Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 2

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Þetta er svakalega góð tilfinning,“ segir Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, en hún lauk í gær 374 kílómetra löngu hlaupi norður Kjöl og suður Sprengisand ásamt Christine Bucholz og Maríu Jóhannesdóttur Hlaupið var til styrktar MS og luku konurnar við það á níu dögum. Þær fengu góðar móttökur í Hrauneyjum í dag, þar sem fjölskylda og með- limir í MS-setrinu tóku á móti þeim. 374 kílómetra löngu hlaupi lokið fyrir MS Ljósmynd/Sólveig M. Jónsdóttir Hlaup kvennanna jafngildir tæpum níu maraþonhlaupum í röð Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Breið samstaða er um framtíðarfyr- irkomulag lífeyrissjóðakerfisins. Fyrirhuguðum breytingum til að jafna eftirlaunaaldur og -kjör opin- berra og almennra launþega verður ekki komið á nema á kostnað launa- breytinga. Þetta segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. „Það má ekki gleyma því að allt er þetta partur af okkar kjörum. Ef við viljum halda allt að því óbreyttum líf- eyrisréttindum, þá verður minna eft- ir til annarra launabreytinga, eins og t.d. launahækkana,“ segir Gylfi. „Þetta verður því varla gert öðru- vísi en að það komi niður á launa- breytingum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðskerfi hinna norrænu ríkjanna og í Norður-Evr- ópu hafa verið skoðuð til samanburð- ar við það íslenska. „Lífeyrisréttur upp á 70-75% af meðaltekjum er al- gengastur í þessum löndum og er vinnumarkaðstengdur, eins og hér.“ 76% og 67 ára Gylfi segir að markmiðið sé að líf- eyrisréttur verði um 76% af ævitekj- unum og að lífeyristökualdurinn verði 67 ár. Þá sé stefnt að því að hver kynslóð verði ábyrg fyrir sínum réttindum, sem þýðir að aldurs- tengja þarf kerfið. Hann segir breyt- ingarnar óhjákvæmilega kalla á hækkun iðgjalda. „Það hefur mynd- ast samstaða um að aðlaga almenna markaðinn þeim opinbera í réttind- um og það verður ekki gert öðruvísi en að hækka iðgjöld. Reyndar sömd- um við um það í maí 2011 að fyr- irtækin í landinu myndu hækka sitt iðgjald í áföngum til jafns við ríki og sveitarfélög á sjö ára tímabili. Það þýðir hækkun á launakostnaði og hefur áhrif á samkeppnissstöðu, verðlag og fleira. Þess vegna er afar mikilvægt að gera þetta á það löngum tíma að hagkerfið og fyrir- tækin geti aðlagað sig.“ Gylfi segir lítinn ágreining vera um framtíðarskipan kerfisins. „Það er býsna breið samstaða um hvernig við sjáum fyrirkomulagið fyrir okkur í framtíðinni, en það er ljóst að það er mjög flókið að komast út úr nú- verandi ástandi í það fyrirkomulag. Bæði á það við um okkur sem þurf- um að hækka iðgjöld, en líka á það við um opinbera starfsmenn sem þurfa að fara út úr þessu ríkis- ábyrgðarkerfi sem þeir eru í í dag og fara yfir í kerfi sem verður að standa á eigin fótum. Þeir hafa eðlilega sett fyrirvara um með hvaða hætti það gerist, þeir vilja aðlögun og eru í við- ræðum við fjármálaráðuneytið um það. Ég vænti þess að menn komist að ábyrgri niðurstöðu, því það er ljóst að réttindi minna félagsmanna hanga á því að það náist breið sam- staða. Fólk á að geta farið á milli starfa á almennum og opinberum markaði án þess að lífeyrisréttindi þess breytist eitthvað að ráði.“ Á kostnað launabreytinga  Breytingarnar á lífeyrissjóðakerfinu þurfa að gerast á löngum tíma  Forseti ASÍ segir hækkun iðgjalda óhjákvæmilega  76% lífeyrisréttur hefjist 67 ára „Réttindi minna fé- lagsmanna hanga á því að það náist breið samstaða.“ Gylfi Arnbjörnsson Um 38% karlkennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum telja sig ekki geta mælt með kennarastarfinu og þar sé lágum launum fyrst og fremst um að kenna. Tæp 62% segjast hinsvegar geta mælt með starfinu og segja það gefandi, skemmtilegt, skapandi, fjölbreytt og ögrandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rafrænnar könnunar sem lögð var fyrir karlkennara í leik-, grunn og fram- haldsskólum í vor, þar sem leitað var eftir upplýsingum um þætti sem réðu úrslitum við náms- og starfsval þeirra. Vinnuálag og skortur á virðingu fyrir starfinu Geint er frá niðurstöðunum á vefsíðum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Alls svöruðu 325 kennarar og meðal þess sem kom í ljós er að 42% aðspurðra eru í öðru launuðu starfi sam- hliða kennslu. Fram kom í svörunum að lengd námsins væri letjandi, starfið orðið of mikið „skrifstofustarf“, vinnuálagið mikið og virðingu fyrir störfum kennara skorti bæði frá samfélagi, foreldrum og nemendum. Þá kom fram að vinnustaðurinn væri of kvenlægur og kenn- arar byggju við þvingað sumarfrí. Engu að síður töldu um 68% svarenda að þeir yrðu við kennslu eftir 5 ár, að því er fram kemur í umfjöllun Sambands ísl. sveitarfé- laga um niðurstöðurnar. 38% karlkennara geta ekki mælt með starfinu Morgunblaðið/ÞÖK Kennsla Rúm 60% karlkennara segja starfið gefandi, skemmtilegt og skapandi en jafnframt krefjandi.  42% eru í öðru launuðu starfi samhliða kennslu Maria Damanaki, sjávarútvegs- stjóri ESB, segir að frekari fréttir verði af refsiað- gerðum vegna makríldeilunnar fyrir lok þessa mánaðar. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun ræða deiluna við José Manuel Barroso, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, á fundi þeirra í Brussel í dag. Sjávarútvegsráðherrar ESB ræddu meðal annars um makríldeil- una í gær en Bretar og Írar höfðu fyrir fundinn hvatt til þess að gripið yrði til refsiaðgerða gegn Íslend- ingum og Færeyingum. „Við getum ekki beðið til næsta árs, við verðum að grípa til aðgerða núna. Hvað varðar til hvaða aðgerð- um við grípum nákvæmlega þá munu frekari upplýsingar verða gefnar út fyrir lok þessa mánaðar,“ sagði Dam- anaki á blaðamannafundi í gærkvöldi. Standast ekki EES-samninginn Sigmundur Davíð fundar í dag með leiðtogum Evrópusambandsins og á auk þess fund með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins. „Sigmundur Davíð á fund með Herman van Rompuy [forseta leiðtogaráðs ESB] í fyrramálið og ég geri ráð fyrir að þetta verði meðal annars rætt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, aðstoð- armaður forsætisráðherra, í samtali í gærkvöldi. „Við munum gera Barroso grein fyrir afstöðu Íslendinga, sérstaklega þeirri afstöðu okkar að við teljum þessar refsiaðgerðir allt of víðtækar og að þær standist ekki EES- samninginn. Þær séu ólögmætar og við munum ekki sitja þegjandi undir því. Ég geri ráð fyrir að þetta komi fram á morgun [í dag],“ sagði Jó- hannes Þór. Birgir Ármannsson, for- maður utanríkismálanefndar Alþing- is, hefur ekki trú á að ESB grípi til aðgerða öðruvísi en að frekari við- ræður eigi sér stað áður og hann hef- ur miklar efasemdir um að slíkar refsiaðgerðir fái staðist. kjartan@mbl.is Ræðir við Barroso um makríldeilu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  Damanaki vill aðgerðir strax SUMAR - MARKA ÐUR ELLINGS EN REYKJAVÍK OG AKUREYRI DIDRIKSONS CASCADE Dömu, 36–44. Herra, S–2XL. 13.990 KR. FULLT VERÐ 17.990 KR. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 20 54 ÞEKKT VÖRU- MERKI Á FRÁBÆRU VERÐI!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.