Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 Matur og drykkir JARÐARBER MEÐ SABAYON Handa 4 Innihald 3 eggjarauður 3 matskeiðar syk- ur 3 matskeiðar rab- arbaravín Jarðarber, skorin í helminga eða fjórðunga Leiðbeiningar 1. Hitið botnfylli af vatni í miðlungs- stórum potti og náið suðunni upp. Hrær- ið eggjarauðurnar, sykurinn og rab- arbaravínið saman í miðlungsstórri skál. Lækkið hitann undir pottinum og þeytið eggjablönduna yfir vatnsbaðinu þar til froðan fer að líkjast lausþeyttum rjóma. Eggjablandan ætti þá að hafa tvöfaldast að rúmmáli og þeytarinn skilur eftir sig för á botni skálarinnar. 2. Fyllið bikara af jarðarberjum og ausið sabayon-sósunni yfir. OSTAFRAUÐ Handa 4 í forrétt Innihald 1 matskeið smjör 1 matskeið hveiti 125 millilítrar volg mjólk 50 grömm bragðmikill ostur (til dæmis Ísbúi), rifinn 3 egg, aðskilin salt cayenne-pipar nýmalað múskat graslaukur, saxaður Leiðbeiningar 1. Hitið ofninn í 200°C og smyrjið fjög- ur 200 millilítra form vel með smjöri. Bræðið smjörið við vægan hita í miðl- ungsstórum potti, bætið öllu hveitinu út í í einu og hrærið vel í. Eldið smjörbolluna varlega í um 3 mínútur án þess að hún taki lit. Hellið volgri mjólkinni jafnt og þétt út í og hrærið stöðugt í þar til bland- an er orðin slétt og engir kekkir sjáan- legir. Haldið áfram að hræra og eldið mjólk- urjafninginn í 3 mínútur en hann verður tiltölulega þykkur. Takið pottinn af hit- anum og hrærið ostinum saman við. Þegar osturinn hefur bráðnað bætið þá við einni eggjarauðu í einu og hrærið vel á milli. Kryddið eftir smekk með salti, cayenne- pipar og múskati. Leyfið ostasósunni að kólna lítillega. 2. Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið fjórð- ungi þeirra í ostasósuna og hrærið vel saman með sleikju. Bætið við restinni af eggjahvítunum og blandið öllu ofurvarlega saman með því að hræra bæði í hringi og líka upp og niður til að ná upp ostasós- unni sem situr á botninum. Ekki hræra of mikið í frauðinu heldur eingöngu nægilega mikið til að ostasósan og eggjahvíturnar blandist að mestu leyti saman. Það er í lagi ef það eru litlar hvítar skellur af eggjahvítu sjáanlegar. 3. Hellið frauðinu varlega í formin þannig að það nái þrjá fjórðu hluta upp hliðar þeirra. Lækkið hitann niður í 190°C og bakið frauðið í um 10-15 mínútur. 4. Stráið rifnum osti og söxuðum gras- lauk yfir frauðið áður en það er borið fram. Tvær einfaldar frá Árna Ólafi M argir líta á ostafrauðið sem erfitt og flókið að elda. En með góðum leiðbeiningum er þetta einfalt,“ segir Árni Ólafur Jónsson kokkur úr þáttunum Hið blóm- lega bú. Árni gefur einmitt góðar leiðbeiningar með uppskriftinni hér til hliðar. „Fólk hefur alltaf einhverjar áhyggjur af að frauðið falli en það er bara allt í lagi. Í Árdal eru menn með hænur og það er um að gera að nýta eggin sem maður fær. Ég myndi segja að þetta væri fínn forréttur. Ég fæ mér þetta reyndar stundum í hádegismat bara einn,“ segir hann og hlær. Í raun felur þessi uppskrift hans Árna í sér tvær aðrar upp- skriftir: uppstúf og mornaysósu, sem er uppstúf að viðbættum osti og eggjarauðum. Mornaysósa fer vel með fiskréttum, græn- meti, pasta og í gratín. Fyrir ostafrauðið er fyrst búinn til þykkur jafningur en með meiri mjólk væri komið þetta fína uppstúf. Þegar osturinn og eggjarauðurnar eru komnar út í verður þetta að mornaysósu. Mikilvægt er að sjóða uppstúfið í 3 mínútur til að koma í veg fyrir að hrátt hveitibragði verði af sósunni. Eggjahvíturnar ætti ekki að þeyta fyrr en rétt áður en þarf að nota þær því þær missa loft mjög fljótt. Mikilvægt er að stíf- þeyta eggjahvíturnar til að hámarka loftið í þeim, því meira loft sem er í þeim því meira mun frauðið lyfta sér. Ástæðan fyrir því að fjórðungi eggjahvítanna er fyrst bætt út í ostasósuna er að þynna sósuna út þannig að auðveldara verði að blanda restinni saman við og lágmarka þannig tap á lofti. Uppskriftin hér er með þremur eggjum og hentar vel fyrir fjóra í forrétt. Jarðarberjasumarið er í júní Seinni uppskriftin sem Árni býður upp á er jarðarber með saba- yon-sósu. „Það gerist varla sumarlegra en hafa jarðarber í eft- irrétt. Núna í júní er jarðarberjatíminn á Íslandi. Hér skammt frá mér fæ ég rosalega góð jarðarber og svakalega safarík sem mega njóta sín með léttri eggjasósu sem er þessi sabayon-sósa. Hlutföllin í klassískri sabayon-sósu eru 1 eggjarauða á móti 1 matskeið af sykri og 1 matskeið af marsalavíni. Í stað marsala- víns má nota hvítvín, freyðivín, líkjöra, ávaxtasafa eða rab- arbaravín eins og í þessari uppskrift. „Það er hægt að bragðbæta þessa sósu með hverju sem er.“ Potturinn sem notaður er þarf að vera nægilega stór svo hægt sé að koma skál ofan á hann þannig að stór hluti skálarinnar sé ofan í pottinum án þess að botninn á henni snerti vatnið. Á með- an skálin er yfir vatnsbaðinu er mikilvægt að hræra stanslaust í eggjarauðunum til að þær hitni jafnt og hlaupi ekki í kekki. Ef hætta þarf að hræra á einhverjum tímapunkti takið þá skálina af pottinum. Hugmyndin kviknaði í nýársveislu Hið blómlega bú er matreiðsluþáttur um ungan og óreyndan bónda á smábýli sem kynnir íslenska matarmenningu. Árni hafði vinnu sem kokkur í New York áður en hann flutti í sveitasæluna. „Hugmyndin að þættinum kviknaði hjá okkur Bryn- dísi Geirsdóttur og Guðna Páli Sæmundssyni í nýársveislu hjá sameiginlegri vinkonu. Hann er leikstjórinn og Bryndís er fram- leiðandi. Við tókum spjall þar sem þau sögðu mér frá þessari hugmynd sinni en ég var þá að vinna úti í New York. Ég sagði þeim samt að ég skyldi hugsa málið. En þetta er bara það góð hugmynd og það gott tækifæri að ég gat ekki sleppt því. Þannig ég ákvað að segja upp og flytja í Árdal í Borgarfirði og þetta er búið að vera heljarinnar ævintýri,“ segir Árni sem vaknar nú við fallegan fuglasöng á morgnana en ekki ys og þys stórborgarinnar sem aldrei sefur. KOKKURINN, BÓNDINN OG SJÓNVARPSSTJARNAN ÁRNI ÓLAFUR JÓNSSON Sveitakokkurinn úr stórborginni ÁRNI ÓLAFUR HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI AÐ UNDANFÖRNU ENDA ÞÁTTUR HANS, HIÐ BLÓMLEGA BÚ, VAKIÐ VERÐSKULDAÐA ATHYGLI Á STÖÐ 2. ÁRNI FLUTTI TIL ÍSLANDS FRÁ NEW YORK TIL AÐ GERAST BÓNDI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Árni Ólafur segist kunna vel við að vakna við fuglasöng í staðinn fyrir ys og þys stórborgarinnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.