Morgunblaðið - 04.06.2013, Side 26

Morgunblaðið - 04.06.2013, Side 26
26 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 ✝ Ólafur Alex-ander Ólafsson, alltaf kallaður Alli, fæddist í Lækj- arkoti í Borgarfirði 27. janúar 1931. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 28. maí 2013. Foreldrar hans voru Valgerður Kaprasíusardóttir, f. 1904, d. 1942, og Ólafur Magn- ússon, f. 1907, d. 1993. Stjúpmóð- ir Helga Guðmundsdóttir, f. 1907, d. 1995. Systir Alla er Katrín, f. 1932, og hálfsystur eru Sólveig, f. 1946, og María, f. 1954. Alli kvæntist 13. október 1953 Maríu Gísladóttur, f. 1. desember 1930, d. 2. janúar 1994. Börn þeirra eru 1) Gísli Örvar, f. 1953, maki Mar- grét Árnadóttir, f. 1953, d. 2011, börn þeirra eru Steinar Freyr, f. 1976, Rúnar Bogi, f. 1982, og Kristín Ýr, f. 1993. 2) Valgerður Björk, f. 1955, maki Reynir Jó- hannsson, f. 1953, börn þeirra eru Dagmar Heiða, f. 1978, Daní- el Helgi, f. 1981, og Íris Björk, f. Alli hitti ástina sína, hana Möllu, í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll en árið 1953 stóðu þau á stofugólfinu hjá prestinum og létu lofa sig saman eins og hann sagði sjálfur frá. Alli var málarameistari og starfaði sem sjálfstæður atvinnu- rekandi og var oft með nema og marga menn í vinnu. Þegar hann byggði húsið í Sæviðarsundi þá ákvað hann að læra að múra til þess að geta múrað húsið sitt sjálfur og tók meistarapróf í þeirri iðn. Þegar Malla lést árið 1994 ákvað hann að hætta að vera sjálfstæður og fór þá að vinna hjá Byggingardeild Reykjavíkur og starfaði þar þangað til hann varð sjötugur. Hann var mikill áhuga- maður í golfi og var alla tíð í Golf- klúbbi Ness, fór hann í golfferðir til útlanda á hverju ári og stund- um oft á ári og hann hefur unnið til margra verðlauna. Hann var í landsliði eldri kylfinga og var einnig meðlimur í Einherja- klúbbnum fyrir holu í höggi. Á sínum yngri árum spilaði hann badminton. Alli fór á hverjum degi út á golfvöll allt árið um kring ef ekki til að spila golf þá til að hitta, spjalla og ganga með vinum sínum en einnig stundaði hann líkamsrækt. Útför Ólafs fer fram frá Nes- kirkju í dag, 4. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 13. 1989. 3) Helga Hrönn, f. 1958, maki Roger Gustafsson, f. 1957, börn þeirra eru Maria Kristina, f. 1985, Anna Kat- arina, f. 1987 og Lena Karin El- isabeth, f. 1990. 4) Hulda Sjöfn, f. 1962, maki Ólafur Sturla, f. 1962, börn þeirra eru Kristján, f. 1987, Ólafur Alexander, f. 1988, og Lilja Ósk, f. 1992. 5) Ólafur Örn, f. 1971. Langafabörnin eru 5. Alli flutti til Akraness þegar hann var tveggja ára og bjó þar til níu ára aldurs en þá flutti hann með föður sínum til Lambastaða á Seltjarnarnesi en Katrín systir hans flutti til móðursystur sinnar vegna veikinda móður þeirra. Eftir langa sjúkralegu missti Alli móður sína við ellefu ára aldur og voru það erfiðir tímar fyrir hann og Katrínu þar sem þau voru að- skilin í tvö ár en þau sameinuðust aftur þegar Ólafur faðir þeirra keypti hús á Grettisgötu ásamt móðursystur þeirra. Ein af mínum sætari minning- um sem krakki eru tímar sem ég eyddi í Sæviðarsundi þar sem amma og afi bjuggu til lengri tíma. Þar var ávallt kátt á hjalla og mikið var um manninn þegar gesti bar að garði. Þar ólst ég upp að vissu leyti mín fyrstu ár. Það voru afi og amma sem kynntu mig fyrir golfinu og aftur varð ekki snúið. Ég gleymi ekki þeim fjór- um sumrum sem ég var meðlimur NES golfklúbbsins og spilaði með þeim fleiri hringi en ég get talið. NES klúbburinn, verð ég að segja, voru höfuðstöðvar hans afa. Ef þig vantaði að ná tali af honum þá var án undantekninga hægt að nálgast hann þar, því þar var hann öllum þeim stundum sem hann gat og jafnvel meira en það. Golfari af lífi og sál. Ég segi með stolti að ég hef aldrei unnið afa í golfi. Þó ég hafi ekki eytt gríðarlegum tíma með afa síðast- liðin ár þá á ég nokkrar minning- ar af honum sem seint munu gleymast og tvær af þeim eru vinnu tengdar. Það var þegar fjöl- skyldan mín var að byggja verk- stæðið uppá Kletthálsi þá sá afi um að mála húsið að innan. Þetta var árið 2004 og ég og afi vorum staddir í fábrotinni körfu sem sit- ur ofan á lyftaratönnum í 9 metra hæð. Afi ákveður að stíga uppá handriðið á körfunni með öðrum fæti og hélt sér með vinstri hendi við vegginn til að bletta aðeins á stað sem enginn hefði vitað um (fagmaðurinn að verki) og ég hugsaði með mér „Er maðurinn búinn að glata sér?“. Þetta var óðs manns æði og ég ungviðið nötraði og skalf af ótta við að eitthvað myndi fara úrskeiðis. En nei, afi kláraði verkið án þess að svitna. Annarri eins færni og kjark hafði ég ekki orðið vitni að og það af manni sem var löngu kominn á eftirlaun. Fjórum árum seinna voru foreldrar mínir að stækka bústaðinn sinn og ég, faðir minn, afi og frændi vorum að hlaða grjóti á gaflinn, staddir í stillans í ca 8 metra hæð og þá ákveður afi að endurtaka leikinn og teygir sig yfir að veggnum með annan fót- inn á vaggandi stillans og aðra höndina sér til stuðnings til að festa grjótið. Þá hugsaði ég með mér „Jæja, 4 árum eldri en síðast, sami háskaleikurinn og ennþá meiri dugnaður“. Þetta verður ekki auðveldlega leikið eftir, það var töggur í kallinum. Hans verð- ur sárt saknað. Eiginmaður – fað- ir – fagmaður – golfari – afi. Steinar Freyr Gíslason. Elsku afi, nú ert þú búinn að kveðja þennan heim og kominn til ömmu. Eins og Embla María, langafabarn þitt, sagði þá ert þú orðinn engill og hvílir á hvítu skýi. Við erum afar þakklát fyrir að hafa kynnst þér svona vel. Við höfum alltaf verið mikið í kring- um þig og átt margar góðar stundir saman. Fyrir nokkrum árum tók Íris við þig viðtal fyrir skólaverkefni og fékk þannig að kynnast þínum uppvaxtarárum. Þetta er Írisi mjög minnisstætt og augljóst að þú hafðir einnig mjög gaman af. Á síðustu árum heimsótti Daníel þig oft og horfði með þér á fótbolta. Ekki má gleyma ófáum símtölum þar sem sjónvarpið var að stríða þér og Daníel kom þér til aðstoðar. Það var virkilega gaman að sjá hvað langafabörnin gáfu þér mikið og hvað þeim fannst gaman að hitta þig. Þau komu oft til þín og sett- ust í fangið á þér og þú áttir það til að gantast aðeins við þau. Það er okkur mjög minnisstætt þegar Embla María kom til þín eins og hálfs árs gömul með bleyju og rétti þér hana, lagðist á gólfið fyr- ir framan þig og bað þig um að skipta á sér. Það var yndislegt að sjá þegar þú stóðst yfir henni og skiptir á henni, enda ekki á hverj- um degi sem maður sér langafa skipta á barni. Við systurnar og foreldrar okk- ar fórum oft með þér á tónleika með Karlakór Reykjavíkur fyrir jólin og áttum þar góðar stundir saman. Við munum ekki gleyma jólunum þegar við vorum krakkar og þú þóttist vera töframaður. Vakti það mikla lukku hjá okkur systkinum. Við komum til með að sakna þín á jólunum enda höfum við verið saman flest jól frá því við munum eftir okkur. Hver á að fela möndluna í grautnum nú þegar þú ert farinn? Þó svo aldurinn væri farinn að færast yfir þig þá varst þú aldrei gamall í okkar augum. Þú varst hraustur og duglegur og sast ekki auðum höndum heima við. Hátt á áttræðisaldri tókstu t.d. að þér að flota og mála kjallara í blokkinni þar sem Dagmar bjó en ekki myndu allir ráðast í slíkt á þess- um aldri. Þú varst duglegur að hreyfa þig enda stundaðir þú lík- amsrækt og fórst daglega út á golfvöll til þess að spila golf eða ganga hring. Elsku afi, við munum sakna þín mikið. Dagmar, Daníel og Íris. Ólafur A. Ólafsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, alltaf þegar við komum til Íslands, þá hugs- aðir þú alltaf um að við hefðum það sem allra best. Við vorum alltaf velkomnar til þín og þú vildir ganga úr rúmi fyrir okkur, en við þurftum að neyða þig til að sofa í þínu eigin rúmi. Þeg- ar við vorum hjá þér, þá keyrðir þú okkur út um allt og varst tilbúinn að gera allt fyrir okkur. Þó að við séum ekki góðar í íslensku þá skildum við samt alltaf hvort annað. Síðast þegar við vorum á Íslandi, þá voru kærastar okkar með og þá naust þú þess að vera með okkur og við með þér. Við vitum að amma bíður eftir þér. Þú ert alltaf í hjörtum okkar. Maria, Anna og Lena. Stefnuyfirlýs- ing ríkisstjórnar Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugs- sonar var birt 22. maí 2013. Þar er meðal annars fjallað um efnahags- vanda heim- ilanna, sem staf- aði af gengisfalli flotkrónunnar og verðbólgu sem óhjákvæmilega fylgdi í kjölfarið. Þær hugmyndir sem fram koma í stjórnarsáttmál- anum til lausnar vandanum eru ekki trúverðugar og vafa- samt er að þær séu að óbreyttu nothæfar. Að minnsta kosti er ekki fjallað um þá leið sem menn munu að lokum neyðast til að fara. Þetta er leið fastgengis, fyrst upptaka erlends gjaldmiðils, sem hægt er að gera strax og síðar stofnun myntráðs með erlendan gjaldmiðil sem stoð- mynt. Í stjórnarsáttmálanum er talað um tvær meginleiðir, það er að segja að „beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum“. Ljóst má vera, að höfunda skortir tiltrú á að þessar tvær aðgerðir dugi, því að opnað er á þann möguleika „að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð“. Höfundar hafa fylgt sáttmál- anum eftir með munnlegum útskýringum. Nokkuð ljóst er því orðið, hvaða hugmyndir þeir hafa til lausnar á efna- hagsvanda heimilanna. Í sátt- málanum segir: „Í ljósi þess að verð- tryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármála- fyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabú- anna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín, rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda banka- starfsemi.“ Flotkrónan er móðir eignabrunans Athygli vekur, að ekki er rétt farið með ástæður skulda- vandans. Geng- isfalls flotkrón- unnar er að engu getið, en vísað er til áhættusækni fjármálafyr- irtækja. Einnig er ekki traust- vekjandi að tala um að svigrúm muni „að öllum líkindum“ mynd- ast samhliða uppgjöri þrotabúanna. Þá er fjallað rangt um tilgang neyðarlaganna, sem höfðu tvíþættan tilgang. Annars vegar að forða erlend- um innistæðutrygg- ingasjóðum og ríkissjóði Bret- lands frá tjóni. Hins vegar að heimila stofnun ríkisbanka til að viðhalda starfsemi banka- kerfisins. Að lokum nefnir sáttmálinn leiðréttingarsjóð- inn: „Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðrétting- arsjóð til að ná markmiðum sínum.“ Því er haldið fram, að meg- inleiðirnar – niðurfærsla höf- uðstóls og skattalegar aðgerð- ir – kunni að verða seinfarnar. Sérstakur leiðréttingarsjóður geti brúað það tímabil sem kunni að líða, þangað til meg- inleiðirnar skili árangri. Leið- réttingarsjóðurinn byggist á hugmynd sem nefnd hefur verið „magnbundin íhlutun“ (quantitative easing) og fjallar um kaup seðlabanka á verð- bréfum, án þess að hafa til þess alvöru peninga. Menn þekkja þessa aðferð frá bankahruninu, þegar Seðla- bankinn keypti af bönkunum mikið magn skuldabréfa sem ganga undir nafninu „ást- arbréf“. Fyrirætlunin virðist vera að Seðlabankinn prenti flotkrón- ur, sem notaðar verða til að greiða hrægömmunum fyrir stökkbreytt skuldabréf hús- eigenda. Hrægammarnir verða auðvitað himinlifandi, að fá í hendur flotkrónur – vænt- anlega með ábyrgð ríkissjóðs – fyrir skuldabréf sem öruggt er að munu ekki innheimtast að fullu. Eins og allir vita er flotkrónan sýndarpeningur (fiat money), en með rík- isábyrgð og hugsanlega geng- istryggingu verður hún alvöru peningur (real money). Flotkrónan getur líka ver- ið gagnlegt veiðarfæri Það sem vantar í þær hug- myndir sem settar eru fram í stjórnarsáttmálanum er að- ferð til að knýja hrægammana til að láta af hendi þau verð- mæti sem þeir hafa til umráða. Eina færa leiðin að því marki er að taka upp fastgengi og það verður að vera alvöru fast- gengi. Ekki dugar að taka upp gengistyllingu undir stjórn Seðlabankans. Már Guð- mundsson bankastjóri notar orðið „mjúkt-fastgengi“ yfir gengistyllingu, en hvað sem fyrirkomulagið er nefnt þá er það afbrigði af flotgengi. Samtímis því að fastgengi er tekið upp, þarf að gera öll- um skylt að skila þeim gjald- eyri sem þeir ráða yfir, hræ- gömmum jafnt og öðrum. Fastgengi er komið á með upptöku alþjóðlegs gjaldmið- ils, til dæmis Kanadadals. Seðlabankinn annast skipti á flotkrónum og gjaldeyri, á fyr- irfram ákveðnu gengi og eftir reglum sem takmarka hversu mikið hver einstaklingur fær skipt. Fyrirtæki mæta af- gangi, en einungis er skipt þeim flotkrónum sem fram- vísað er og alls ekki er skipt á gjaldeyri og skuldabréfum. Heimilt verður að nota flotkrónuna áfram, en gengi hennar og hugsanleg skipti ríkisins á flotkrónum og gjald- eyri ráðast af efnahags- ástæðum. Þann hagnað sem af þeim skiptum leiðir er hægt að nota til margvíslegra nota, meðal annars til að lækka skuldir heimilanna. Hræ- gammarnir munu ekki semja um afskriftir krónueigna, nema þeir verði fastir í neti flotkrónunnar. Það er barna- skapur að halda, að þeir muni blikna við hótanir einar. Upp- töku fastgengis er hægt að gera á viku og um leið er snjó- hengjan horfin sem dögg fyrir sólu. Þarfir hagkerfisins verða að ganga fyrir og því liggur ekkert á, að öllum krónueign- um verði skipt fyrir alvöru pening. Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson » Þær hugmyndir sem fram koma í stjórnarsáttmál- anum til lausnar vandanum eru ekki trúverðugar og að óbreyttu er vafa- samt að þær séu nothæfar. Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í félaginu Samstaða þjóðar. Ríkisstjórnin er á villi- götum með efnahags- vanda heimilanna Þegar við komum til þeirra hjóna Sig- rúnar og Magnúsar, hvort sem var heim til þeirra eða á Grund, var vinarþelið mikið og áhuginn á námi, starfi okkar og lífi einlæg- ur. Þó minni Sigrúnar væri að mestu farið síðast þegar ég leit til hennar í vor þá var hún jafn Sigrún Jónsdóttir ✝ Sigrún Jóns-dóttir fæddist í Borgarfirði 12. febrúar 1918. Hún lést í Reykjavík 14. maí 2013. Útför Sigrúnar fór fram frá Krists- kirkju, Landakoti, 27. maí 2013. elskuleg við mig og hún hafði ávallt ver- ið, hún strauk mér um vangann og við héldumst í hendur, spjölluðum saman og hlógum. Svona man ég Sigrúnu, glaða og góða, bæði við mig og börnin mín frá upphafi okk- ar kynna, fyrir rúm- um 20 árum. Hafi hún þökk fyrir elskusemi og alúð alla tíð. Við vottum börnum, barnabörnum og öðrum aðstand- endum Sigrúnar samúð. Ásdís Magnúsdóttir, Ágúst R. Glad og Vigdís M. Glad. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birt- ir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. - með morgunkaffinu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.