Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Page 20
Við hugsuðum með okkur hvernig frí við vildumfara í. Við vorum bæði að hlaupa og við vildumnota tvo jafnfljóta sem ferðamáta. Þaðan komhugmyndin,“ segir Inga Fanney Sigurðardóttir hjá Artic Running sem er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem býður ferðamönnum upp á hlaupaferðir. Inga Fanney stofnaði fyrirtækið ásamt Erni Haraldssyni og segir hún viðtökurnar góðar. Ferðamenn sem hingað komi séu greinilega til í að njóta náttúrunnar á hlaupum. „Ég bjó í Ásbyrgi þegar hugmyndin fæddist og Örn þekkir vel til í Jökulsárgljúfrum. Þess vegna byrjuðum við að smíða ferð- ir á Norð-Austurlandinu. Þá er hlaupið 15-32 kílómetra á dag og þetta hefur vakið mikla lukku. Hlaup eru í tísku og þetta smellpassaði að þörfum hlaupaferðamannsins.“ Vegna eftirspurnar hefur Artic Running dreift sér um allt land og er farið að bjóða upp á dagsferðir frá Ak- ureyri og Reykjavík allan ársins hring. „Þetta hefur vaxið mjög hratt og það virðist vera markaður fyrir þetta.“ Vinsælasta ferðin er 78 kílómetra löng ferð þar sem byrjað er í Mývatnssveit og endað í Ásbyrgi. Hlaupið er þá framhjá Dettifossi, Hljóðaklettum, í Vatnajök- ulsþjóðgarðinum og auðvitað hjá Mývatni en þar er margt að sjá. „Hlaupaleiðsögumennirnir eru úr ýmsum áttum. Við erum með sjúkraþjálfara, blaðamenn, landfræðinga, jöklafræðinga og atvinnuhlaupara í okkar röðum. Allir hafa verið að færa sig af malbikinu og yfir á stígana og deila þessari ástríðu. „Þetta er ekki keppni. Hlaupin eru notuð sem ferðamáti. Það má stoppa og taka myndir. Leiðsögumaðurinn hleypur ekki framhjá Dettifossi eða öðrum merkilegum stöðum. Það er farið yfir það sem er markvert á hverjum stað,“ segir Inga Fanney. Hún telur að með þessari leið verði jafnvel hægt að laða að nýja tegund ferðamanna, þá sem séu ekki endilega að koma hingað í keppnir eins og þríþrautarkeppnir en hafi heldur ekki áhuga á gönguferðum. Þarna sé komin leið til að skoða landið sem sé mitt á milli þessara útivist- arleiða. Hlaupið um Gjástykki. *Heilsa og hreyfingAf ýmsum ástæðum er talið léttara að hætta að reykja á vorin en öðrum árstímum »24 „Við erum með mismunandi erfiðleikastuðla á ferðunum okkar. Við erum ekki að selja ferða- manninum ferð ef viðkomandi hefur ekki hlaupið þessa vegalengd áður. Hann er að fara í áskorun en hann nær samt að njóta þess að vera í fríi,“ segir Inga Fanney. Til að geta hlaupið svona langt á stígum þarf að vera í góðu hlaupaformi. Hlaupin eru ekki kapphlaup við tímann heldur er stoppað á fal- legum stöðum og þeirra notið. Jeppi ber allan búnað á milli en ferðamenn hafa með sér nesti og aðrar nauðsynjar á bakinu sem duga í fjög- urra klukkustunda hlaup. Hlaupnir eru 20-35 kílómetrar á dag í þrjá til sjö daga en einnig er hægt að fara í dagtúra. ÁSKORUN EN SAMT FRÍ Hlaupa 20-35 km á dag í allt að viku Kjartan Pétur Sigurðsson INGA FANNEY HJÁ ARTIC RUNNING Frí sem við vildum fara í ARTIC RUNNING ER HLAUPAFERÐAFYRIRTÆKI SEM SÉRHÆFIR SIG Í HLAUPAFERÐUM FYRIR FERÐAMENN SEM VILJA SAMEINA NÁTTÚRUUPPLIFUN, ÚTIVIST OG HREYFINGU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Íslensk náttúra á tveimur jafnfljótum. Fátt er betra en að drekka vatn beint úr lindinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.