Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.06.2013, Page 59
2.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
3. Sjá rusta fá enga kind sem er full af ryki. (10)
7. Eiturlyf íþróttafélaga er plöntuættkvísl. (8)
9. Þeir sem hreyfa sig lítið vilja ekki að Z fari. (12)
12. Ösla vatnavexti í keppni. (8)
13. Dett við konu með hluta af fæti hjá fjalli. (9)
14. Þjálfa gang í lífshlaupi að sögn. (8)
15. Hraunið yfir en þýðist líka. (4)
16. Fimmtíu snúa aftur að guði út af fimri. (5)
17. Sáttir við Beru flækjast til skarps. (10)
19. Ást ein hefur gjarna þann gráðugasta. (10)
22. Samlandi jam-ávaxtarins er nöldrandi. (8)
25. Í enskumælandi löndum er loka á baðhúsum karlmanna. (5)
26. Þunnt efni á úðabrúsum ná á saumakodda. (9)
28. Hvít við erlenda sól leiðir í ljós svik. (6)
30. 18 hefur eina stefnu. (7)
31. Skartaðir ná einhvern veginn í þann sem er miskunnsamasti.
(12)
34. Að mala viðsnúning ofan í tíst er það sem er ekki bundið af
tíma. (9)
35. Deild innan HÍ sem þarf að bæta. (9)
36. Stríðni hvarf við hreyfingu í afdrepinu. (9)
37. Staðir Ólafs eru þeir sem ekki er illa talað um. (9)
LÓÐRÉTT
1. Stök athöfn við að setja agn á öngul byggir á fasthygli. (10)
2. Stúlka álpast og fjasar mikið. (8)
4. Sofðu Vera einhvern veginn í stormi. (9)
5. Óviðjafnanlegt en samt ekki gott fyrir stærðfræðibók. (9)
6. Glóðir við tún eru ekki alveg heilar hjá brjáluðum. (9)
8. Eðalmálmur hlífir mikilsverðum. (9)
10. Það að flakka um er ekki gott fyrir plöntur. (8)
11. Erfið töp og pat geta búið sérkennilega farartækið. (11)
18. Hvatning til líkneskja leiðir til hléa. (10)
19. Hefur gjöfin fengið ölduna? (7)
20. Treglega keyrsluhæf enda dul. (7)
21. Féllst með frægri tölvu eftir að standast. (7)
23. Paulo stal austantjalds án girndar. (9)
24. Belti hellti yfir dulinn. (5)
25. Þreytt á baug og braut. (9)
27. Víti sóp aftur þrátt fyrir að vera jákvæð. (7)
29. Ennþá brjáluð manneskja hefur viðurvist. (7)
30. Eru meiðsli hluti fatnaðar? (5)
32. Er í sambandi við mann út af bæn. (5)
33. Fæddar og faldar. (5)
Skákþing Íslands 2013 eða „Icelandic
open“ ber upp á 100 ára afmæli
keppni um Íslandsmeistaratitilinn í
skák. Af því tilefni ákvað stjórn SÍ að
taka upp keppnisfyrirkomulagið frá
síðasta Reykjavíkurskákmóti. Verða
tefldar tíu umferðir eftir svissneska
kerfinu og keppt er um Íslandsmeist-
aratitil karla og kvenna í einum og
sama flokki. Yfir 70 skákmenn og
-konur höfðu skráð sig til leiks þegar
mótið hófst á föstudagskvöldið.
Turninn í Borgartúni er keppnisstað-
urinn – 20. hæð! Frá 1913 hefur
keppnin um Íslandsmeistaratitilinn
langoftast farið fram í lokuðum flokki
þótt nokkur dæmi finnist um útslátt-
arfyrirkomulag, t.d. á þinginu árin
2000 og 2005. Því er haldið fram á
heimasíðu mótsins að ekki hafi verið
keppt um titilinn í opnum flokki áður
en vert er að minna á að á Skákþingi
Íslands 1952 urðu efstir Friðrik
Ólafsson og Lárus Johnsen með 6½
v. af níu mögulegum í flokki 16 kepp-
enda. Þeir háðu svo frægt einvígi
sem Friðrik vann 3½:2½ og varð Ís-
landsmeistari í fyrsta sinn. Keppni í
landsliðsflokki í fyrra heppnaðist vel
en þá gafst frábært tækifæri til að
rýna í baráttu okkar bestu virku
skákmanna. Umskiptin koma á
óvart; vandinn við opnu mótin er yf-
irleitt sá að í röðunarkerfinu er inn-
byggð ákveðin mismunun, lokuðu
mótin eru „alvarlegri“ mót sem krefj-
ast meiri undirbúnings og að móts-
haldarinn skuli bjóða upp á tvær um-
ferðir sama keppnisdag er án
fordæma.
Daði Örn alþjóðlegur
meistari í bréfskák
Daði Örn Jónsson var nýlega sæmd-
ur titlinum „alþjóðlegur meistari í
bréfskák“. Daði, sem er hámennt-
aður tölvufræðingur, hefur haldið
fjölmörg erindi um gagnsemi tölvu-
forrita, hefur komið sér upp „víð-
óma“ kerfi forrita, er þaulkunnugur
notkunarmöguleikunum og veit
manna best hversu djúp skáklistin er
frá sjónarhóli tölvufræðinnar. En
honum er einnig ljóst að forritin hafa
sínar takmarkanir þrátt fyrir óheyri-
lega reiknigetu. Frábær sóknarskák
sem hann tefldi á dögunum er gott
dæmi þar um:
EM einstaklinga 2012-2013
Daði Örn Jónsson – Volker Leu-
pold
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5
Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8.
Dd2 0-0 9. dxc5 Rxc5 10. 0-0-0 Dc7
11. Kb1 a6 12. h4 b6 13. Bd3
Rb4?!14. Bxh7+!
Daði lét þess getið að biskupsfórn-
in hefði ekki verið hátt skrifuð hjá
forritunum. Það „vantaði“ 17. leikinn.
14. … Kxh7 15. Rg5+ Kg8 16. De2
g6 17. Hh3!!
Vinningsleikurinn sem Daði fann
eftir mikla yfirlegu.
17. … Bd7 18. h5 Ra4 19. hxg6
Dxc3! 20. Hh8+! Kg7 21. Hh7+ Kg8
22. Bd4!
Þrumuleikur, svartur nær drottn-
ingaruppskiptum en dugar það?
22. … Dxc2+ 23. Dxc2 Rxc2
24. f5!!
Magnaður vinningsleikur og sá
eini í stöðunni, 24. … Bxg5 er svarað
með 25. f6 sem hótar 26. Hg7+og 26.
Hh1+.
24. … exf5 25. e6! Rxd4 26. gxf7+
Hxf7 27. exf7+ Kf8 28. Hh8+ Kg7
29. Hxa8 Re6 30. Hg8+ Kf6 31. Rxe6
Kxf7 32. Hg7+ Kf6 33. Hxe7 Kxe7
34. Rc7
Með skiptamun yfir í endatafli er
eftirleikurinn auðveldur.
Kd6 35. Rxd5 Ke5 36. Re7 Bb5 37.
He1+ Kf6 38. Kc2 Rc5 39. Rd5+ Kg5
40. Rxb6 Rd3 41. Hd1 Rf4 42. Hd8
Re6 43. Hg8+ Kf6 44. g3 Bc6 45.
Kc3 Be4 46. b4 Kf7 47. Hc8 Ke7 48.
a4 Bg2 49. b5 axb5 50. axb5 f4 51.
gxf4 Rxf4 52. Rc4 Re6 53. b6 Kd7 54.
Hg8 Be4 55. Ra5 Rd8 56. Hg7+
– og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Skákþing Íslands í Turninum
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar. Senda
skal þátttökuseðil í umslagi
merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádeg-
ismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 2. júní rennur út
á hádegi 7. júní. Vinnings-
hafi krossgátunnar 24. maí
er Áslaug Faaberg, Mark-
arflöt 29, Garðabæ. Hún
hlýtur í verðlaun bókina
Hinir réttlátu eftir Sólveigu Pálsdóttur. Forlagið
gefur bókina út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang