Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Page 53
26.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Lokasýning á leikritinu Hvörf verður í Kúlu Þjóð- leikhússins á laugardags- kvöld. Óhætt er að hvetja áhugafólk um skapandi leikhús til að missa ekki af metnaðarfullri sýning- unni sem byggist á Geifinnsmálinu. 2 37 listamenn frá smáríkjum Evrópu eiga verk á sýning- unni „Hugræn landakort“ sem er framlag Listasafns Ís- lands til Listahátíðar í Reykjavík. Bjargey Ólafsdóttir er einn lista- mannanna og á sunnudag klukkan 14 mun hún ganga um sýninguna með gestum og fjalla um verkin. 4 Birgir Haraldsson, rokk- söngvarinn oft kenndur við Gildruna, leiðir rokksveitina Gullfoss sem leikur víðkunna rokksmelli á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi á laugardagskvöld. Þraut- reyndir spilarar manna allar stöður. 5 Í tilefni þess að báðum sýn- ingunum í Hönnunarsafni Ís- lands, „Innlit í Glit“ og „Nor- ræn hönnun í dag“ er að ljúka, verður leiðsögn um þær á sunnudag kl. 14. Inga Ragnarsdóttir myndlistarmaður mun fjalla um leir- brennsluna Glit en Sigurður Gúst- afsson segir frá verkum sínum á sýn- ingunni með norrænni hönnun. 3 Nýtt forvitnilegt dansverk, Dansaðu fyrir mig, verður frumflutt í Sláturhúsinu á Eg- ilsstöðum á laugardagskvöld klukkan 20. Höfundar eru Brogan Davison, Ármann Einarsson og Pétur Ármannsson. MÆLT MEÐ 1 Þarna verða bæði þekktir og óþekktireinstaklingar. Við reynum að dragafram einstaklinga sem hafa ekki verið inni í umræðunni eins og Poka-Siggu sem flakkaði um landið og seldi varning og Magn- ús sálarháska sem vildi sem minnst vinna en var engu að síður hamhleypa til verka þegar sá gállinn var á honum,“ segir Ólafur Eng- ilbertsson, sýningarstjóri Þjóðarbókhlöðunnar um sýninguna Utangarðs? sem opnuð verður í dag. Hún er hluti af Listahátíð Reykjavíkur en verður opin til 30. september. Utangarðs? fjallar um utangarðs- og föru- fólk frá seinni hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar. Hún byggist á heimildum sem til eru í Landsbókasafni og gefur innsýn í líf einstaklinga sem ekki pössuðu inn í það samfélag sem þeir fæddust í. Fyrir utan minna þekkt fólk bregður inn á milli fyrir mönnum eins og Sölva Helgasyni, Gvendi dúllara og fleirum sem eru þekktari í sög- unni. Ólafur segir að margt af utangarðsfólkinu hafi séð sér farborða með ýmsum störfum eins og að smíða, bera vatn eða gera ýmislegt annað sem þörf var á. Aðrir höfðu tekjur af sérgáfum sem þeir þróuðu með sér, eins og Halldór Hómer sem fór milli bæja á Austurlandi og skemmti fólki með leikþáttum. Fyrir vikið hafi fólkið komist upp með að ferðast á milli staða. „Markmiðið með sýningunni er líka að sýna fram á hvernig þjóðfélagið breyttist á þessum tíma, sérstaklega um aldamótin 1900 þegar til dæmis vatnsberar misstu sín störf. Til dæmis Sæfinnur með sextán skó sem vann eins og fleiri fyrir sér við vatnsburð, og störf fleira utangarðsfólks féllu niður, en á móti kemur að samfélagið studdi betur við þá sem voru utanveltu,“ segir Ólafur. Mikið magn handrita og skjala sem varð- veitt eru á handritasafni og tengjast ut- angarðsfólki á einhvern hátt verður til sýnis. Auk þess verða þar ljósmyndir frá Ljós- myndasafni Reykjavíkur og gamlar Íslands- myndir sem varðveittar eru á Landsbókasafn- inu. Þar á meðal eru ljósmyndir sem gefnar voru út á póstkortum sem hafa verið notuð og sýnd víða undanfarin ár. Þá hefur Halldór Baldursson teiknað myndir af mörgu því fólki sem ekki eru til myndir af. „Annars er þetta fyrst og fremst sýning um einstaklinga sem af mismunandi ástæðum pössuðu ekki inn í gamla sveitasamfélagið, einstaklinga sem fengu frekar andrými með þeim breytingum sem urðu á síðari hluta 19. aldar með aukinni þéttbýlismyndun,“ segir Ólafur. kjartan@mbl.is SUMARSÝNING Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI Utangarðsmenn á Listahátíð UTANGARÐSFÓLK Á ÍSLANDI ER EFNIVIÐUR SÝNINGAR SEM OPNUÐ VERÐUR Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI. Gvendur dúllari er einn af þeim sem bregður fyrir á sýningunni Utangarðs? á Listahátíð. þetta varðaði var mínimalisminn svo heillandi þegar hann kom fram, að vissu leyti sem andsvar við á köflum yfirgengilegri tilfinningaseminni í amerískri abstraktlist. Vissulega á frásagnarkennd list sinn sess en þetta eru þó alltaf sögur. Kannski landslag og fólk á vatnsbakka og þau eru að fara út í vatnið; allir vita hvað þau gera þegar þau koma aftur upp úr! Fólk skilur söguna um leið og það lítur á verkið. Kosturinn við mínimalismann er að hann fær mann til að hugsa; það sem gerist gerist í huganum á þeim sem horfir og þar er tekið að færa hlutina í áhugavert samhengi meðan maður horfir.“ Hann þagnar og bætir svo við: „Ef það er talað of mikið um þessar upplifanir þá óttast ég oft að við drepum sumar tilfinn- inganna sem kvikna við upplifunina og hugs- unina. Það er best að fólk horfi bara og segi, aha! Nú skil ég …“ Hann hlær. Kramarsky segir að á þeim tíma þegar hann byrjaði að safna myndlist af alvöru hafi fæstir þeirra listamanna sem hann hafði mestan áhuga á, verið á mála hjá galleríum eða verið farnir að sýna í söfnum og þekkt- ari sölum. Flest verkanna keypti hann því af þeim milliliðalaust í vinnustofunum. Og hann hreifst af grunnmiðlinum, teikningunni. „Það er svo ánægjulegt að safna verkum sem maður getur verið í milliliðalausu sam- bandi við, haldið á, fundið áferðina og rýnt í,“ segir hann og grípur út í loftið fyrir fram- an sig, eins og hann haldi á pappírsörk. „Sýningastjórar og forverðir eru oft ósátt- ir við mig þegar ég tala við gesti á sýning- unum og tek niður verkin sem ég er að sýna, og hvet fólk til að halda á þeim og rýna í smáatriðin með nefið uppi við glerið. Maður fær svo mikið út úr því að rýna í teikningar. Þá er í senn hægt að einbeita sér að stökum atriðum og fá tilfinningu fyrir sambandi hinna ólíku þátta verksins. Það má sjá hvernig blýanturinn eða penninn hefur verið dreginn eftir blaðinu,“ segir hann og geislar af síkvikum áhuga hins ástríðufulla safnara. „Allar teikningar í mínu safni eru þar vegna þess að ég hafði áhuga á ferlinu, hvernig þær urðu til,“ segir hann loks. Þegar verkin á sýningunni voru tekin upp í Hafnarborg rýndu listfræðingurinn Kári Rannversson, forvörðurinn Rannver Hann- esson og Rachel Nackman sýningarstjóri í teikningar eftir hinn heimskunna bandaríska myndlistarmann Jasper Johns. Morgunblaðið/Kristinn Wynn Kramarsky segir teikningar iðulega vera persónulegustu myndverkin. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.