Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 38
*Föt og fylgihlutir Tískuvikan í Rio bar með sér baðföt og berar axlir í bland við kvenlegan glæsileika »40 Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Mamma var mjög hagkvæm þegar ég var lít- il og keypti alltaf föt á útsölu. Það situr svo- lítið í mér að kaupa aldrei dýr föt, en ég lenti reyndar í því að kaupa Kron Kron skó, sem eru ekki þeir ódýrustu – og samkvæmt því sem ég ólst við í Noregi voru það auðvit- að fáránleg kaup. En skórnir eru svo fallegir og góðir að þeir eru hverrar krónu virði. Örugglega bestu kaupin. En þau verstu? Sennilega tennissokkar úr Rúmfatalagernum – einnota drasl. Hvar kaupir þú helst föt? Ef ég kaupi eitthvað er það helst í Centro á Akureyri, þar sem oft eru til skemmtileg föt. Annars sauma ég mest af mínum fötum sjálf. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Það er auðvitað mín eigin búð; Jólabasar Helga og Beate, sem við erum alltaf með í Populus Tremula í Gilinu á Akureyri í desember. Þar seljum við föt, eldsmíðað dót, málverk og margt fleira. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Ég hef aldrei tekið þátt í tískuslysi. Sumum finnst ég reyndar vera tískuslys – en ég við- urkenni það aldrei! Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Aðalmálið er að þau séu falleg og ég vil að fötin séu kvenleg og helst rómantísk. Ég vil hafa þau blómleg, ekki jussuleg eða karlmannleg. Föt eiga að draga fram hin kvenlegu form. Litadýrð eða svarthvítt? Litadýrð. Mér finnst svarthvítt leiðinlegt. Of öruggt. Ég vil taka séns. Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir sumarið? Ég hef ekki séð neitt sérstakt í búðum ennþá, en ég vil eitthvað sem er ekki óléttu- föt! Ég á að eiga eftir mánuð og vil þá kom- ast í falleg, venjuleg föt; aðsniðin, kvenleg föt. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Anna Richardsdóttir spunadansari á Ak- ureyri. Hún er litadýrð. Mjög áberandi kona vegna þess að hún klæðir sig svo skrautlega. Hún þorir og gerir; spyr hvernig sér líður en ekki hvað öðrum finnst. Hún fær plús fyrir það. Áttu þér einhvern uppá- haldsfatahönnuð? Ég man aldrei nöfn og því er enginn einn í uppáhaldi. Ég fer hins vegar stundum í bókabúð og skoða tískublöð, verð fyrir áhrifum frá einhverjum hönnuði og sauma mér svo sjálf föt hérna heima. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég er mjög svag fyrir einu; mig langar rosalega í demantshring og hann á að vera með einum stórum demanti, ekki mörgum litlum. Ég fékk einu sinni lánaðan svoleiðis hring hjá vinkonu minni þegar ég átti afmæli en týndi honum við gegningar í útihúsum, og hélt ég myndi deyja … Ég fór og leitaði og fann hringinn í heyinu; fann nál í heystakki! Það er því sennilega ekkert vit í að kaupa eitthvað svona dýrt fyrst hægt er að týna því. Og ég veit að ég mun líklega aldrei eignast slíkan hring, en það er gaman að langa í hann. Löngunin er skemmtileg! Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár mynd- irðu velja og hvert færirðu? Ég myndi sennilega fara til miðalda, því þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég býst ekki við að finna neinar sérstakar verslanir þar; yrði líklega frekar að finna skraddara. En ég heillast af miðöldum, bæði eru fötin gæðaleg og efnin náttúruleg og lífsstíllinn áhugaverð- ur; til dæmis að hafa ekki sjónvarp og síma. Og ég myndi sennilega vilja búa á Gásum, þar er gott að vera. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Anna Richardsdóttir spunadansari á Akureyri er skrautleg. Morgunblaðið/Kristján Beate dreymir um að eignast hring með einum stórum demanti. Uppáhalds- skór Beate sem hún keypti dýr- um dómum í Kron Kron. BEATE STORMO Föt eiga að draga fram hin kvenlegu form BEATE STORMO FRÁ NOREGI ER LISTAMAÐUR OG BÓNDI Á KRISTNESI Í EYJAFJARÐARSVEIT ÁSAMT HELGA ÞÓRSSYNI EIGINMANNI SÍNUM. HÚN KAUPIR SÉR EINSTAKA SINNUM FÖT EN SAUMAR MEST AF ÞEIM SJÁLF. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Beate Stormo á Kristnesi. Kjóllinn er úr Centro á Akureyri en vestið hannaði og saumaði Helgi eigin- maður hennar úr geita- skinni af heimaræktuðum skepnum. Skinnið var meira að segja sútað heima.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.