Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 42
*Fjármál heimilannaFerðavenjur Íslendinga hafa breyst og sífellt færri fjölskyldur virðast kjósa að keyra hringveginn Torfi Stefán Jónsson er Reykvíkingur og starfar sem framhaldsskólakennari í FÁ, ásamt því að vera landvörður á Þingvöllum. Hann lærði það snemma hjá foreldrum sín- um að nýta hlutina vel en hann vandi sig fljót- lega á að leggja ávallt peninga fyrir í hverjum mánuði. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjögur í heimili. Ég, eiginkona mín og svo eigum við tvö börn saman. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég er ávallt tilbúinn í bakstur svo ég á alltaf til rjóma, smjör og egg. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Það getur verið mismunandi en það er örugglega 25-30.000 á viku. Hvar kaupirðu helst inn? Ég versla mest við Kost í Kópavogi og við Þína verslun í Breiðholti. Ég fer í Þína verslun til að kaupa mér kjöt og á þriðjudögum fer ég í Kost. Þá eru þeir með svo gott tilboð á mjólkurlítranum. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Það eru sætindi og þá sérstaklega súkkulaði. Svo er ég líka mikið fyrir gott kjöt svo það freistar mín oft. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Ég spara helst með því að hjóla þangað sem ég þarf að fara. Við hjónin erum tiltölulega nýbúin að kaupa okkur bíl en þangað til það gerðist fór ég út um allt á hjóli. Hvað vantar helst á heimilið? Þar sem ég hjóla nú mikið gæti ég vel hugsað mér að eignast fótanuddstæki. Það væri mjög þægilegt að geta sett lappirnar í eitt svoleiðis tæki eftir langan hjólatúr. Eyðir þú í sparnað? Já, það geri ég. Ég er nýkominn úr námi svo ég hef undanfarið ekki lagt háa upphæð fyrir í hverjum mánuði. Það fer að breytast núna og framvegis mun ég leggja töluvert meira fyrir í hverjum mánuði. Skothelt sparnaðarráð? Fyrir utan að hjóla hef ég þá stefnu að eyða aðeins þeim peningum sem ég á inni á bók og taka aldrei lán. Þegar ég er búinn með mínar mánaðartekjur hætti ég að kaupa mér hluti. NEYTANDI VIKUNNAR ER TORFI STEFÁN JÓNSSON Að nota hjólið borgar sig Torfi Stefán Jónsson er fjölskyldufaðir búsettur í Breiðholti. Hann reynir að hjóla sem mest og kaupir sér aðeins hluti ef hann á fyrir þeim.  Öllum er okkur reglulega boðið í alls kyns samkvæmi, hvort sem það eru útskriftir, afmæli eða ferm- ingar. Við slík tilefni er venja að koma með gjöf en aurapúkinn er með nokkur góð ráð til sparnaðar í þeim efnum. Búðu frekar til eigin gjöf eða gefðu gjöf með öðrum. Heimatilbúin gjöf er innilegri og handskrifað kort með gjöfinni gerir hana sérstakari. Skrifaðu niður á lista það sem þig vantar áður en þú ferð í búðina. Haltu þig við listann og ekki setja neitt í körfuna sem er ekki á listan- um, sama hversu freistandi varan er. Íslendingar eyða árlega háum fjárhæðum í skyndibitaát. Eldaðu frekar hollan og ódýrari mat heima hjá þér og þú græðir ekki aðeins í peningum, heldur verður heilsan betri. Vertu dugleg/ur að fara á alls kyns markaði. Hægt er að gera mjög hagkvæm kaup, hvort sem þig vantar ný húsgögn eða föt. púkinn Aura- Gefðu heima- tilbúna gjöf Þ jóðvegur 1 eða hringvegurinn er vegur sem liggur um Ís- land og tengir saman flestöll byggileg héruð á Vestur-, Norður-, Austur- og Suðurlandi. Að „fara hringinn“ hefur löngum verið vinsælt en akstur um hringveginn á bíl með 10 lítra eyðslu á hverja hundrað kílómetra kostar rúmar 32 þúsund krónur miðað við meðalverð á bensíni í maí. Árið 2009 kostaði tæpar 22 þúsund krónur að taka bensín til að fara hringinn og hefur kostnaður því hækkað um 49% á fimm árum. Vegurinn er samtals 1.333 km á lengd og liggur um alla landshluta nema Vestfirði og miðhá- lendið. ,,Það hefur dregið alveg svakalega úr þessu sökum krísunnar og hátt eldsneytisverð hjálpar náttúrlega ekki til. Þetta er mikill kostnaður fyrir tekjulágt fólk og ef við miðum við bíl sem eyðir tíu lítrum á hundr- aðið þá kostar það tugi þúsunda að fara hringveginn. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að rækta tengslin við ættingja og vini og svo er þetta vont fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni,“ segir Stefán sem telur víst að elds- neytisverð letji innlenda ferðamenn til að fara hringinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verk- efnastjóri hjá Vegagerðinni, tekur í sama streng og Stefán og segir um- ferðina um þjóðveg 1 hafa snarm- innkað seinustu ár: ,,Þetta hefur minnkað alveg rosalega frá hruni og botninum var náð árið 2011. Í fyrsta skiptið frá árinu 2009 erum við að sjá aukningu og við gerum ráð fyrir að aukningin í umferð á hringvegin- um í ár verði um 2-3%,“ segir hann. Bensínlítrinn kostar nú um 246 krónur en um helmingur þess gjalds rennur beint í kassa ríkisins. Hlutfall álagðra gjalda sem renna í ríkissjóð hefur haldist óbreytt síðustu fimm ár. Stefáni þykir skattlagningin ósanngjörn og telur að tími sé kom- inn til að stjórnvöld endurskoði þessa stefnu. ,,Helmingurinn af eldsneytisverðinu er skattar. Það er frekar stór biti og ef skattarnir eru farnir að vera því til trafala að fólk ferðist um landið sitt þá er það mjög slæmt mál. Þetta er einnig slæmt fyrir ferðaþjónustuna og aðra þjónustuaðila sem taka á móti fólki og hafa ofan af fyrir því þegar það kemur út á landsbyggðina,“ segir hann. Meðaleyðslan þarf að minnka Þegar skoðaðar eru tölur frá Um- ferðarstofu og tekið er mið af átta algengustu bílategundum hér á landi árið 2010, eyddi hver bíll að meðaltali 5,6 lítrum á hundraðið. Meðalbíllinn af árgerðinni 2003 eyðir að meðaltali 7,3 lítrum en eyðslugrennstu nýju bílarnir eyða hins vegar undir fjórum lítrum á hundraði. ,,Það þarf að ná með- aleyðslu bílaflotans niður og það gerist ekki nema við endurnýjum bílaflotann. Bílaflotinn okkar er einn sá elsti í Evrópu en það hefur orðið mikil þróun í bílaiðnaði heimsins á seinustu 15 árum. Eyðslan hefur farið niður um helming og mengun frá bílunum niður um 90%,“ segir Stefán og telur að fleiri myndu fara hringinn ef unnt yrði að skipta yfir í nýrri og eyðslugrennri bíla. ÁHRIF BENSÍNVERÐS Á FERÐAVENJUR LANDSMANNA Hringurinn hækkar í verði HIN KLASSÍSKA HRINGLEIÐ SEM FJÖLSKYLDUR LANDSINS ÓKU GJARNAN Á SUMRIN ER Í DAG EKKI JAFN FJÖLFARIN, AÐ SÖGN RITSTJÓRA FÍB. HANN SEGIR OPINBER GJÖLD Á BENSÍNI VERA OF HÁ OG TELUR AÐ ÞÖRF SÉ Á BREYTINGUM. FYRIR HVERN BENSÍNLÍTRA SEM SELDUR ER TIL NEYTENDA RENNUR UM HELMINGUR BEINT Í VASA RÍKISINS. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Hvað kostar að aka hringveginn? Bensínbíll sem eyðir 10 l/100 km. Miðað er við meðalverð á bensíni í maí. 1.333 km Heildar eldsneytiskostnaður við að keyra hringveginn (kr.) Þar af opinber gjöld (kr.) Grunnkort/Loftmyndir ehf. 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 20102009 20122011 2013 10.635 21.609 14.034 27.742 15.355 31.856 16.209 34.247 15.758 32.159
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.