Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Blaðsíða 57
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Ungfrú einmana er rómuð
saga eftir bandaríska rithöf-
undinn Nathanael West sem
lést einungis 37 ára í bílslysi.
Sagan kom fyrst út árið 1933
og segir frá blaðamanni sem
svarar lesendabréfum óham-
ingjusamra lesenda í hinum
daglega dálki „Ungfrú ein-
mana“. Blaðamaðurinn sogast
inn í nöturlegt líf lesenda
sinna um leið og hann missir
tök á eigin lífi.
Unnendur góðra bók-
mennta eiga ekki að láta
þessa frægu bók framhjá sér
fara. Hún er stutt, snörp og
eftirminnileg. Atli Magnússon
þýðir og Ugla gefur út, en þar
á bæ eru menn duglegir við
að gefa út gæðaverk í kiljum.
Verulega gott framtak.
Rómuð saga
um einsemd
Íslenskir kóngar, hin bráðskemmtilega og
spriklandi fjöruga bók Einars Más Guð-
mundssonar um Knudsenættina í Tangavík,
hefur heillað marga útgáfustjóra á Norður-
löndum. Nýverið gekk Réttindastofa Forlagsins
frá útgáfusamningi við Natur och Kultur í Sví-
þjóð, en bókin er þegar komin í hendurnar á
Inge Knutsson þýðanda og væntanleg á markað
haustið 2014. Seint í sumar kemur bókin svo út
á dönsku hjá hinu öfluga útgáfufyrirtæki Lindh-
ardt & Ringhof í þýðingu Eriks Skyum Nielsen.
Einar Már hefur hlotið Norrænu bók-
menntaverðlaunin sem Sænska akademían
veitir og Bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs. Í Íslenskum kóngum rekur
hann sögu Knudsenanna, litríkrar fjölskyldu og
flokkshollrar, með dugandi útgerðarmönnum,
ættræknum bankastjórum, drykkfelldum
sjoppueigendum, ástsælum alþingismönnum,
skapmiklum fegurðardrottningum og jafnvel
elskulegum þorpshálfvitum. Saga þeirra er sam-
ofin sögu alþýðunnar því hana hafa þeir ráðskast
með frá ómunatíð.
Hin stórskemmtilega bók Einars Más, Ís-
lenskir kóngar, kemur út á Norðurlöndum.
Morgunblaðið/Ómar
ÍSLENSKIR KÓNGAR Á
NORÐURLÖNDUM
Bók Einars Kárasonar, Skáld,
lokapunkturinn í þríleiknum um
Sturlungu, sem færir lesandanum
sjálfan Sturlu Þórðarson ljóslifandi,
er á leið í útgáfu í Þýskalandi, Aust-
urríki og Sviss.
Það er útgáfurisinn Random
House sem gefur bókina út, en áður
hafa komið út undir merkjum Ran-
dom House/btb Óvinafagnaður og
Ofsi sem báðar hafa hlotið einróma
lof gagnrýnenda og lesenda. Rithöf-
undurinn, leikskáldið og þýðandinn
Kristof Magnússon hefur tekið að
sér þýðinguna á verkinu, en ætlunin
er að bókin komi út á þýsku í byrjun
árs 2015.
Þríleikurinn Óvinafagnaður, Ofsi og Skáld fjallar um undarlegasta tímabilið í sögu Ís-
lands, 13. öldina, þegar landsmenn háðu grimmilegt borgarastríð en skrifuðu á sama tíma
bókmenntaverk á borð við Íslendingasögurnar sem voru einstæðar á sinni tíð og í sínum
heimshluta og teljast meðal mikilvægustu bókmenntaverka miðalda í norðurálfu. Frá þessu
öllu er sagt með aðferðum nútímaskáldsögu, höfundurinn beitir hinni margradda, pólifónísku
frásagnaraðferð og kemst þannig inn í sálarlíf og upplifanir þess fólks sem er viðriðið hina
stórbrotnu atburði sem sagt er frá.
SKÁLD TIL ÞÝSKALANDS
Skáld, hin stórfína skáldsaga Einars Kárasonar um Sturlu
Þórðarson, er á leið til útgáfu í Þýskalandi.
Rutt er vegi eftir Lee Child er
sjötta bókin um töffarann Jack
Reacher sem kemur út á ís-
lensku. Aðdáendur Lees Childs
ganga hér að öruggri spennu í
sögu þar sem morðin eru með
þeim allra viðbjóðslegustu sem
hægt er að hugsa sér. Við-
kvæmir eiga því að vara sig.
Harðhausar sem flest þola
munu ekki láta ofbeldið draga
út lestraránægjunni. Allavega
er hér á ferð harðsoðin
spenna.
Hinn
óstöðvandi
Jack Reacher
enn á ferð
Kirkjur,
hörkutól og
einmanakennd
NÝJAR BÆKUR
NÁIÐ YKKUR Í BÓK, HVORT SEM ÞIÐ VILJIÐ
FRÆÐAST UM KIRKJUR LANDSINS EÐA GLEYMA
YKKUR Í REYFARA ÞAR SEM SANNKALLAÐ
HÖRKUTÓL ER Í AÐALHLUTVERKI. KYNNIST
HINNI SÉRKENNILEGU BETTÝ EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI
KYNNST HENNI ÁÐUR OG EKKI GLEYMA
UNGFRÚ EINMANA.
Bettý er kannski óvenjulegasta bók
Arnaldar Indriðasonar. Þetta er sál-
fræðileg spennusaga sem minnir
nokkuð á gamlar amerískar gæða-
glæpasögur og þær kvikmyndir sem
gerðar voru í Hollywood og kall-
aðar film noir. Þessi fína og að sumu
leyti vanmetna spennusaga Arn-
aldar hefur nú verið endurútgefin í
kilju. Þeir sem ekki hafa lesið hana
ættu að ná sér í eintak.
Hin óvenjulega
Bettý í kilju
Út eru komin bindi 21-22 í ritröðinni Kirkjur
Íslands. Í þessum bindum er sagt frá 17
kirkjum í Þingeyjarprófastsdæmi. Bækurnar
eru prýddar fjölda ljósmynda og teikningum
af kirkjunum. Það er ástæða til að hrósa hinni
umfangsmiklu útgáfu á Kirkjum Íslands. Hér
er á ferð grundvallarrit um friðaðar kirkjur á
Íslandi en ásamt kirkjunum sjálfum er þar
fjallað um kirkjugripi og minningarmörk.
Grundvallarrit um
friðaðar kirkjur
* Það er heilmikið fyrirtæki að veramanneskja. Jóhannes Kjarval BÓKSALA 22.-28. MAÍ
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson
1 Hún er horfin - kiljaGillian Flynn
2 Rutt úr vegi - kiljaLee Child
3 Lág kolvetna lífsstíllinn LKLGunnar Már Sigfússon
4 Gæfuspor- gildin í lífinuGunnar Hersveinn
5 PartíréttirRósa Guðbjartsdóttir
6 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson
7 Að sigra heiminn og fl. ljóðSteinn Steinarr
8 MarkþjálfunÝmsir höfundar
9 Hinir réttlátuSólveig Pálsdóttir
10 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen
Kiljur
1 Hún er horfin - kiljaGillian Flynn
2 Rutt úr vegiLee Child
3 Hinir réttlátuSólveig Pálsdóttir
4 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen
5 Sækið ljósunaJennifer Worth
6 Þú speglar migSylvia Day
7 DjöflatindurDeon Meyer
8 Börnin í DimmuvíkJón Atli Jónasson
9 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason
10 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundenberg
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Á skammri stund
skipast veður í lofti.