Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Qupperneq 57
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Ungfrú einmana er rómuð saga eftir bandaríska rithöf- undinn Nathanael West sem lést einungis 37 ára í bílslysi. Sagan kom fyrst út árið 1933 og segir frá blaðamanni sem svarar lesendabréfum óham- ingjusamra lesenda í hinum daglega dálki „Ungfrú ein- mana“. Blaðamaðurinn sogast inn í nöturlegt líf lesenda sinna um leið og hann missir tök á eigin lífi. Unnendur góðra bók- mennta eiga ekki að láta þessa frægu bók framhjá sér fara. Hún er stutt, snörp og eftirminnileg. Atli Magnússon þýðir og Ugla gefur út, en þar á bæ eru menn duglegir við að gefa út gæðaverk í kiljum. Verulega gott framtak. Rómuð saga um einsemd Íslenskir kóngar, hin bráðskemmtilega og spriklandi fjöruga bók Einars Más Guð- mundssonar um Knudsenættina í Tangavík, hefur heillað marga útgáfustjóra á Norður- löndum. Nýverið gekk Réttindastofa Forlagsins frá útgáfusamningi við Natur och Kultur í Sví- þjóð, en bókin er þegar komin í hendurnar á Inge Knutsson þýðanda og væntanleg á markað haustið 2014. Seint í sumar kemur bókin svo út á dönsku hjá hinu öfluga útgáfufyrirtæki Lindh- ardt & Ringhof í þýðingu Eriks Skyum Nielsen. Einar Már hefur hlotið Norrænu bók- menntaverðlaunin sem Sænska akademían veitir og Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs. Í Íslenskum kóngum rekur hann sögu Knudsenanna, litríkrar fjölskyldu og flokkshollrar, með dugandi útgerðarmönnum, ættræknum bankastjórum, drykkfelldum sjoppueigendum, ástsælum alþingismönnum, skapmiklum fegurðardrottningum og jafnvel elskulegum þorpshálfvitum. Saga þeirra er sam- ofin sögu alþýðunnar því hana hafa þeir ráðskast með frá ómunatíð. Hin stórskemmtilega bók Einars Más, Ís- lenskir kóngar, kemur út á Norðurlöndum. Morgunblaðið/Ómar ÍSLENSKIR KÓNGAR Á NORÐURLÖNDUM Bók Einars Kárasonar, Skáld, lokapunkturinn í þríleiknum um Sturlungu, sem færir lesandanum sjálfan Sturlu Þórðarson ljóslifandi, er á leið í útgáfu í Þýskalandi, Aust- urríki og Sviss. Það er útgáfurisinn Random House sem gefur bókina út, en áður hafa komið út undir merkjum Ran- dom House/btb Óvinafagnaður og Ofsi sem báðar hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og lesenda. Rithöf- undurinn, leikskáldið og þýðandinn Kristof Magnússon hefur tekið að sér þýðinguna á verkinu, en ætlunin er að bókin komi út á þýsku í byrjun árs 2015. Þríleikurinn Óvinafagnaður, Ofsi og Skáld fjallar um undarlegasta tímabilið í sögu Ís- lands, 13. öldina, þegar landsmenn háðu grimmilegt borgarastríð en skrifuðu á sama tíma bókmenntaverk á borð við Íslendingasögurnar sem voru einstæðar á sinni tíð og í sínum heimshluta og teljast meðal mikilvægustu bókmenntaverka miðalda í norðurálfu. Frá þessu öllu er sagt með aðferðum nútímaskáldsögu, höfundurinn beitir hinni margradda, pólifónísku frásagnaraðferð og kemst þannig inn í sálarlíf og upplifanir þess fólks sem er viðriðið hina stórbrotnu atburði sem sagt er frá. SKÁLD TIL ÞÝSKALANDS Skáld, hin stórfína skáldsaga Einars Kárasonar um Sturlu Þórðarson, er á leið til útgáfu í Þýskalandi. Rutt er vegi eftir Lee Child er sjötta bókin um töffarann Jack Reacher sem kemur út á ís- lensku. Aðdáendur Lees Childs ganga hér að öruggri spennu í sögu þar sem morðin eru með þeim allra viðbjóðslegustu sem hægt er að hugsa sér. Við- kvæmir eiga því að vara sig. Harðhausar sem flest þola munu ekki láta ofbeldið draga út lestraránægjunni. Allavega er hér á ferð harðsoðin spenna. Hinn óstöðvandi Jack Reacher enn á ferð Kirkjur, hörkutól og einmanakennd NÝJAR BÆKUR NÁIÐ YKKUR Í BÓK, HVORT SEM ÞIÐ VILJIÐ FRÆÐAST UM KIRKJUR LANDSINS EÐA GLEYMA YKKUR Í REYFARA ÞAR SEM SANNKALLAÐ HÖRKUTÓL ER Í AÐALHLUTVERKI. KYNNIST HINNI SÉRKENNILEGU BETTÝ EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI KYNNST HENNI ÁÐUR OG EKKI GLEYMA UNGFRÚ EINMANA. Bettý er kannski óvenjulegasta bók Arnaldar Indriðasonar. Þetta er sál- fræðileg spennusaga sem minnir nokkuð á gamlar amerískar gæða- glæpasögur og þær kvikmyndir sem gerðar voru í Hollywood og kall- aðar film noir. Þessi fína og að sumu leyti vanmetna spennusaga Arn- aldar hefur nú verið endurútgefin í kilju. Þeir sem ekki hafa lesið hana ættu að ná sér í eintak. Hin óvenjulega Bettý í kilju Út eru komin bindi 21-22 í ritröðinni Kirkjur Íslands. Í þessum bindum er sagt frá 17 kirkjum í Þingeyjarprófastsdæmi. Bækurnar eru prýddar fjölda ljósmynda og teikningum af kirkjunum. Það er ástæða til að hrósa hinni umfangsmiklu útgáfu á Kirkjum Íslands. Hér er á ferð grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi en ásamt kirkjunum sjálfum er þar fjallað um kirkjugripi og minningarmörk. Grundvallarrit um friðaðar kirkjur * Það er heilmikið fyrirtæki að veramanneskja. Jóhannes Kjarval BÓKSALA 22.-28. MAÍ Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson 1 Hún er horfin - kiljaGillian Flynn 2 Rutt úr vegi - kiljaLee Child 3 Lág kolvetna lífsstíllinn LKLGunnar Már Sigfússon 4 Gæfuspor- gildin í lífinuGunnar Hersveinn 5 PartíréttirRósa Guðbjartsdóttir 6 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 7 Að sigra heiminn og fl. ljóðSteinn Steinarr 8 MarkþjálfunÝmsir höfundar 9 Hinir réttlátuSólveig Pálsdóttir 10 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen Kiljur 1 Hún er horfin - kiljaGillian Flynn 2 Rutt úr vegiLee Child 3 Hinir réttlátuSólveig Pálsdóttir 4 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen 5 Sækið ljósunaJennifer Worth 6 Þú speglar migSylvia Day 7 DjöflatindurDeon Meyer 8 Börnin í DimmuvíkJón Atli Jónasson 9 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 10 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundenberg MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Á skammri stund skipast veður í lofti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.