Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Side 49
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Tristan á 16 ára dóttur, sem var tæplega
tveggja vetra þegar Tristan og Stefán hófu
sambúð. Aðlögun fjölskyldunnar að íslensku
samfélagi eftir heimkomuna hefur að sögn
gengið vel. „Mjög vel enda höfum við líka
fundið nýja hluti fyrir okkur að gera, eins
og hugleiðslukennsluna. Í dag finn ég fyrir
svo mikilli ástríðu fyrir því kenna allt sem
ég hef lært – og er enn að læra, því and-
leg vinna tekur aldrei enda. Ég finn að
þetta er eitthvað sem mig langar að byggja
líf mitt í kringum,“ bætir Tristan við.
Kynlífið verður betra
Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt í lífi
hjónanna breyst frá því að þau byrjuðu að
stunda hugleiðslu fyrir 13 árum og því for-
vitnilegt að vita hverjar helstu breyting-
arnar hafi verið að þeirra mati. „Í gegnum
nútímahugleiðslu hef ég gefið hjartanu og
tilfinningunum meiri gaum, meira rými en í
hefðbundnum hugleiðslum, sem hefur hjálp-
að mér gífurlega að skilja betur hvaða
manneskju ég hef að geyma – og ekki síst,
hvenær ég bregst við af tilfinningasemi
sem undirliggjandi byggist venjulega á ótta.
Með því að sjá og verða meðvitaður um
hegðun mína er auðveldara að breyta hegð-
un minni í átt að kærleiksríkari hegðun.
Við það má bæta að þegar við stundum
jóga og hugleiðslu, þá stundum við Stefán
betra kynlíf,“ segir Tristan á léttum nótum
og hlær. Stefán Árni glottir og bætir við:
„Við vorum að grínast með það á leiðinni
hingað að það gæti verið helsta sölutrikkið
okkar, en málið er samt að það er alveg
satt.
Fyrir mitt leyti er frekar auðvelt að
horfa á síðastliðin 13 ár ævi minnar, hugsa
út í hvað ég fengið mikið út úr þeim og
segja það sjálfkrafa allt hugleiðslunni að
þakka, en það er ekki endilega sanngjarnt.
Ég vil sem sagt ekki vera með nein gylli-
boð um að hugleiðsla sé endilega ávísun á
frábært líf, en hún hefur allavega virkað
fyrir mig. Hún hefur aukið sjálfsmeðvitund
mína og með aukinni meðvitund finn ég að
ég er betri maður og hef þar af leiðandi
meira til að gefa af mér.“
Af þeim orðum má mögulega draga þá
ályktun að hjónin Stefán Árni og Tristan
séu orðin hluti af hópi „furðufuglanna“ sem
Stefán hræddist og heillaðist af í senn fyrir
þrettán árum og þegar blaðamaður ber það
undir hann svarar hann brosandi: „Já, það
má örugglega segja það – og ég er alveg
sáttur við það,“ við jákvæðar undirtektir
Tristans.
ndað
rslu
da.
Morgunblaðið/RAX
* Við það má bætaað þegar viðstundum jóga og hug-
leiðslu, þá stundum við
Stefán betra kynlíf…
„Myndin sem ég held að fólk hafi venjulega af
hugleiðslu er þessi dæmigerða sena þar sem
einstaklingur situr með lokuð augun og reynir
að tæma hugann. Staðreyndin er samt sú að
það er eiginlega ekki framkvæmanlegt. Trikkið
er að láta hugsanirnar ekki hafa áhrif á þig, að
sjá að hugsanirnar eru ekki hver þú ert. Hug-
leiðsla gengur út á það að skoða sjálfan sig,
taka sig aðeins út úr hugsunum sínum, horfa á
það sem maður er að hugsa og skilja að það er
einhver meðvitund utan hugsunarinnar,“ segir
Stefán Árni þegar hann er beðinn um að lýsa út
á hvað hugleiðsla gengur í grófum dráttum.
Að sögn Stefáns og Tristan byggist hug-
leiðslan sem kennd verður á námskeiðinu End-
urnýjun og vöxtur, svokölluð nútímahugleiðsla
(e. Modern-Day Meditation), á fjórum skref-
um. Það fyrsta snýst um að opna um hjartað og
losa um tilfinningar, sem er gert með aðstoð
ýmissar tónlistar. Það næsta gengur út á að
róa hugann og tilfinningar og leyfa öllum hugs-
unum að fljóta hjá án þess að hafa áhrif. Þriðja
skrefið er einkennandi fyrir þessa tegund hug-
leiðslu og byggist á því að velta tiltekinni
spurningu eða einstöku vandamáli fyrir sér í
algjöru jafnvægi, án þess að láta tilfinningar
hafa áhrif. Að lokum snýst fjórða skrefið um að
koma því sem kom í ljós í hugleiðslunni í fram-
kvæmd.
Út á hvað gengur
hugleiðsla?
www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
Mikið úrval. Vistvæn mál,
bakkar, diskar, hnífapör o.fl.
Einnota vörur fyrir veisluna
Verð frá
779kr.
Pappadiskar einnota, 23 cm, 100 stk. í pakka – Verð 779 kr.
Hampi diskur pálma, 310x180 mm, 25 stk. í pakka – Verð 2.529 kr.