Morgunblaðið - 04.06.2013, Page 19

Morgunblaðið - 04.06.2013, Page 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Á síðasta ári nam kortavelta er- lendra ferðamanna vegna kaupa í verslunum hér á landi 13,7 milljörð- um króna. Af þeirri upphæð var 2,7 milljörðum varið til kaupa í fata- verslunum, sem er um 13% af heild- arveltu íslenskra sérverslana með föt á síðasta ári. Líklegt er að aðal- lega sé um að ræða íslenskan útivist- arfatnað. Þetta kemur fram í tölum Rann- sóknarseturs verslunarinnar sem birtir nú í fyrsta sinn greiðslukorta- veltu íslenskra og erlendra ferða- manna hér á landi, flokkaða eftir teg- undum verslana og þjónustu. Í frétt frá Rannsóknarsetrinu kemur fram að erlend kortavelta í ís- lenskri dagvöruverslun var um 2,3 milljarðar króna í fyrra. Þá greiddu erlendir ferðamenn með kortum sín- um í tollfrjálsri verslun, eða Fríhöfn- inni, fyrir um 1,4 milljarða eða litlu lægri upphæð en þá sem var varið til gjafa- og minjagripaverslunar, eða um 1,8 milljarða. Stærsti liður erlendrar kortaveltu var í flokknum gistiþjónusta eða lið- lega 14,4 milljarðar. Þá var velta ým- issar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferða, veiði- leyfa o.fl.) 8,7 milljarðar, 7,6 millj- arðar til veitingahúsa og 4,3 millj- arðar til bílaleigna. Nánar á mbl.is. 14,4 milljarðar í gistingu  Erlendir ferðamenn greiddu með kortum í fyrra 2,7 milljarða fyrir fatnað  Þeir eyddu 13,7 milljörðum í verslunum  4,3 milljarðar komu í hlut bílaleigna Vöxtur Tekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum vaxa ár frá ári. Morgunblaðið/Golli Skotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem e lska hönnun H önnuður:M arcelW anders C eram ica B ardelli ● Sameinuðu ar- abísku fursta- dæmin tilkynntu í gær að þau hygð- ust sameina ál- fyrirtækin Em- irates Aluminium (Emal) og Dubai Aluminium (Du- bal) undir nafn- inu Emirates Glo- bal Aluminium. Með sameiningunni verður til fimmta stærsta álfyrirtæki heims með heildar- eignir upp á 15 milljarða Bandaríkja- dala. Emal er að auka framleiðslu sína upp í 1,3 milljónir tonna, en Dubal framleiðir um eina milljón tonna á ári. Mikil upp- bygging hefur verið í áliðnaðinum á þessum slóðum, samkvæmt frétt AFP. Til samanburðar er samanlögð fram- leiðslugeta álveranna þriggja á Íslandi um átta hundruð þúsund tonn á ári. Fimmta stærsta álfyrir- tæki heims verður til Dubaí Burj Khalifa, hæsta bygging heims. Norska flug- félagið Norwegi- an hefur hafið beint flug til New York frá Garde- moen-flugvelli við Ósló. Fyrsta flugið var farið sl. fimmtudag og um leið kynnti félagið áform sín um að hefja beint flug frá Stokkhólmi til New York nk. föstudag. Á laug- ardag hefur Norwegian einnig beint flug frá Ósló til Asíu, þar sem áfangastaðurinn er Bangkok í Taí- landi. Norwegian er annað stærsta flug- félagið á Norðurlöndum og þriðja stærsta lággjalda flugfélagið í Evr- ópu, og í örum vexti. Í fréttatilkynn- ingu frá félaginu kemur fram að fé- lagið reki 73 flugvélar og sé með 280 vélar í pöntun. Þar af eru átta Boeing 787 Dreamliner, og verða þrjár slíkar afhentar á þessu ári. Beint flug frá Ósló til NY Af þeim tíu viðskiptateymum sem tóku þátt í Startup Reykjavík 2012 hafa fimm fengið styrk frá Tækni- þróunarsjóði. Þar með hafa öll Startup Reykjavík-fyrirtæki sem sóttu um hjá sjóðnum fengið styrk og nemur heildarupphæð styrk- vilyrða sem fyrirtækin hafa fengið frá sjóðnum 135 milljónum króna, samkvæmt fréttatilkynningu frá Arion banka. Fyrirtækið Skyhook ehf. með vöruna mymxlog fékk nýverið verkefnastyrk að upphæð 45 millj- ónir króna, þ.e. 15 milljónir króna á ári í þrjú ár. Hin fyrirtækin sem fengið hafa styrkjavilyrði frá Tækniþróunar- sjóði eru WhenGone, Designing reality, Eskitech og Cloud eng- ineering. Þar til viðbótar hafði fyrirtækið Guitarparty fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði áður en það var valið til þátttöku í Star- tup Reykjavík 2012. Á Startup Iceland-ráðstefnunni í Hörpu í dag verður tilkynnt hvaða teymi munu taka þátt í Startup Reykjavík 2013, sem stendur yfir frá 18. júní til 23. ágúst, sam- kvæmt því sem fram kemur í til- kynningu. Styrkir upp á 135 milljónir til fimm Startup-fyrirtækja Stofnendur Gísli Haukur, Jón Grétar og Guðrún, stofnendur mymxlog.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.