Morgunblaðið - 04.06.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.06.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Elsku Björg eða mamma eins og ég kallaði þig stundum. Við mæðgur erum ekki alveg að trúa því að hún Björg okkar sé farin. Mömmu fannst alltaf svo gam- an að fá þig í heimsókn, sérstak- lega þegar þú komst óvænt, þá var mamma alltaf með samvisku- bit yfir draslinu og þá man ég að þú sagðir alltaf: Guðný mín, ég er komin til þess að heimsækja þig en ekki draslið hjá þér. Þá hló mamma og samviskubitið hvarf. Mömmu fannst svo gaman að taka þig með vestur á Snæfells- nes verslunarmannahelgina 2007, hún naut þess í botn að sýna þér Snæfellsnesið, langaði Björg Sigurðardóttir ✝ Björg Sigurð-ardóttir fædd- ist á Seyðisfirði 5. febrúar 1965. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 27. maí 2013. Útför Bjargar fór fram frá Seyð- isfjarðarkirkju 1. júní 2013. alltaf að fara aftur með þér til að sýna þér meira því þú varst svo skemmti- legur ferðafélagi, þið höfðuð alltaf nóg til þess að tala um, gátuð bullað helling og langt frameftir. Eitt er það sem ég mun aldrei gleyma, hvað þér fannst gaman að prjóna, ég á peysu og vettlinga eftir þig sem ég er mjög þakklát fyrir að hafa eignast, ég dáðist að því þegar þið mamma sátuð saman inni í stofu hjá mömmu, mamma hekl- aði og þú prjónaðir, þið voruð báðar eins og vélar, töluðuð hell- ing en handavinnan ykkar sat ekkert á hakanum fyrir því. Við Þóra vorum mjög fegnar að hafa kynnt ykkur fyrir hvor annarri, því þið veittuð hvor annarri svo mikinn félagsskap og pössuðuð svo vel saman og gátum við fjór- ar brallað margt saman. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku Björg, og þakka þér fyrir allt. Elsku bestu Þorsteinn, Þrúð- ur, Tóti, Hjörtur Einar, Erla Rós, Þóra mín, Dóri, Nanna Björg og Ragnar, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Minning þín lifir, elsku Björg. Elínrós. Elsku vinkona. Ég man þegar við fórum vest- ur á Snæfellsnes á fallegum sum- ardegi, við fórum fjórar saman á mínum bíl og við tvær skiptumst á að keyra, við stoppuðum við Vegamót, Búðir og Arnarstapa þar sem þér fannst þú vera kom- in heim því það minnti þig á Borgarfjörð eystri, svo fórum við á Hellna, stoppuðum þar á bíla- plani og þú horfðir yfir fjöruna og sást hvað þetta var allt falleg- t,ég horfði á þig, sá hvað þú varst hissa. Vá, hvað það er fallegt að sjá hellinn þarna, „mikið er þetta allt fallegt,“ sagðir þú. Dagverðará var næsti áfanga- staður þar sem frænka mín tók vel á móti okkur, við fengum að gista í gamalli rútu sem hennar fjölskylda átti, eyddum kvöldinu í bústaðnum hjá frænku minni, þar var sungið og spilað. Elínrós, Sigga og fleiri sungu, þér fannst þetta voðalega gaman. Næsta dag fórum við að Mal- arrifi í vitann á sýningu með verkum Þórðar Halldórssonar frænda frá Dagverðará, þar voru teikningar eftir mig af Þórði. Þegar við vorum búnar að skoða sýninguna þá fórum við að Djúpalónssandi og fórum svo áfram hringinn í kringum Snæ- fellsnes og fórum svo aftur að Dagverðará um kvöldið. Svo einn daginn hringdir þú í mig og sagðir mér að þú værir búin að ná þér í mann sem ég ætti að þekkja, „ha?“ sagði ég og spurði svo hver það væri, „hann heitir Þorsteinn og átti heima í sömu götu og þú,“ og ég var allt- af að hugsa og hugsa hver þetta væri. Svo einn daginn þá komst þú, Björg mín, í heimsókn til mín og með hann Þorstein þinn með þér og auðvitað þekkti ég hann um leið, hann og ég vorum leik- félagar þegar við vorum krakk- ar. Mikið var ég hissa að hann Þorsteinn væri búinn að ná sér í hana Björgu vinkonu. Elsku Björg mín, ég þakka fyrir það að dætur okkar hafi kynnst í menntaskóla og að þær hafi kynnt okkur fyrir hvor ann- arri. Elsku Þorsteinn, Þrúður, Þóra og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innstu samúðar- kveðjur á sorgarstund sem þess- ari og um leið þakka ég þér, Björg mín, fyrir samfylgdina, við sjáumst aftur hinumegin hjá englunum. Minning þín lifir. Þín vinkona, Guðný S. Þorgilsdóttir. ✝ Guðjón Eiríks-son fæddist í Reykjavík 29. júní 1922. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 21. maí 2013. Hann var sonur hjónanna Eiríks Jónssonar skó- smiðs, f. 18. janúar 1878, d. 20. desem- ber 1966, og Ingibjargar Jóns- dóttur húsmóður, f. 10. október 1893, d. 29. desember 1978. Systir Guðjóns og dóttir Eiríks og fyrri eiginkonu hans var Regína, f. 11. maí 1914, d. 13. júní 1943. Guðjón kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Rannveigu Þor- steinsdóttur, hinn 20. desember 1945. Synir þeirra eru: 1) Sæv- ar, f. 1.6. 1947, giftur Ásrúnu Ellertsdóttur, synir þeirra eru a) Ómar Gísli, giftur Lindu Ósk Þórmundsdóttur, þau eiga einn son, b) Erling Ingi, giftur Lönu Vogestad, c) Helgi Rúnar, giftur Huldu Björk Guð- mundsdóttur, þau eiga þrjá syni. 2) Úlfar, f. 25. maí 1950, giftur Marie Fourier. Hann á tvær dætur af fyrra hjónabandi, a) Sig- rún í sambúð með Wallace Watson, hún á tvo syni af fyrra hjónabandi, b) Drífa, í sambúð með Richard Rich- ardssyni, hún á þrjár dætur og einn son af fyrra hjónabandi. 3) Guðjón Þór, f. 12. september 1955, giftur Önnu Jakobínu Hilmarsdóttur. Hann á einn son, a) Davíð Örn, giftur Mariu Gud- jonsson. Guðjón ólst upp á Njálsgöt- unni í Reykjavík, lauk námi við Austurbæjarskóla og starfaði allan sinn starfsferil hjá Hita- veitu Reykjavíkur. Útför Guðjóns fór fram frá Fossvogskapellu 31. maí 2013. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast afa Guðjóns sem nú hefur kvatt okkur. Upp í hugann koma minningar um ótelj- andi sumarbústaðarferðir í ævin- týraland afa og ömmu í Grímsnes- inu þar sem ýmislegt var brallað. Þar var alltaf nóg um að vera fyrir börn á öllum aldri, leikið allan dag- inn, sparkað í bolta, fuglaskoðun, smíðuð sverð, byssur, virki og svo að aðstoða afa við gerð praktískra hluta eins og skýli fyrir gróður. Afi kenndi okkur handtökin við að gróðursetja og hlúa að trjám enda var skógrækt eitt af hans að- aláhugamálum. Í landi afa og ömmu er í dag orðinn myndarleg- ur skógur sem er minnisvarði um dugnað þeirra og eljusemi við ræktun. Sannkallaður töfraheim- ur sem synir okkar njóta með okk- ur í dag. Á langri ævi upplifði afi margt og hafði frá mörgu að segja. Yfir mergjuðum kaffisopa í Akurgerð- inu var hægt að heyra sögur af járnbraut í Öskjuhlíðinni, sigling- um í stríðinu ásamt sögum af skemmtilegu samferðafólki. Hann hafði skemmtilegan frásagnarstíl sem varð til þess að Kjarval gat orðið ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum okkar. Afi Guðjón var gegnheill heið- ursmaður, hörkuduglegur en hafði samt alltaf tíma fyrir fjöl- skylduna. Einstaklega barngóður og hvers manns hugljúfi. Hann bjó lengst af heima í Akurgerðinu og þegar amma veiktist tók hann við keflinu og gerði þeim mögu- legt að búa áfram heima þar til undir það síðasta. Hann var stolt- ur af fólkinu sínu og fylgdist vel með því hvað hver og einn hafði fyrir stafni. Afi hafði stórt hjarta og það var fallegt að sjá hve heitt hann elsk- aði ömmu. Þegar veikindi aðskildi þau var einstaklega hugljúft að sjá hvernig lifnaði yfir afa þegar hann sá elskuna sína. Nú hefur afi fengið langþráða hvíld eftir langa og farsæla ævi. Minning hans mun lifa með okkur áfram um ókomna tíð. Við þökkum þér, elsku afi, fyrir alla þá hlýju, kærleika og tíma sem þú gafst okkur. Það er nokk- uð sem við munum búa að alla ævi. Blessuð sé minning þín. Elsku amma, við sendum þér okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þig og varðveita. Ómar, Erling og Helgi. Guðjón Eiríksson Við kynntumst þegar ég flutti í Kópavoginn haustið 1974. Þar kom ég inn í níu ára bekk í Kársnesskóla en þar voru fyrir nokkrir strákar í meira lagi fjörugir og uppá- tækjasamir. Ási var stærstur og heilum haus hærri en ég á þess- um árum. Okkur varð fljótlega vel til vina og saman brölluðum við ýmislegt. Að smíða túttu- byssur var eitt af okkar frábæru uppátækjum. Sumar urðu ótrú- lega kraftmiklar og fengu gróð- urhús heldri borgara heldur bet- ur að finna fyrir þeim. Íkveikjuárátta okkar var líka nokkuð mögnuð. Það dugðu ekki eldspýtur heldur stálum við olíu af bílnum hans pabba til að hafa þetta almennilegt. Við skiptumst á að sjúga olíuna af tankinum á bílnum en þú vildir helst sjúga olíuna upp í þig og spýta henni svo í brúsann frekar en að láta leka úr slöngunni. Svo kyngdirðu nokkrum sopum og sagðir að þetta væri nú bara gott á bragð- ið. Daginn eftir varst þú kominn inn á spítala með botnlangakast. Þú varst ægilega aumur í mag- anum eftir aðgerðina og máttir helst ekki hlæja svo við strák- arnir skiptumst á að fara til þín og segja þér brandara og láta þig engjast um í blöndu af hlátri og magakvölum. Svona liðu árin og uppátækin hættu að vera prakk- arastrik og urðu skipulagðari. Eftir grunnskóla skildi leiðir og ævintýraþráin dró okkur báða Ársæll Snorrason ✝ Ársæll Snorra-son fæddist í Reykjavík 28. jan- úar 1965. Hann lést í Ósló 2. maí 2013. Sálumessa fór fram frá Landa- kotskirkju. til útlanda. Fyrst mig til Ítalíu og svo þig til Ameríku. Þegar við hittumst aftur eftir Amer- íkudvölina fann ég að heimur þinn var orðinn mun harðari en minn. Ég var enn í skóla en þú löngu kominn á sjó- inn og þegar þú varst í landi skemmtir þú þér eins og þér ein- um var lagið. Þú varst alltaf tilbúinn að ganga skrefi lengra og ef það mistókst fórstu bara að hlæja og hélst áfram að gera til- raunir. Þessar tilraunir leiddu þig á endanum djúpt inn í undir- heima mannlífsins. Ég fór að búa, flutti út á land og missti allt samband við þig. Þú varst er- lendis í nokkur ár en þegar þú komst heim mæltum við okkur mót og spjölluðum um það sem á daga okkar hafði drifið. Það var svolítið skrítið eftir öll þessi ár og margt var breytt. Við hitt- umst nokkrum sinnum á tveggja ára tímabili þegar ég kom í bæ- inn og fengum okkur í glas. Síð- ast þegar við hittumst varst þú hættur að drekka svo við fórum bara út að borða og svo skutlaði ég þér á AA-fund. Þú sagðist vera nýr maður og ætlaðir að taka nýja stefnu í lífinu. Nokkr- um vikum seinna frétti ég að þú hefðir komist í kast við lögin og sætir inni. Í þetta skiptið fékkstu langan dóm. Ég þorði ekki að hafa samband við þig þar sem þú varst kominn svo djúpt í undir- heima mannlífsins. Skipulagðir fundir okkar urðu því ekki fleiri en við hittumst á förnum vegi eftir að þú losnaðir út og skipt- umst á kveðjum. Það voru þó frekar yfirborðskenndar kveðjur því við þekktum hvorugur heim hins. Hvað sem því líður átt þú allt- af stað í huga mínum og hjarta. Ég mun minnast þín sem glað- lynda prakkarans sem var til í allt og alltaf til í að ganga skrefi lengra, bara til að prófa. Elsku Snorri, Steina, Jónsi og Ína, megi Guð veita ykkur styrk og huggun á þessum erfiðu tím- um. Eggert Björgvinsson (Eddi). Ástríki faðir friðar forskulduð mýktu gjöld. Sól gengna senn til viðar sýnir hið dimma kvöld. Væg beinum vegalúnum, vog rauna sig lini; dugvana á daglínu dettur nóttin köld. (Jón Þorláksson) Sólin settist og nóttin varð dimm daginn sem lífsljós Dalla frænda slokknaði. Lífsljós sem veitti svo mikla birtu og yl að heimarnir skjálfa í hrolli þegar það lýsir ekki lengur. Eina hugg- unin er að einhvers staðar í eilífð- inni, meðal áður genginna ást- vina, lýsir það upp minninguna um makalaust ljúfmenni, sem ávallt mun búa í hug okkar og hjarta. Dalli var hvers manns hugljúfi. Ekki það að hann væri iðulega sammála síðasta ræðumanni, þvert á móti, því enginn var nokk- urn tíma efins um skoðanir hans, heldur hitt að hann var merkis- beri þeirrar listar sem felst í því að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, sama hversu ósammála hann kynni að vera þeim. Aðeins stórmenni búa yfir slíkum eigin- leika. Hann gerði þannig engan greinarmun á böldnum brókar- lalla, háttvísum hnátum eða heldri borgurum er hann hentist inn um gættina á æskuheimili okkar og tilkynnti: „Hér kemur Óli D. og allt hans fé!“ Kannski kom það okkur á óvart hversu mikill æringi þessi snyrtilegi og annars virðulegi frændi okkar var. Með spaug- semi og jákvæða lífssýn að vopni skemmti hann okkur bæði norð- an og sunnan fjalla. Það var aldr- ei broddur í spauginu sem oftar en ekki beindist að honum sjálf- um. Hann hló aldrei að fólki, hann hló með fólki. En það var máske lífssýn hans sem smitaði mest. Óhefðbundin lífssýn sem fékk Óli D. Friðbjörnsson ✝ Óli D. Frið-björnsson fæddist í Hrísey 29. nóvember 1930. Hann lést á FSA 15. maí 2013. Útför Óla fór fram frá Akur- eyrarkirkju 27. maí 2013. hann til að lesa Andr- és Önd og Jón Helga- son jafnmikið. Fékk hann til að skipta sér jafnmikið af stjórn- málum og fótbolta, sérstaklega þegar Manchester United spilaði. Fékk hann til að kenna okkur að drekka kaffi úr glasi á tímum þegar máva- stell var ómissandi hluti hvers menningarheimilis. Auðvitað var lífið ekki eilífur dans á rósum fyrir hann, frekar en aðrar manneskjur. Erfiðleik- ana vildi hann þó aldrei dvelja við og aðspurður um eigin líðan svar- aði hann iðulega: „Eins og engill í olíubuxum!“ Þetta er kannski besta dæmið um samspil já- kvæðni hans og gamansemi og þarf vart að tíunda hvílík áhrif slík afstaða hefur á ungar sálir og annað fordómalaust fólk. Nú er engillinn kominn í olíu- buxurnar sínar einhvers staðar þarna inni í eilífðinni, hvar hann situr og hlær til okkar, með ást okkar og væntumþykju í olíu- buxnavasanum. Elsku Hulda, Jói, Björg, Allý og fjölskyldur, megi minningin um öll brosin, hláturinn og um- hyggjuna ylja ykkur á erfiðri stund. Helga, Björg, Barði, Dúna og fjölskyldur. Sárt er að sjá á bak góðum dreng og góðum vin. Óli D. var einn slíkur, við unnum lengi sam- an á Akureyri. Fyrst kynntist ég honum á tímum Kröfluvirkjunar, er hann hóf störf á skrifstofu virkjunarinnar. Þá var tími mik- illa umbrota bæði af völdum nátt- úruafla og óvæginna úrtölu- manna. Gott var þá grænum verkfræðingnum að eiga styrkan og ötulan skrifstofustjóra sér við hlið. Óli var mér meira en góður samstarfsmaður; við urðum góðir vinir. Enda var Óli einstakt ljúf- menni, broshýr og skapgóður. Starfið við Kröfluvirkjun var mjög vandasamt og leitaði ég oft ráða hjá Óla, hann þekkti innviði viðskiptalífsins mjög vel og reyndist mér græningjanum þekking hans ómissandi. Margs er að minnast frá þess- um tíma, en mætast er mér að minnast örlætis og vinsemdar Óla og Huldu konu hans. Óli var mikill og ötull stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisflokksins og þar samrýmdust lífsviðhorf okkar vel. Frá ýmsu mætti greina hér um samskipti okkar Óla, en ég læt það vera. Með Óla D. kveðjum við ein- stakan mann, góðan dreng, hjartahlýjan vin og starfsfélaga. Við færum Huldu konu hans og fjölskyldu hans allri einlægar samúðarkveðjur. Við biðjum að góður Guð lini sársauka ykkar af missinum og minnum jafnframt á að hann lifir til eilífðar í hjörtum ykkar fjöl- skyldu hans og okkar samstarfs- manna hans og vina, þótt hann nú sé horfinn á vit nýrra ævintýra. Guð gefi ykkur frið. Inger og Einar Tjörvi Elíasson. Haraldur Holti Líndal ✝ HaraldurHolti Líndal fæddist á Holta- stöðum í Langa- dal, Engihlíð- arhreppi í Austur-- Húnavatnssýslu 20. nóvember 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blöndu- ósi 27. maí 2013. Útför Holta fór fram frá Holta- staðakirkju 1. júní 2013. Höfundur: Jón P. Líndal Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.