Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 33
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma. Þær hafa verið handsmíðaðar í tæp 70 ár og hvert einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæða- eftirlitið með öllu þessu ristaða brauði. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Brauðristar- gæðaeftirlit Morgunblaðið/Kristinn Sigurgeir Jónasson, Helena Hauksdóttir og Jónas Bjartmar Jónasson átta ára fá sér sitt lítið af hverju. 600 g kjúklingalundir eða bringur 1 dl hveiti salt, pipar og paprikuduft eftir smekk 2 egg 170 g nachosflögur, muldar smátt. Hitið ofninn í 230 gráður. Skerið kjúklingakjötið í hæfilega stóra bita. Kryddið hveitið með salti, pipar og paprikudufti og setjið í skál. Hrærið út egg- in í annarri skál og setjið muldu nachosflög- urnar í þá þriðju. Byrjið á því að velta kjúk- lingabitunum upp úr hveitinu þannig að þeir verði jafnt þaktir. Dýfið þeim síðan of- an í eggjahræruna og látið renna vel af þeim áður en þeim er velt upp úr nachosflög- unum. Raðið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír. Bakið í um 15 mínútur, fer eftir stærð bitanna, aðeins skemur ef þeir eru mjög litlir. Snúið bit- unum við þegar eldunartíminn er hálfnaður þannig að þeir verði jafngylltir báðum meg- in. Stingið pinnum í bitana og berið fram með salsasósu og sýrðum rjóma. Nachos kjúklinganaggar 300 g reyktur lax eða sil- ungur 1 msk. laukur, saxaður (gjarnan skallot- eða graslaukur) 2 msk. sítrónu- eða lím- ónusafi 2-4 msk. grísk jógúrt eða sýrður rjómi salt og sítrónupipar ferskt dill Setjið lax í bitum í mat- vinnsluvél ásamt lauk og maukið vel. Bætið sí- trónusafa út í og þá grískri jógúrt. Kryddið og smakkið til með salti og sítrónupipar. Athugið að magnið af grísku jógúrtinni eða sýrða rjóm- anum fer eftir því hve þykkt þið viljið hafa það. Blandið fersku dilli saman við. Berið fram með niðurskornu fersku grænmeti, kexi eða ristuðu snittubrauði. Laxaídýfa Sykurpúðar í því magni sem óskað er Suðusúkkulaði Skraut, svo sem kókosmjöl Stingið grillpinna í sykurpúða og dýfið þeim í brætt súkkulaði eða Rice Crispies. Látið leka vel af og skreytið að vild með til dæmis kökuskrauti, kók- osmjöli eða Rice Crispies. Súkkulaðihjúpaðir sykurpúðar Rósu finnst einkar smart að bera kök- ur fram í litlum krukkum eða glærum glösum og segir það henta vel í stand- andi partíum þar sem ekki er gert ráð fyrir diskum handa gestum en slíkar kökur séu líka flottar sem eftirréttur. „Fyrst er að byrja að safna krukkum og fá jafnvel aðstoð vina og vanda- manna ef stutt er í næsta partí svo söfnunin gangi hraðar.“ Hér er ein hugmynd að einfaldri krukkuköku. SÚKKULAÐIKAKA MEÐ BANÖNUM súkkulaðikökubotn eða bolla- kökur léttþeyttur rjómi bananar súkkulaðisósa (50 g suðusúkku- laði og 1 msk. rjómi, brætt sam- an) pekanhnetur Skerið hæfilegan bita af súkku- laðikökubotninum eða bollakökunni í hverja krukku. Setjið síðan smá rjóma þar ofan á . Sneiðið banana og raðið ofan á. Stráið grófsöxuðum pekanhnetum þar yfir og aftur rjóma. Hellið súkkulaðisósu yfir að smekk og skreytið með pek- anhnetum. Súkkulaðisósan sem ég geri er brætt súkkulaði hrært saman við rjóma, 1 msk. rjómi á móti hverj- um 50 g af súkkulaði. En auðvitað er hægt að nota hvaða sósu sem er. Kaka í krukku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.