Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Síða 49
„Ég hef oft skíðað í svona smjöri þar sem ég hef getað skíðað frá ef eitthvað fer af stað, eins og gerðist fyrr í ferðinni og hefur gerst oft á minni skíðaævi,“ segir hann. „En þetta var eitthvert draugaflóð sem læddist rólega og hljóðlega aftan að mér og vildi ná mér niður. Eftir þennan skell varð mér hugsað til skáldsögunnar Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur sem Búbbi kapteinn á skútunni Auroru rétti mér og sagði mér að lesa þegar hann sá að ég kom um borð með Reykjavíkurnætur eft- ir Arnald Indriðason í farteskinu.“ – Þetta hefur verið ónotaleg tilfinning? „Nei, veistu það að ég fékk hana aldrei. Það var þá frekar að ég varð svekktur af því að þetta flóð skemmdi sporið mitt – og svo kannski líka „orðsporið mitt“. Þetta var eins og að detta í brauðdeigi og það kom ekki þessi massi sem flóðin pakka oft utanum fólk sem lendir í þeim. Margir hafa lent í svipuðu, en fæstir fengið það eins vel myndað og þetta tiltekna atvik.“ Hann segist ekki hafa verið nálægt því að grafast undir, en á síðustu metrunum, eftir að hafa runnið um 50 til 60 metra, þá hafði hann snúist á hvolf í flóðinu. „Þar sem ég hélt mér fast í stafina, þá gat ég stýrt mér svolítið. Og ég er ekki frá því að bakpokinn hafi hjálpað mér.“ Halldór fór strax úr öðru skíðinu en hélst lengur í hinu. „Ég var að prófa 2014 árgerðina af Völkl fjalla- skíðum með Marker Duke bindingum, sem Fjallakofinn er að byrja að flytja inn í haust. Óhætt er að segja að þetta hafi reynt vel á þau og ég fór úr báðum skíð- unum, en seinna skíðinu alveg undir lokin. Ég veit að Guð er alltaf með mér hvert sem ég fer, og á meðan að við ferðumst saman þá lifi ég, þrátt fyrir ýmsan glannaskap í gegnum árin.“ Ef ekki er fyllstu varkárni gætt er hættan töluverð á að lenda í snjóflóði ef fólk stundar fjallaskíði, að sögn Halldórs. „Þú verður að nálgast fjallið sem þú ætlar að skíða með virðingu og nærgætni og þá áttu góða ferð og gott spor.“ Og það er margt sem heillar. „Samveran með góðum vinum, áskorunin við að sigra fjallið og skíða það, og þú ert ekki að binda þig við tíma og tæki, þ.e. hvar sem er snjór þar getur þú farið.“ Hann segir Jökulfirðina og Tröllaskagann standa upp úr hjá sér. „Þyrluskíðun á Tröllaskaganum með Arctic Heli Skiing er í heimsklassa, en samt er ég með stærra bros og meiri orku á batteríinu eftir vikulanga skútu- og skíðaferð inn í Jökulfirðina þar sem þú slítur allt samband við síma og net og Búbbi kapteinn hjá Borea Adventures stýrir þessu skútuferðalagi betur en hægt er að stýra þjóðarskútunni.“ Fjallaskíðin njóta ört vaxandi vinsælda á Íslandi, að sögn Halldórs. „Og til þess að vera með þarf maður bæði að vera virkur iðkandi og líka að sækja í nýjungar til að koma með inn á markaðinn eins og við erum allt- af að gera í Fjallakofanum,“ segir hann með áherslu – og staldrar ekki lengi við. „Núna er ég staddur með skemmtilegum hópi „eldri borgara“ í gönguferð á Ítalíu og við vorum að gantast með að við hefðum átt að taka skíðin með okkur því hér var allt hvítt yfir að líta þeg- ar við komum!“ 13 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is ÚRVAL AF GRILL- AUKA- HLUTUM 79.900 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Grillflötur 450x470 mm, 2 brennarar. Léttgreiðslur 13.317 KR. í 6 mán. 129.900 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Grillflötur 670x470 mm, 3 brennarar. Léttgreiðslur 21.650 KR. í 6 mán. 49.900 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Grillflötur 440 mm, 1 brennari. Léttgreiðslur 8.317 KR. í 6 mán. 2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.