Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 45
hætti það högg sem nýja ríkisstjórnin telur „heim-
ilin“ hafa orðið fyrir í kjölfar falls bankanna. Þá er
átt við „forsendubrest“ sem orðið hafi hjá þeim sem
skulduðu verðtryggt lán, sem ekki hafi verið „leið-
rétt“ eins og dómstólarnir hafa gert varðandi tiltekin
gengisbundin lán. Að því hefur verið fundið að ekki
sé í sáttmálanum niðurnjörvuð lýsing á því hvernig
þessu verði náð í einstökum atriðum. En ekki var við
neinu slíku að búast. Málið er ekki einfalt og það lýt-
ur þeim lögmálum að ekki verður það rætt opinber-
lega í þaula fyrr en niðurstaða liggur fyrir og full
samstaða er orðin um hana.
Það sést einnig á því sem sagt er um skattamál í
sáttmálanum að vilji stendur til þess að snúa af
ógæfubraut fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. En ekki
verður heldur sagt að þar festi menn auðveldlega
hönd á einstökum atriðum. En að því verður heldur
ekki fundið vilji menn sýna eðlilega sanngirni. Það
hefði raunar mátt jafna því til ábyrgðarleysis að
tíma- og tölusetja skattalækkanir á þessu stigi, um-
fram það sem gert er. En hitt er víst að þessi tvö at-
riði eru mjög tengd stjórnarflokkunum er þeir leggja
sinni skútu úr vör. „Skuldamálin“ hanga um háls
framsóknar og skattamálin á sjálfstæðismönnum.
Þetta voru tvö „stóru málin“ þeirra tveggja. Dálítið
loðið orðalag í stjórnarsáttmála nú breytir engu um
það.
Hvað var sagt er eitt, gert annað
Spor gömlu stjórnarinnar hræða. Vegferð hennar
var vörðuð sviknum fyrirheitum. Ekki aðeins þeim
sem birtust í stjórnarsáttmála, heldur ekki síður
þeim sem flokkarnir sögðust standa fyrir áður en að
honum var komið. Þess vegna er Samfylkingin núna
smáflokkur og Steingrímur flúinn úr formannsstóli
VG og flokkurinn ekki svipur hjá sjón. Orðalag um
Evrópusambandsmál var af einhverjum ástæðum
haft loðnara í sáttmálanum en efna standa til og ekki
hefur staðið á því að fámennishópar, mistengdir
stjórnarflokkunum, séu byrjaðir að hræra í þeim
veikleika. Við því var að búast.
Í stjórnarsáttmálanum segir svo, eins og fyrr er
nefnt: „Með aðgerðum sínum hyggst ríkisstjórnin
einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of
áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum ár-
um.“ Ekkert mál eitt annað en aðildarbröltið hefur
átt jafn ríkan þátt í að ýta undir „pólitíska óvissu“ í
íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Afstaða nær
allra flokksmanna og kjósenda beggja stórnarflokk-
anna og þjóðarinnar er ljós í málinu. Ekki sýnist vit-
urlegt eða nauðsynlegt að viðhalda óvissu að óþörfu.
Það gefur þeim einum færi sem vilja veg þessarar
ríkisstjórnar sem minnstan.
Klukka kjörtímabilsins tifar strax
En eins og vitað er þá eru það ekki eingöngu brigð á
stjórnmálalegum yfirlýsingum sem geta orðið stjórn-
málamönnum og flokkum skeinuhætt þegar þeir
ganga til kosninga á ný. Það sama á við um hvernig
haldið er á slíkum málum. Síðasta ríkisstjórn hafði
þannig vissulega lofað að endurskoða stjórnar-
skrána. Einhverjir myndu halda því fram að það
hefði hún þó svo sannarlega gert. En það gerði hún
ekki. Þess í stað ákvað hún að fram myndi fara ein-
hvers konar bögglauppboð um stjórnarskrána og það
sem út úr því kæmi, hversu sundurtætt og skrítið
sem það yrði, yrði síðan látið búa til heildstæða
stjórnarskrá fyrir þjóðina! Ekki var heil brú í þeirri
nálgun, né í ferlinu sem átti sér stað. Hvorki rík-
isstjórnin né forysta hennar í þinginu veitti nokkra
leiðsögn um í hvaða farveg stjórnarskrárbreytingar
skyldu fara. Næsta sérkennilegur hópur fólks hertók
málið og lét eins og hann væri rétthafi þess og endaði
svo með því að fara í þingframboð með „stjórn-
arskrármálið“ í stafni. Hópurinn talaði hátt í nafni
þjóðarinnar, en náði þó ekki einu sinni fylgi 2,5%
hennar og varð á eftir auðum og ógildum í úrslit-
unum.
Fyrir löngu var ljóst orðið að hefðbundnir stuðn-
ingsmenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki lengur standa
að þessari furðulegu uppákomu um svo mikilvægt
mál. En hinir sömu þorðu þó ekki að hafa sig í
frammi opinberlega, af ótta við hávaðaseggina sem
hrópuðu svo hátt og sögðust gera það í nafni þjóð-
arinnar. Þetta mál varð því til þess, meðal annarra,
að sannfæra kjósendur um að það væri ekki alvöru-
ríkisstjórn í landinu. Það var því hreint formsatriði
að hún færi. Því formsatriði hefur nú loks verið full-
nægt. Það er eitt af vormerkjunum sem gleðja geð
guma núna.
Morgunblaðið/Kristinn
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45