Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaBílakaup geta tekið á taugarnar og kaupandi hefur á mismiklum upplýsingum að byggja Bergsteinn Sigurðsson blaðamað- ur rekur heimili í Álfheimunum í Reykjavík ásamt unnustu sinni, þriggja ára dóttur og tólf ára syni sem býr hjá þeim part úr mánuði. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég reyni að eiga alltaf mjólk, ost, egg og safa. Dóttur minni finnst tómatsósa ómissandi og af ein- hverjum ástæðum er alltaf líka til kók en þann djöfladjús drekk ég ekki, heldur konan mín. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Okkur finnst það vel af sér vikið ef við náum að halda okkur á bilinu 20 til 25 þúsund. En það tekst ekki alltaf (kannski sjaldnast). Hvar kaupirðu helst inn til heimilisins? Ég fer í Bónus fyrir helstu nauð- synjavörur fyrir utan ávexti og grænmeti, það kaupi ég í Víði. Kjötborðið í Krónunni er ágætt (sérstaklega þegar maður rekst á folaldakjöt) en fiskmeti vil ég helst fá ferskt og bý svo vel að fiskbúðin Hafberg er í hverfinu. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Í sjálfu sér fátt. Konan mín er listakokkurinn á heimilinu og sér alla möguleikana í hráefnunum í búðinni og á til að „impróvísera“ við innkaupin meðan ég fylgi inn- kaupalistanum. Það er helst í ostabúðum sem ég fell í freistni og reyni þess vegna að halda mig frá þeim. Beikonið í Pylsumeist- aranum í Laugalæk er líka af- bragð. Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Helst með þeirri viðleitni að nota bílinn sem minnst og spara bensín (ég er innan við tíu mínútur að hjóla í vinnuna). Ég hef hins vegar talsvert svigrúm til að taka skipu- lagið við innkaupin fastari tökum. Ég fór að nota Meniga nýlega og vona að það eigi eftir að hjálpa mér að halda mér réttum megin við núllið. Hvað vantar helst á heimilið? Okkur „vantar“ í sjálfu sér ekki neitt en stærri uppþvottavél kæmi sér sannarlega vel. Við eig- um þurrkara en höfum því miður ekki pláss fyrir hann. Það stendur þó til að koma upp þvottaað- stöðu. Eyðir þú í sparnað? Í lögbundinn - og viðbótarlífeyr- issparnað. Skothelt sparnaðarráð Fyrir ungmenni sem eru að stíga sín fyrstu skref á einstigi fjárhags- legs sjálfstæðis: Temdu þér nægju- semi, safnaðu fyrir hlutunum frekar en að taka lán fyrir þeim og taktu aldrei yfirdráttarlán (hvað þá smálán). NEYTANDI VIKUNNAR BERGSTEINN SIGURÐSSON Fellur helst í freistni í ostabúðum Bergsteinn Sigurðsson með dóttur sína Iðunni á göngu um óbyggðir. * Eftir pitsuveislu sitjum við uppimeð stafla af flötum pappakössum í eldhúsinu. Þau sem búa svo vel að hafa sérstaka tunnu undir pappa geta komið kössunum rakleitt þang- að en ef engin er endurvinnslutunn- an eru góð ráð dýr. Ábyrga leiðin er auðvitað að hreinsa allar matarleifar úr kössunum, geyma þá og fara með á næstu endurvinnslustöð um leið og færi gefst. Fyrir óþolinmóða er það ekki sér- lega heillandi leið til að losna við hauginn af borðinu. Þá er gott að vita að allt sem þarf er vatn úr kran- anum og plastpoki. Láttu volgt vatn renna og settu tóman pitsukassa undir bununa. Bylgjupappinn gefur fljótlega eftir og þegar þú hefur rennbleytt allan kass- ann er hægt að rúlla honum upp og brjóta saman. Kassinn verður svo linur að það er hreinlega hægt að vinda úr honum eins og tusku og skella í plastpoka. Á augabragði má koma stórum stafla af pitsukössum fyrir í einum innkaupapoka sem svo fer beint í tunnuna. púkinn Aura- Rennblautir pitsukassar Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) mælir eindregið með því að kaupendur bifreiða fari með bílinn í ástandsskoðun áður en skrifað er undir kaupsamning „til að minnka líkurnar á eftirmálum“. Forsvars- menn Bílagreinasambandsins eru sama sinnis. Sumir bílasalar hvetja fólk ein- dregið til þess að láta skoða bíla, til öryggis, en það er reyndar ekki algilt. Sunnudagsblað Morgun- blaðsins veit um nýlegt dæmi þar sem kaupandi ákvað að fara með notaðan bíl, sem hann hafði áhuga á að kaupa, í ástandsskoðun á verkstæði, þrátt fyrir fullyrðingar bílasalans um að ekkert væri at- hugavert við farartækið. Á verkstæðinu fékk hinn áhuga- sami hins vegar þær upplýsingar að fyrsta verk eftir kaupin væri að fara með bílinn á verkstæði þar sem þyrfti að gera við ákveðna hluti. Það myndi kosta um það bil 120.000 krónur. Hann hætti snar- lega við kaupin. „Við höfum þá skoðun að rétt sé að hvetja fólk til að láta skoða bíl- inn sem það er að spá í að kaupa, hvort sem það er gert hjá ein- hverju fyrirtæki sem býður upp á slíka þjónustu eða fólk leitar ein- faldlega til einhvers sem hefur meira vit á bílum en kaupandinn sjálfur,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins, við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Özur segir fólk fá góða vísbend- ingu um ástand bílsins við slíka skoðun. „Þetta getur margborgað sig til þess að sleppa við kostnað seinna meir. Það koma alltaf upp einhver tilfelli; bílar bila og hvort sem maður hefur keypt nýjan eða notaðan bíl kemur það líklega alltaf jafn mikið á óvart. Varahlutir eru dýrir og því borgar sig fyrir fólk að kynna sér alla þætti bílsins áður en það fjárfestir.“ Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu sem þeim tengist. Sambandinu tilheyra 155 fyrirtæki; almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og aðrir þjónustuað- ilar í bílgreininni. Sambandið ber því í raun hag allra fyrir brjósti. BOÐIÐ UPP Á SÖLUSKOÐUN Á NOTUÐUM BÍLUM Skoðun margborgar sig KAUPANDI AÐ NOTUÐUM BÍL HEFUR OFT TAKMARKAÐAR UPPLÝSINGAR UM ÁSTAND ÞESS SEM HANN LANGAR Í. ÞVÍ ER KAUPENDUM GJARNAN RÁÐLAGT AÐ SETJA SLÍKAN BÍL Í SVOKALLAÐA SÖLUSKOÐUN Á VOTTUÐU VERKSTÆÐI. SLÍK SKOÐUN KOSTAR HINS VEGAR SITT OG MARGIR HAFA EKKI EFNI Á ÞVÍ AÐ FARA MARGAR SLÍKAR FERÐIR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Nauðsynleg sjón! Ráðlegt er að láta skoða notaðan bíl áður en lagt er í fjárfestinguna. Þessi reyndist í mjög góðu lagi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Söluskoðun bifreiða Í söluskoðun er m.a. farið yfir öll skoðun- aratriði sem venjulega eru framkvæmd í aðalskoðun og gerð athugasemd við slit hvort sem það er innan eða utan viðmiðunarmörk Skoðunarhandbókar. Til viðbótar er ástand lakks, ryðvarnar, innréttingar, sæta og fleiri atriða könnuð. Bílnum er einnig reynsluekið. Reynsluakstur, bíll stefnumældur, demp- araprófaður og gerð bremsuprófun.Allir slitfletir skoðaðir i undirvagni, undirvagn skoðaður almennt , ryð og tjón, dekk og felgur skoðað, lakk skemmdir, dældir á yfirbyggingu, innrétting skoðuð - þ.e.a.s. öryggisbelti, mælaborð og sæti, tjakkur og annar búnaður sem á að fylgja bílnum athugað, þjónustubók og athugað hvort reglubundnu viðhaldi hafi verið fylgt. 15% afsláttur til félaga í FÍB 5% afsláttur til FÍB félaga Allt að 10-15 10 ára ára Bíll allt að 2,5 t 10.600 12.200 Bíll 2,5 t - 3,5t 11.400 13.500 Bíll 3,5 - 5 t 12.300 14.500 Fólksbílar og jepplingar 9.700 Jeppar 10.500 Breyttir jeppar 38” og yfir, 11.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.