Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 46
Í myndum 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.6. 2013 É g er búinn að vera á skíðum síðan ég var þriggja ára,“ segir Halldór Hreinsson og óhætt að segja að snemma beygist krókurinn, því hann hefur helgað líf sitt útivist og er einn af eigendum og framkvæmda- stjóri Fjallakofans. „Ég byrjaði fyrst að burðast með svigskíðin upp á Snæfellsjökul, Botnssúlur og fleiri fjöll eftir að skíðasvæðin lokuðu á vorin fyrir um 40 árum. Ég keypti mér svo fyrstu fjallaskíðin þegar ég tók við rekstri Skátabúðarinnar árið 1985, Kästle Tour Randonné, Fritschi bindingar, skinn og Dynafit fjallaskíðaskó.“ Halldór er nýkominn úr ævintýralegri fjallaskíðaferð í Jökulfjörðum með góðum vinum, en þeir ferðuðust í fimm daga á veg- um Skútusiglinga, Borea Adventures. Þegar hann fór síðustu brekkuna niður í fjöruna innst í Lónafirði lenti hann í snjóflóði og náði Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðs- ins að festa atburðinn á filmu. Halldór seg- ist hafa farið þessa brekku nokkrum sinnum áður og að hann hafi áttað sig á því að möguleg hætta gæti verið á flóði. „Við vorum þrír og þessi síðasta brekka er ekki í miklum halla og liggur því vel við þeim sem eru á skútunni og eru að horfa og mynda,“ segir hann. „Ég var meðvitaður um að snjórinn sem þarna var gæti farið með mér; þetta var algjört smjör og sann- kallað vorfæri. En ég var líka viss um að af því stafaði engin hætta, því þetta var ekki sá halli og ekki þannig snjór. Ég var líka með tvo félaga fyrir ofan sem biðu þess hvað verða vildi, tveir sátu í fjörunni og fylgdust með og fleiri voru á skútunni. Það vantaði því ekki áhorfendur. En auðvitað var ég með snjóflóðaýlinn, stöngina og skófluna.“ Þar vísar Halldór til þess búnaðar sem allir fjallaskíðamenn þurfa að hafa, en lendi þeir í snjóflóði gefur ýlirinn frá sér merki 1 2 3 Flóðið læddist inn á mig ÞAÐ VAR FEST Á FILMU ÞEGAR HALLDÓR HREINSSON LENTI Í SNJÓFLÓÐI Í LÓNAFIRÐI. HANN SNERIST Á HVOLF Í FLÓÐINU, EN SEGIR ÞAÐ HAFA VERIÐ GRUNNT OG EKKI MIKLA HÆTTU Á FERÐUM. Ljósmyndari: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is 4

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.