Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2013, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2013 BÓK VIKUNNAR Leonardo DiCaprio fer með hlutverk Gatsby í nýrri kvikmynd eftir hinni frægu sögu F. Scott Fitzger- ald. Náið ykkur í íslensku þýðinguna á frábærri bók. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Bókaútgáfa í litlu landi er örugglega ekki auðveld og því er vert að þakka öllum þeim sem leggja hana fyrir sig. Auðvitað er æskilegast að fjölbreytnin í bókaút- gáfu sé sem mest en það er ekki hægt að skammast mikið yfir því að íslenskir út- gefendur veðji á glæpasögur. Metsölu- listar sýnar einfaldlega að þær bækur eru mest keyptar og skila mestum gróða. Reyndar á þetta líka við erlendis, þar raða glæpasögur sér snyrtilega á met- sölulista. Ég man eftir litlu forlagi Hávallaút- gáfunni sem var rekið af hugsjón og gaf úr klassísk verk í kilju. Þar á meðal voru verk eftir Tolstoj, Túrgenev, Gogol og Thomas Mann ásamt ýmsu öðru góð- gæti. Því miður hefur ekkert frést af því litla en metnaðarfulla forlagi í nokkurn tíma. Þess er sárt sakn- að. Bókaforlagið Ugla er annað lítið forlag sem heldur áfram að berjast á bókamarkaðnum og sýnir metnað sem mað- ur getur því miður ekki ímyndað sér að borgi sig. Ugla sendir nú frá sér í kilju margrómaða sögu Nathanael West, Ungfrú einmana sem er grimm og meinfyndin saga. Þetta litla útgáfufyrirtæki hefur áður gefið út þýðingar á verkum öndvegishöfunda eins og F.S. Fitzgerald, Muriel Spark og George Eliot svo örfá nöfn séu nefnd. Þarna er vel að verki staðið. Forlagið, stærsta bókaforlag á Íslandi, hefur sent frá sér klassísk verk í fallegum útgáfum, eins Ferðir Gullivers, Gleði- leikinn guðdómlega eftir Dante og nú síðast Emmu eftir Jane Austen. Unn- endur góðra bóka hljóta að þakka inni- lega fyrir þessa veglegu útgáfu og óska þess að ríkulegt framhald verði á henni. Það er mikilvægt að styrkja þýðingar á erlendum gæðabókum eins og mögulegt er. Nú berast þau góðu tíðindi að Atli Magnússon hafi hlotið þýðingarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta til að þýða Mrs. Dalloway eftir Virginiu Woolf og Rúnar Helgi Vignisson styrk til að þýða As I Lay Dying eftir William Faulkner en Rúnar Helgi þýddi á sínum tíma Ljós í ágúst eftir Faulkner, snilld- arverk sem unun var að lesa í góðri þýð- ingu. Nú bíður maður eftir næstu þýð- ingu Rúnars Helga á Faulkner. Orðanna hljóðan METN- AÐUR Á BÓKA- MARKAÐI Rúnar Helgi Vignisson Ungfrú einmana D rekinn er ný íslensk spennu- saga eftir Sverri Berg sem hefur fengið ágæta dóma gagnrýnenda, en hún er fyrsta bók hans. Þegar Sverr- ir er spurður af hverju hann hafi ákveðið að skrifa spennusögu segir hann: „Ég les tölu- vert og mikið af spennusögum og hef lengi haft áhuga á skriftum, fór árið 2002 á nám- skeið í ritlist og skrifaði smásögur en gerði ekkert meira með þær. Fyrir rúmu ári fékk ég þá hugmynd að kanna hvort ég gæti komið hugmynd að spennusögu í form og þegar verkið var komið nokkuð á veg fannst mér ekki annað hægt en að klára söguna. Þetta er nokkuð óhefðbundin spennusaga að því leyti að hún fjallar ekki beint um glæpi. Mér fannst umhverfið sem við búum í bjóða upp á ótrúlega fína umgjörð fyrir spennu- sögu.“ Drekinn gerist á vormánuðum 2013, þegar íslenskt samfélag er enn að fást við eftirmál bankahrunsins. Þegar forstjóri Einarshafnar, eins elsta og stöndugasta fyrirtækis landsins, finnst látinn við Knarrarósvita bendir ekkert til annars en að hann hafi fyrirfarið sér. Fljótlega eftir lát forstjórans kemur í ljós að staða fyrirtækisins er allt önnur en áður var talið. Það kemur í hlut Brynjars, viðskipta- fræðings hjá ráðgjafarfyrirtæki í Reykjavík, að rannsaka málið. Á sama tíma ríkir mikil eftirvænting í þjóðfélaginu vegna fyrirhug- aðrar olíuleitar á Drekasvæðinu. Athafna- maðurinn Olgeir Ragnarsson er nýkominn heim eftir langa dvöl í útlöndum og kynnir nýstárlegar hugmyndir sínar um endurreisn landsins og fjárfestingu sem á sér ekki hlið- stæðu í Íslandssögunni. Bandarískur vog- unarsjóður sýnir óvæntan áhuga á umsvifum Olgeirs og Brynjar sogast inn í atburðarás þar sem líf og tilvera venjulegs fólks er skiptimynt í miskunnarlausu valdatafli. „Þetta er ekki löggusaga, þannig að ég fylgi ekki þeirri formúlu,“ segir Sverrir. „Að- alpersónan Brynjar hefur enga áberandi bresti, er hvorki drykkfelldur né geðvondur. Lögreglan kemur við sögu varðandi ákveðna hluti en er ekki í forgrunni. Að því leyti er þetta óhefðbundin íslensk spennusaga.“ Sverrir sem stundaði viðskipti um árabil og rak fjölda verslana er spurður hvort hann sæki fyrirmyndir og hugmyndir þaðan. „Ég er að reyna að segja skemmtilega sögu sem ég hefði áhuga á að lesa sjálfur,“ segir hann. „Mér finnst margt í íslensku umhverfi í dag gefa færi á að búa til spennandi og skemmti- legar kringumstæður og persónur. Ég hef kynnst mörgu og mörgum í gegnum við- skiptareynslu mína og nýti mér það. Ég vona að það gefi persónunum og sögunni aukinn trúverðugleika.“ Þú segist lesa mikið af spennusögum. Hvaða höfundar eru í uppáhaldi? „Ég les nánst allt sem kemur út í spennu- geiranum hér á landi. Minn eftirlætis- spennusagnahöfundur er Árni Þórarinsson. Hann er skemmtilegur og hefur góðan húm- or. Svo verð ég auðvitað að nefna Arnald Indriðason. Ég les bækur eftir John Gris- ham mér til ánægju og bíð alltaf spenntur eftir bókum Jeffrey Archer sem ég hef sér- stakt dálæti á.“ Ætlarðu að skrifa meira? „Mig langar til að gera meira af þessu og er byrjaður á nýrri bók. Hún er á svipuðum nótum og Drekinn og gerist á Seyðisfirði. Það er erfitt að segja frá henni án þess að gefa upp of mikið. Þannig að ég segi ekki meira að sinni.“ ÁRNI ÞÓRARINSSON ER UPPÁHALDSSPENNUSAGNAHÖFUNDUR SVERRIS BERG Óhefðbundin spennusaga „Ég hef kynnst mörgu og mörgum í gegnum viðskiptareynslu mína og nýti mér það. Ég vona að það gefi persónunum og sögunni aukinn trúverðugleika,“ segir Sverrir Berg. Morgunblaðið/Styrmir Kári SVERRIR BERG SENDIR FRÁ SÉR FYRSTU SPENNUSÖGU SÍNA OG ER BYRJAÐUR AÐ SKRIFA AÐRA BÓK. Ég gat lengi vel nefnt uppáhaldshöfunda. Núna er ég hætt slíkri flokkun, enda löngu búin að gera mér grein fyrir hvað ég á mikið ólesið. Ég heillast af einum í dag og öðrum á morgun og er hin ánægðasta með fjöllyndið. Upp á síðkastið hef ég fengið áhuga á sagn- fræði. Líklega fylgir það hækkandi aldri. Einhvern veginn æxlaðist það þannig að ég las margar bæk- ur um síðari heimsstyrjöldina á sama tíma. Bæði um atburði langt í burtu, eins og orrustuna um Stalíngrad, en líka um Ísland á stríðsárunum. Það eru ekki nema örfáir mánuðir frá því að ég las Banality of Evil eftir Hönnu Arendt og varð töluvert pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki gert það fyrr. Saga Veru Hertzsch um liðin jól féll vel að þessu áhugamáli. Mér finnst líka sérlega gaman að lesa góðar sagnfræðilegar skáldsögur. Öreigarnir frá Lodz var jólabókin mín 2011, jafn ömurleg lesning og hún var í raun. Þótt síðari heimsstyrjöldin hafi sótt svona að mér þá finnst mér ekki síðra að fara enn lengra aftur í tímann. Snilldarbókin Ariasman er einhver besta sögulega skáldsaga sem ég hef lesið í háa herrans tíð. Dásamleg sending, Finninn Tapio Koivukari, sem skrifaði þá rammíslensku bók. Núna er að renna upp sá tími þegar sagnfræði og fagurbók- menntir fá hvíld. Sumarið er tími krimmanna og ég uppgötvaði mér til mikillar ánægju um daginn að ég á eftir að lesa þrjár bæk- ur eftir Jo Nesbø. Um leið og hlýnar dálítið kem ég þeim í hús. Í UPPÁHALDI RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR UPPLÝSINGAFULLTRÚI Ragnhildur Sverrisdóttir hefur gaman af sagnfræði og fagurbókmenntum en segir sumarið vera tíma krimmanna. Morgunblaðið/Ómar Ariasman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.