Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 Heilsa og hreyfing Sumarið býður sérstaklega upp á að vera virkur í hreyfingu, eins og aðvera meira úti, þvo bílinn, hlúa að matjurtunum og garðinum, hjólameira og ganga meira. Það er því gaman að velta aðeins fyrir sér hversu mikilli orku við eyðum í hina ýmsu hreyfingu. Landlæknir ráð- leggur fullorðnum að hreyfa sig minnst 30 mín. á dag. Hér er átt við eig- inlega hreyfingu þar sem tiltölulega mikil orka fer í hreyfinguna, að minnsta kosti létt ganga. Það getur samt verið gaman að skoða hvað það fer mikil orka í að lifa eftir virkum lífsstíl frá degi til dags. Þegar á heildina er litið getur það skipti miklu máli að nýta líkamann til framkvæmda þó að annað sé í boði, eins að taka stigann, hjóla í vinnuna og þvo bílinn sjálf. Ég fann vefsíðu sem sýnir orkunýtingu nokkurra athafna. Þessar tölur eru þó aðeins til viðmiðunar og miðast við orku- nýtingu (hitaeiningar) á mínútu út frá þyngd ein- staklings (orkunýting x mín. x kg). Nánar á www.acefitness.org. Virkur lífsstíll getur skipt sköpum. Til gamans er hægt að skoða orku- nýtingu einstaklinga miðað við mismunandi hreyfingu, en það minnir okkur á að öll hreyfing skiptir máli og allt telur. Virkur lífsstíll alla daga ársins getur jafnvel haft meira að segja en 60 mínútna kröftug hreyfing 3x í viku með engri annarri hreyfingu þess á milli. NÝTUM ORKU LÍKAMANS VIÐ ERUM SÍFELLT MINNT Á HVAÐ HREYFING ER STÓR HLUTI HEILBRIGÐIS. RANNSÓKNIR SÝNA Æ OFTAR AÐ HREYFING EYKUR LÍFSLÍKUR OKKAR OG ÞAÐ SEM MEIRA ER BÆTIR LÍFSGÆÐUM VIÐ LÍFIÐ. Orkunýting 90 kg og 70 kg einstaklinga (Tölurnar taka ekki mið af kyni og eru til viðmiðunar). Stöðvaþjálfun, 45 mín 90 kg einstaklingur nýtir 630 hitaeiningar og 70 kg einstaklingur nýtir 441 hitaeiningu. Kröftugur hjólatími, 60 mín. : 90 kg einstaklingur nýtir 970 hitaein- ingar og 70 kg einstaklingur nýtir 756 hita- einingar. Golfhringur með golfsettið á öxlinni í 4 tíma 90 kg einstaklingur nýtir 1.728 hitaeiningar og 70 kg einstaklingur nýtir 1.344 hitaeiningar. Bílaþvottur í 60 mín. 90 kg einstaklingur nýtir 378 hitaeiningar og 70 kg einstaklingur nýtir 294 hitaeiningar. Rösk ganga í 30 mín 90 kg einstaklingur nýtir 216 hitaeiningar og 70 kg einstaklingur nýtir 168 hitaeiningar. Eldamennska í 30 mín 90 kg einstaklingur nýtir 108 hitaeiningar og 70 kg einstaklingur nýtir 84 hitaeiningar. Knús og kossar í 5 mín 90 kg einstaklingur nýtir 9 hitaeiningar og 70 kg einstaklingur nýtir 7 hitaeiningar. BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR Heilbrigt líf E ftir margra áratuga bann á ræktun hamp- plöntunnar í ýmsum löndum eru ný tæki- færi í hampræktun að líta dagsins ljós. Bannið var fyrst og fremst sett vegna hættulegra vímuáhrifa THC-efnisins sem ein teg- und hamps, kannabis, inniheldur. Bannið átti hins vegar við um allar hampplöntur og því var ræktun og notkun á hampi sem ekki innihélt THC einnig bönnuð, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á jákvæð áhrif hans á heilsuna. Það er í takt við umræðu undanfarinna mánaða að auka fjölbreytni matvælaframleiðslu í heim- inum að banninu hefur verið aflétt í mörgum lönd- um. Margir bændur geta nú ræktað hamp án THC og framleitt afurðir hans að nýju og hafa meðal annars verið gerðar tilraunir með slíka ræktun hér á landi. Á undanförnum árum hefur átt sér stað við- horfsbreyting í garð hampsins sem hefur leitt til fjölda rannsókna og þróunar í hampi svo sem til notkunar í byggingariðnaði, í plastframleiðslu og annarri neytendaframleiðslu eins og matvæla. Ólíkar gerðir hamps fyrir mismunandi afurðir Ræktun á hampi hefur átt sér stað frá aldaöðli. Annars vegar er um að ræða hampplöntu sem vex upp í nokkurra metra hæð en úr henni eru fram- leiddar vörur fyrir iðnað eins og kaðlar, strigi, pappi og textíll. Hins vegar er um að ræða minni hampplöntu en af henni eru fræin nýtt til að framleiða ýmiskonar matvæli, s.s olíur, mjólk, te, orkustykki og próteinduft. Iðn- og matvælaframleiðsla úr hampi Kína hefur verið stærsta hampframleiðsluland heims í gegnum árin, en aukin ræktun fer fram í Ástralíu, Kanada og Bretlandi. Hampræktun er enn bönnuð í Bandaríkjunum þar sem allur hamp- ur er ólöglegur, hvort sem hann inniheldur vímu- gjafann THC eða ekki. Með aukinni ræktun hamps og framleiðslu úr honum hafa margar iðn- greinar orðið „grænni“ og snyrtivöruiðnaðurinn hefur tekið við sér að nota olíu hampfræja í vörur sínar. Hampfræ eru próteinrík Hampfræ eru einstaklega próteinrík og innihalda einhver bestu náttúrulegu prótein sem völ er á, ásamt því að vera rík af lífsnauðsynlegum fitusýr- um. 25% af næringarefnum hampfræja eru pró- tein, en þessi prótein eru einstaklega góð og auð- meltanleg. 65% af próteinum hampfræja eru svokölluð glóbúlar-prótein, þekkt sem edestín. Líkaminn notar edestín til að draga úr eiturefnum í líkamanum og hreinsa hann. Þau eru því talin góð fyrir lifrina og fyrir alla sem eiga við lifr- arvandamál að stríða. Edestín er einnig nauðsyn- legt til að viðhalda góðu ónæmiskerfi. Hin 35% af próteinum hampfræja eru albúmínprótein, en þau eru auðmeltanleg og innihalda lifandi ensím sem draga úr sindurefnum líkamans. Næring úr hamp- fræjum er því vinsæl hjá íþróttafólki vegna pró- teinanna en ekki síður vegna góðu fitunnar sem hampfræin innihalda, en 30% af þyngd hampfræs- ins er fita. Hampolían með ákjósanlegt hlutfall ómega 3 og 6 Óhreinsuð hampolía er grasgræn á lit og ber ákveðinn hnetukeim, en hún er pressuð úr hamp- fræjum. Þegar búið er að vinna hana er hún hrein, litlaus og nánast bragðlaus. Hampolían inni- heldur mikið af ómega 3- og 6-fitusýrum í ákjós- anlegum hlutföllum fyrir mannslíkamann eða 1:3. Rannsóknir sýna að ómega 3-fitusýrur geta dregið úr bólgum í líkamanum og hjálpað til við að draga úr líkum á gigt, hjartasjúkdómum og krabba- meini. Hampfræin er hægt að borða hrá eða möluð út í ýmsa rétti. Hampprótein er notað í margskonar hristinga og bakstur og hampolían er notuð til matargerðar svo sem til steikingar, út á salat og almennt notuð líkt og ólífuolía. www.hemp.com www.goodhempnutrition.com HAMPOLÍA FYRIR HEILSUNA Hampfræ – vannýtt náttúruleyndarmál? AFURÐIR HAMPPLÖNTUNNAR ERU NÚ TALDAR HEILSUVÖRUR EN FRAMLEIÐSLA HAMPS VAR BÖNNUÐ LENGI VEL. Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com Morgunblaðið/Kristinn 30 gr Good Hemp Nutrition, Gym Shake prótein með súkkulaðibragði (fæst hjá Supersport, Álfheimum) 1 stappaður banani 50 gr glúteinfríir hafrar t.d. frá Urtek- ram (má nota venjulega hafra ef þið þolið vel glútein) 1 tsk kókosolía 1 msk hörfræjamjöl 3 msk vatn 1 tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk kanill 2 dropar af stevia Aðferð Blandið Golden flax seed og vatninu vel saman og geymið í ísskáp í 15 mínútur til að fá einskonar „eggáferð“. Hitið ofninn í 180 gráður og setjið allt hitt inni- haldið í matvinnsluvél til að deigið fái mjúka áferð. Bætið blöndunni úr ísskápnum út í. Setjið bökunarpappír á plötu og notið matskeið til að búa til litlar kökur. Einföld uppskrift gefur 9 kökur. Bakið í 30 mín og njótið. Næringargildi í einni köku: 57 kalóríur, 2,6 gr prótein, 7 gr kolvetni (þar af 2 gr trefjar), 2,2 gr fita. Hampsúkkulaði- kökur Hampolía (hemp oil) er ekki ósvipuð ólífuolíu að lit.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.