Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 Vetrarferðamennska er örtvaxandi atvinnugrein hér álandi og samhliða því stunda æ fleiri Íslendingar útivist á veturna. Eins og allir vita getur íslenska veðrið leikið ferðalanga grátt og til þess að gera fólki auðveldara að leggja mat á aðstæður hefur Veð- urstofan tekið upp á því að birta snjó- flóðaveðurspá á vef sínum, veð- ur.is. Snjóflóðaspá „Snjóflóðaspáin er gerð fyrir þrjú landsvæði fyrst um sinn, norð- anverða Vestfirði, utanverðan Tröllaskaga og austasta hluta Aust- fjarða,“ segir Auður Elfa Kjart- ansdóttir landfræðingur á Veð- urstofunni. „Ástæðan fyrir valinu á þessum stöðum er sú að þetta eru helstu fjallasvæðin hér á landi, þau geta verið mjög snjóþung og snjófljóð eru algeng. Þá eru þetta vinsælir staðir fyrir vetraríþróttir og ferða- mennsku. Við þekkjum líka vel til, erum með snjóathugunarmenn í föstu starfi og snjóalögin eru vel kortlögð.“ Auður segir snjóflóðaspánna gagnlega fyrir útivistarfólk, þar með talið á fjallaskíðum eða á vél- sleðum, en einnig vegagerðina og skíðasvæðin. „En hún er þannig að við hugsum um stór landsvæði frekar en einstök gil og kletta.“ Snjóflóðaspáin er gefin út tvsivar í viku, á mánudögum og fimmtu- dögum klukkan 16. „Hún er unnin þannig að snjóathugunarmenn grafa í snjóinn og skrásetja krist- algerð, kristalstærð og hitastig, en með því móti sjáum við hvernig snjórinn ummyndast,“ segir Auður. „Við erum einnig með mæla víða í fjöllum, þar sem snjódýpt og hita- stig snævar er skráð. Svo erum við með mikið af snjóstikum sem reglulega er lesið af. Allt þetta ber- um við saman við veðurspána og okkar mælakerfi og á þeim grunni gefum við út snjóflóðaspá.“ Ferðahegðun Snjóflóðaspáin er á forsíðu Veð- urstofunnar undir flipanum snjóflóð og hættustigið er skilgreint út frá alþjóðlegum stöðlum, en það má sjá á töflu hér á síðunni. Þar er ann- arsvegar talað um stöðugleika snjó- þekjunnar og svo líkur á snjóflóð- um. „Ferðahegðun hefur mikið að segja um öryggi til fjalla,“ segir Auður. „Snjóflóðaspáin ætti að vera einn liður í því að lágmarka hættuna, en margt fleira þarf að hafa í huga. Til að mynda eru ýlir, skófla og stöng gjarnan skilgreind sem hin heilaga þrenning varðandi snjóflóðahættu. Ef fólk er með þennan búnað, kann að nota hann og ferðast saman, þá dregur það mikið úr áhættunni.“ Einnig eru komnir til sögunnar bakpokar sem blása upp ef þeir lenda í flóði, þannig að skíðamað- urinn flýtur frekar ofan á því. „Það er mikilvægt að fara ekki ofan í gil eða skálar þar sem hættan er mest, halda sig frekar uppi á hryggjum, og takmarka viðdvöl á hættulegum svæðum – koma sér fljótt úr snjóflóðafarveginum,“ segir Auður. „Loks þarf að gæta þess að dreifa mannskapnum og að aðeins fari einn í einu um hættulegar brekk- ur.“ Aldrei of seint Snjóflóðaspáin hjálpar fólki að meta aðstæður áður en haldið er af stað. En það er aldrei of seint að hætta við, þó að það geti verið erf- itt að sætta sig við það eftir langt ferðalag. Þegar komið er á staðinn er mik- ilvægt að endurmeta aðstæður, skyggnast eftir nýföllnum flóðum, aðgæta hvort brestir eru í snjó- þekjunni og hvort hún fer á hreyf- ingu þegar gengið er á henni og eins geta hitabreytingar verið hættulegar. Það á að vera regla að grafa í snjóinn til að átta sig á lögunum í snjónum, hvar veika lagið er, hvar hann skríður fram og hversu þykk- ur flekinn er. Til þess er líkt eftir álaginu sem fylgir því að skíðamað- ur fari niður brekkuna, en það er jafnan skíðamaðurinn sem kemur flóðinu af stað, eins og sést á ofan- greindri mynd og myndum Árna Sæbergs aftar í blaðinu. Jafnvel þó að lagið sé þunnt get- ur það svipt með sér skíðamann- inum og orðið til þess að hann lendi á stórum steini eða fari fram af kletti, þannig að mikilvægt er að sýna aðgát í hvívetna. Ef snjóflóðahætta er fyrir hendi er talað um að óhætt sé að renna sér niður brekka sem eru ekki í meira en 30 gráðu halla og eru til litlir hallamælar til að leggja mat á það. Það má vel eiga fínan dag á skíðum, þó að það sé ekki í brött- ustu brekkunum. Öryggi til fjalla VETRARÍÞRÓTTIR ERU HÆTTULEGAR OG FYLLSTA ÁSTÆÐA TIL AÐ FARA AÐ ÖLLU MEÐ GÁT. SNJÓFLÓÐASPÁ VEÐURSTOFUNNAR ER LIÐUR Í ÞVÍ. EN ÞAÐ SKIPTIR LÍKA HÖFUÐMÁLI AÐ VERA MEÐ RÉTTAN BÚNAÐ, KUNNA AÐ NOTA HANN OG AÐ GETA LESIÐ Í AÐSTÆÐUR Á STAÐNUM. Spor eftir fjallaskíðamenn í Þorvaldsdal fyrir norðan. Eins og sjá má hætti einn skíðamaðurinn sér niður of nærri hengjunni og kom snjóflóði af stað. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Auður Elfa Kjartansdóttir * „Öryggisbúnaðurinn skiptir miklu máli, ýlir, skófla og stöng.Ýlirinn sendir stöðugt út merki og ef ferðafélagi lendir í snjó-flóði, þá geta hinir sett á móttöku og leitað að honum.“ Ólafur Þór Júlíusson leiðsögumaður Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is Hér er grafið í snjóinn til að kanna snjóflóðahættu. Eins og sést fer afmarkaður fleki á hreyfingu og skilin í snjónum eru alveg slétt. Þegar mynd- irnar voru teknar hafði Veð- urstofan lýst yfir „mjög mikilli hættu“. Einnig er beitt þeirri aðferð að stinga fingrum í snjó- inn eða hníf til að athuga viðnámið í þeim lögum sem safnast hafa fyrir. GRAFIÐ Í SNJÓ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.