Morgunblaðið - 04.06.2013, Side 39

Morgunblaðið - 04.06.2013, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2013 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í nýrri þáttaröð sem hefur göngu sína á Rás 1 á ellefta tímanum í dag rekja þeir Vernharður Linnet og Hreinn Valdi- marsson djass- sögu Íslands frá árinu 1919 til loka seinni heimsstyrj- aldarinnar. Ekki hefur verið fjallað um þennan þátt íslenskrar tónlist- arsögu og segir Vernharður hann hafa legið að mestu í glatkist- unni því nær allir íslenskir djassleik- arar sem nú eru þekktir komu til sög- unnar eftir seinna stríð. „Þetta er afskaplega áhugavert tímabil,“ segir Vernharður. Umsjón- armennirninr hafa verið að afla heim- ilda og efnis um langt árabil. „Við Hreinn vorum byrjaðir að safna efninu hvor í sínu horninu, ég í viðtölum og sagnfræði og hann að finna tónlistina á plötum og böndum. Við lögðum síðan kraftana saman fyrir um fimmtán árum en þetta hef- ur gengið hægt, enda verið áhugamál með öllu öðru.“ Saga að hverfa Vernharður segist hafa áttað sig á því þegar Gunnar Ormslev saxófón- leikari lést árið 1981 að þarna væri merkileg saga að hverfa. „Ég fór þá að safna viðtölum við elstu djassleikarana, sem komu fram eftir stríð, og náði þeim nær öllum. Vilhjálmur Guðjónsson klarinettu- leikari var dáinn en ég ræddi við bróður hans, Kjartan Guðjónsson listmálara. Ég byggi mikið á þessum viðtölum í þáttunum.“ Talsvert er til af upptökum með þeirri kynslóð djassmanna sem kom fram á eftirstríðsárunum en hins vegar er ekki vitað um margar upp- tökur með íslenskum spilurum frá millistríðs- og stríðsárunum. „Af ekta íslenskum djassi eru til tvö lög frá 1943, með Danshljómsveit Þóris Jónssonar sem var þá „Borg- arbandið“ á Hótel Borg.“ Frásögnin í þáttunum hefst í Kan- ada er íslensk djasshljómsveit vinnur djasskeppni þar í landi. Þá er rakin saga tónlistarmanna á borð við Poul Otto Bernburg, fiðlara og hljómsveit- arstjóra, sem var miðpunktur ry- þmískar tónlistar á Íslandi á þriðja áratug aldarinnar og píanistans Reynis Gíslasonar, sem spilaði með fremstu djasshljómsveitum Dan- merkur á svipuðum tíma. „Reynir var vinur Guðjóns í Lax- nesi og Halldór Laxness sonur hans segir frá honum. Reynir flýði Ísland árið 1919, enda ekkert að hafa hér, fór til Danmerkur og komst í aðal dans- og djasshljómsveit Dana. Hann hlýtur að hafa verið sleipur,“ segir Vernharður og bætir við að stór hluti þeirrar tónlistar sem gekk milli stríða undir nafninu djass hafi verið djassskotin danstónlist með sveiflu. Og hann segir frá fleiri merkum mönnum, eins og hinum vestur- íslenska Páli Dalmann sem árið 1938 tók við danshljómsveitinni á Borg- inni. Hótel Borg kemur mikið við sögu sem lýkur þegar Íslendingar eru komnir í öll aðalhlutverk í djass- skotinni tónlist hér, menn á borð við Svein Ólafsson, Vilhjálm Guðjónsson, Jóhannes Eggertsson, Þóri Jónsson og Bjarna Böðvarsson. „Þetta er afskaplega áhugavert tímabil“  Djasssaga Íslands frá 1919 til stríðsloka á Rás 1 Vernharður Linnet Frumkvöðlar Í lok þáttanna eru Íslendingar í aðalhlutverkum, þar á meðal Bjarni Böðvarsson, Sveinn Ólafsson og Þorvaldur Steingrímsson. Tríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram í kvöld og heldur tónleika á Kex hosteli og eru þeir hluti af djasssumar- tónleikaröð staðarins. Með Sig- urði leika hamm- ond-orgelleikarinn Þórir Baldurs- son og trommuleikarinn Einar Scheving. Tríóið mun flytja blús- blandaða djasstónlist. Tónleikarn- ir hefjast kl. 20.30 og verða um tveggja klukkustunda langir, með hléi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. KEX hostel er á Skúlagötu 28 í Reykjavík. Iðinn Sigurður Flosason saxófónleikari er iðinn við tónleikahald. Tríó Sigurðar leikur blúsaðan djass Gagnrýnandi breska blaðsins The Observer valdi verk Ragnars Kjart- anssonar á aðalsýningu Feneyja- tvíæringsins, fleyið S.S. Hangover, eitt af tíu hinum áhugaverðustu á þessari viðamiklu sýningu. Mörg hundruð listamenn eiga verk á tvíæringnum; á aðalsýningunni sem Massimiliano Gioni stýrir, í skálum þjóðlandanna, þar sem Katrín Sig- urðardóttir er fultrúi Íslands, eða á öðrum sýningum eins og „Personal Structures“, þar sem Gjörninga- klúbburinn tekur þátt. Verk Ragnars, S.S. Hangover, er gamall fiskibátur frá Reykjavík sem hefur gengið gegnum breytingar og siglir á milli viðkomustaða í frægri skipakví Feneyja daglega fram á haust. Um borð er blásarasveit sem leikur látlaust tregafullt tónverk eft- ir Kjartan Sveinsson. Í umfjöllun sinni segir rýnir Ob- server verk Ragnars hafa snortið hvern þann sem nam staðar til að hlusta á tónlistina sem barst frá bátnum meðan báturinn sigldi fram og til baka. Verkið verður sýnt fram í nóvember, siglandi með blásurum. Ljósmyndir birtar með leyfi i8 gallerís Áhugavert S.S. Hangover siglir á milli viðkomustaða í frægri skipakví. The Observer valdi verk Ragnars eitt hið besta Listamennirnir Kjartan Sveinsson og Ragnar Kjartansson í Feneyjum. Á vef Borgar- bókasafnsins má nú finna sk. Ís- landskort bók- menntanna, kort sem starfsmenn safnsins hafa útbúið. Sögusvið eða áhrifastaðir skáldsagna af ýmsu tagi hafa verið merktir inn á kort af Íslandi með prjónum og þá að langmestu leyti íslenskra skáld- sagna. Þegar smellt er á prjón birt- ist mynd af kápu bókar, stutt lýsing á henni og í sumum tilfellum texta- brot eða tengill á ritdóma. „Tilgangur kortlagningarinnar er að auðvelda áhugasömum ferða- mönnum og almennum lesendum að- gang að efni um tiltekna staði og svæði á landinu en í hefðbundnum bókasafnskerfum eru skáldverk ekki efnistekin samkvæmt staðsetningu á landakorti,“ segir m.a. í tilkynningu vegna þessa. Í þessu felist mikilvæg og skemmtileg viðbót við hefð- bundnari ferðabækur, auk þess sem áhugasamir lesendur geti betur átt- að sig á staðsetningum og tilvís- unum verkanna, þó þeir sitji heima í stofu. Kortið sé í stöðugri vinnslu og starfsmenn safnsins þiggi góðar ábendingar frá lesendum um bækur og staði. Af einstökum verkum má nefna Eins og steinn sem hafið fágar eftir Guðberg Bergsson frá árinu 1998 sem birtist þegar smellt er á prjón sem stungið hefur verið í Grindavík en í þeim bæ fæddist Guðbergur árið 1932 og ólst þar upp. „Sagan um steininn sem hafið fágar er óður um lítið timburhús við sjó, óður um fá- tækt og óupplýst fólk sem býr yfir miklu viti og djúpum tilfinningum,“ segir m.a. um bókina. Íslandskort bókmenntanna Guðbergur Bergsson Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 7/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Sun 1/9 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Þri 30/7 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30 Fim 13/6 kl. 19:30 Lau 31/8 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 9/6 kl. 14:00 Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Örfáar aukasýningar í haust - komnar í sölu Kvennafræðarinn (Kassinn) Fim 6/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Brjálæðislega góð sýning! Patch Adams - fyrirlestur (Stóra sviðið) Fim 6/6 kl. 19:30 Stöngin inn! (Stóra sviðið) Sun 16/6 kl. 19:30 Leikfélag Fjallabyggðar sýnir áhugaverðustu áhugasýningu ársins Mary Poppins (Stóra sviðið) Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 6/6 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Fös 7/6 kl. 19:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 8/6 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 9/6 kl. 13:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Allra síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Núna! (Litla sviðið) Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Fös 7/6 kl. 20:00 lokas Grímusýning síðasta leikárs. Allra síðustu sýningar. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gullregn – allt að seljast upp!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.