Morgunblaðið - 04.06.2013, Page 23

Morgunblaðið - 04.06.2013, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Músin kætist í kór Nokkrir af bestu barna- og unglingakórum landsins komu saman í Eldborgarsal Hörpu í gær til að taka þátt í nýjasta ævintýrinu um músina Maxímús Músíkús. Kórarnir hafa undirbúið tónlist sem verður hljóðrituð með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir geisladisk sem á að fylgja fjórðu bókinni um músina, Maxímús Músíkús kætist í kór. Kristinn Löngum hefur verið bent á að Íslendingar eigi góða og vel menntaða lækna. Læknar hafa líka sjálfir verið ósparir á að minna á þessa stað- reynd og að margir læknar hafi lokið sér- námi á bestu stöðum vestan hafs og austan. Þó að nokkur fækkun hafi orðið á læknum á Íslandi frá efnahagshruni er vart hægt að segja annað en að við búum allvel hvað fjölda lækna varðar í sam- anburði við aðrar vestrænar þjóðir. Það er þó eitt í íslenskri læknis- þjónustu sem sker sig úr í sam- anburði við þær þjóðir. Hér þykir ekki tiltökumál þótt læknanemar, sem ekki eru búnir með nema hluta af sínu námi, leysi lækna af. Fyrir lækna hefur þetta skapað viss þæg- indi því það auðveldar þeim að komast í frí. Að sama skapi er þetta ágætis lausn fyrir heilbrigðisstofn- anir því hún sparar fé, alla vega til skamms tíma. Not- endur þjónustunnar hafa enn lítið tjáð sig um þetta mál. Um síðustu áramót tóku gildi lög um heil- brigðisstarfsmenn. Til- gangur laganna er að skilgreina kröfur um menntun, kunnáttu og færni heilbrigðisstarfs- manna og starfshætti þeirra. Á sama tíma féllu læknalög úr gildi. Ýmsum þótti það mið- ur og töldu að læknar hefðu sérstöðu meðal hinna fjöl- mörgu heilbrigðisstétta og rétt væri að árétta sérstaklega ábyrgð lækna og skyldur. Löggjafinn tók ekki tillit til slíkra athugasemda. Á einum stað í lögunum er þó getið um sérstöðu lækna og er það í 11. grein laganna. Þar er sérákvæði að um að landlækni sé heimilt að veita þeim sem lokið hafa fjórða árs námi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis tímabundið starfs- leyfi til að sinna tilgreindum lækn- isstörfum. Engin önnur hinna 32 heilbrigðisstétta sem heyrir undir lögin býr við slíkt ákvæði. Með nýjum lögum um heilbrigðisstarfsmenn verða sem sagt engar breytingar á þessu fyr- irkomulagi. Læknanemar starfa enn í héruðum sem fullgildir læknar og á sumrin og á stórhátíð- um byggja stóru heilbrigðisstofn- anirnar þjónustu sína að miklu leyti á læknanemum í stöðum almennra lækna. Núverandi staða er hvorki til sóma fyrir lækna né heilbrigð- isyfirvöld og er alls óásættanleg fyrir sjúklinga. Mér er ekki kunnugt um að slík vinnubrögð viðgangist í öðrum starfsgreinum á Íslandi. Laganem- ar ganga vart í störf lögmanna, guðfræðinemar í störf presta eða verkfræðinemar í störf verkfræð- inga. Vart er þó hægt að segja að læknisstarfið sé einfaldara og þurfi minni undirbúning. Þetta kallar á umræðu um hvar ábyrgð liggi og hver réttindi sjúklinga séu. Guðbjarti Hannessyni, fyrrver- andi velferðarráðherra, var ítrekað bent á þessa ambögu. Lagt var til að komið yrði á sérstökum náms- stöðum læknanema, bæði á sjúkra- húsum og innan heilsugæslunnar. Með námsstöðum er átt við stöður þar sem læknanemar á síðari stig- um námsins starfa undir eftirliti og á ábyrgð lækna, en eru ekki í afleysingastöðum. Einnig var bent á að ráðuneytið yrði að beita sér fyrir bættri umgjörð varðandi af- leysingar lækna. Guðbjartur og ráðuneyti hans gerðu ekkert í mál- inu og læknar hafa áfram þessa furðulegu sérstöðu meðal heilbrigð- isstétta. Hvernig ætli nýr heilbrigðis- málaráðherra taki á þessum mál- um? Eftir Friðbjörn Sigurðsson »Hér þykir ekki til- tökumál þótt lækna- nemar, sem ekki eru búnir með nema hluta af sínu námi, leysi lækna af. Friðbjörn Sigurðsson Höfundur er læknir. Sérstaða íslenskrar læknisþjónustu Morgunblaðið/Ásdís Á sumrin og á stórhátíðum byggja heilbrigðisstofnanir þjónustu sína að miklu leyti á læknanemum í stöðum almennra lækna, segir höfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.