Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013
Matur og drykkir
É
g hef gengið með svona bók í maganum lengi því ég veit fátt
skemmtilegra en að undirbúa veislur og hvers kyns partí. Barna-
afmæli hafa reyndar verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og ég
taldi saman um daginn að ég er líklega búin að halda hátt í 70
barnaafmæli um ævina,“ segir matgæðingurinn Rósa Guðbjartsdóttir.
Rósa hefur skrifað um mat og matargerð síðastliðin 15 ár, meðal ann-
ars fyrir tímaritið Gestgjafann og aðra fjölmiðla og einnig gefið út eina
matreiðslubók. Þá hefur hún ritstýrt fjölda matreiðslubóka fyrir Bóka-
félagið. Nýja bókin hennar heitir einfaldlega Partíréttir en þar gefur hún
uppskriftir að girnilegum réttum sem henta bæði í veislur sem og til dag-
legra nota. Má þar nefna brauðrétti, súpur, kökur, ávaxta- og ísrétti,
drykki og fingrafæði. Hún bauð fjölskyldunni heim í kræsingar.
„Það hefur einkum verið leitað til mín þegar óskað er eftir skrifum um
veislumat, jafnt fyrir litla saumaklúbba sem stærri útskriftarveislur. Við
fáum auðvitað öll gesti annað slagið og sjálf er ég þannig að mig langar
alltaf að prófa eitthvað nýtt. Þessar uppskriftir eiga það kannski sameig-
inlegt að vera fremur auðveldar í undirbúningi, ég vildi hafa þetta þannig
að allir réðu við þetta og ekki þyrfti mikinn undirbúning.“
Rósa lumar á mörgum góðum ráðum fyrir þá sem ætla að fá minni eða
stærri hóp gesta í heimsókn. „Fyrst þarf auðvitað að huga að því hversu
margir eru að koma og þótt mér þykir reyktur lax persónulega mjög góð-
ur er erfiðara að bjóða upp á slíkt ef mjög margir eru væntanlegir. Þá er
gott að huga að aldurssamsetningunni og reyna að bjóða þá upp á eitt-
hvað sem hentar líka yngri kynslóðinni. Ég reyni að hafa alltaf sitt lítið af
hverju þannig að allir finni pottþétt eitthvað sem þeim líkar.“
Rósa segir að það sé auðvelt að flaska á því að ætla að hafa of margar
tegundir á boðstólum. „Það þarf ekki að fara yfir strikið. Einfaldleikinn er
oft góður og mér þykir betra að hafa færri rétti en þá góða á boðstólum.
Þá er efnahagur fólks misjafn og ef fólk er að halda stórar veislur en hef-
ur lítinn tíma og þá er til dæmis mjög sniðugt að elda góða kjúklingasúpu
og hafa einhverja sæta köku á eftir. Það þarf hver að gera það sem hann
ræður við og aðalatriðið er að þetta verði ekkert stress svo fólk geti notið
samverunnar. En það er líka eitt sem er mjög skemmtilegt og það er að
hugsa litina. Það getur gert mjög mikið fyrir heildarútlitið eins og má sjá
á þessu bláa þema sem ég valdi.“
250 g grísk jógúrt, hrein
jógúrt eða sýrður rjómi
2 msk. sítrónusafi
1 agúrka, skræld og skorin
í bita
3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk. ólífuolía
handfylli fersk mynta og/
eða dill
salt og pipar
Hrærið öllu saman og berið
fram með til dæmis grískum
bollum og öðru góðgæti.
Tzatziki-
jógúrtsósa
Rósa veit fátt skemmtilegra en að undirbúa boð, sérstaklega barnaafmæli.
Vinkonurnar Margrét Lovísa Jónasdóttir og Edda Ágústa Björnsdóttir voru ánægðar með partímatinn.
RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR MEÐ NÝJA BÓK
Fjölbreyttir
partíréttir
* „Sjálf er égþannig að miglangar alltaf að prófa
eitthvað nýtt. Þessar
uppskriftir eiga það
kannski sameiginlegt
að vera fremur auð-
veldar í undirbún-
ingi, ég vildi hafa
þetta þannig að allir
réðu við þetta og
ekki þyrfti mikinn
undirbúning.“
RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR MATGÆÐINGUR ER MIKIL
VEISLUKONA OG VEIT FÁTT SKEMMTILEGRA EN AÐ
HALDA BARNAAFMÆLI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Gott er að dýfa smáréttum í ýmiss
konar ídýfur og sósur.
5-30 stk.
500 g lambahakk
1 laukur, smátt saxaður
3 hvítlauksrif, marin
½ -1 msk. kumminduft
1 egg
75 g fetaostur, mulinn
100 g brauðrasp
2 msk. fersk mynta, smátt
niðurskorin
1 msk. lambakrydd, t.d.
1001 nótt frá Pottagöldrum
1 tsk. salt.
Hitið ofninn í 220 gráður.
Blandið öllu saman í skál og bú-
ið til litlar bollur. Raðið þeim á
bökunarplötu sem hefur verið
klædd með bökunarpappír. Bak-
ið í um 15 mínútur, fer eftir
stærð bollanna. Ágætt er að
snúa bollunum einu sinni við
meðan á eldun stendur, en það
er ekki nauðsynlegt.
Grískar bollur