjög algengt að sjá í gagnrýni á trip advi- sor um veitingastaði að fólk setji umhverfi og hönn- un í forgang, eðlilega skiptir þjónusta og matur miklu máli, en oft á tíðum er það umhverfið, stemmningin og tónlistin sem stendur uppúr og fær fólk til þess að koma aftur og aftur og eða borga reikninginn með glöðu geði. Galdurinn er að kunna að lesa markaðinn, vita hvað virkar og hvað mun selja og búa til pening.“ Leifur segir að í dag sé alvöru rekstrarfólk komið inn í veitingageirann en hugmynd sumra Íslendinga um veitingamenn og kokka litast svolítið af Daníel í Nýju Lífi þar sem hann fékk sér aðeins of mikið rauðvín inni í eldhúsi. Slíkt er liðin tíð. „Flestir veitingastaðir eru reknir af gríðarlegum aga. Veitingastaðirnir eru alvöru fyrirtæki og eiga því að vera reknir eins og alvöru fyrirtæki. Þeir sem eru ekki í þessu af fullum krafti lifa einfaldlega ekki af. Í dag er töluvert af farsælustu veit- ingastöðum landsins í eigu sömu aðila, þar eru mjög klárir rekstraraðilar sem sjá alvöruna í þessum bransa og eru að velta gríðarlegum upphæðum í sín- um fyrirtækjum. En veitingageirinn er erfiður og kallar á mikla útsjónarsemi, aga, skipulag og yf- irlegu. Sá sem er ekki tilbúinn í miklar fórnir á ekki erindi inn í þennan heim,“ segir Leifur, eit- urhress sem fyrr. Meðal staða sem Leifur hefur komið að hönnun og hugmyndavinnu á eru Grillmarkaðurinn, SushiS- amba, Kopar, Fiskmarkaðurinn, UNO, Fjalakötturinn og margir fleiri. Kopar lofar svo sannarlega góðu. Leifi til sóma. Leifur Welding hefur verið afar vinsæll – sérstaklega eftir hrun. Á Sushi Samba eru meðal annars fuglabúr frá Japan. Upplifunin byrjar á umhverfinu NAFN LEIFS WELDING KEMUR OFT UPP Í TENGSLUM VIÐ VEITINGA- OG HÓTELGEIRANN. HANN ER HUGMYNDASMIÐUR BAK VIÐ HÖNNUN MARGRA FARSÆLUSTU VEITINGASTAÐA LANDSINS. LEIFUR SEGIR AÐ HANN SÉ EINS OG LEIKSTJÓRI Í LEIKRITI. HANN SKAPAR UMGJÖRÐ SEM HEILLAR FÓLK Á MARGAN OG MISJAFNAN HÁTT. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is HUGARHEIMUR LEIFS WELDING * „Eðlilega skiptir þjónusta ogmatur miklu máli, en oft á tíð-um er það umhverfið, stemmningin og tónlistin sem stendur uppúr.“ 26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði. Rafræn umsóknarblöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir hjá Íbúðalánasjóði í síma 569 6900 og með tölvupósti helga@ils.is Umsóknarfrestur er til 14. júní 2013 Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 | www.ils.is Lán og styrkir til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.