Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 30

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 Bókin „The cuckoo’s calling,“ sem gefin var út í apríl síðastliðnum, fékk frábærar undirtektir. Nú hef- ur komið í ljós að höfundur bókar- innar er raunar engin önnur en J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter. Hún notaðist við dul- nefnið Robert Galbraith til þess að fá hlutlausa gagnrýni á verk sitt. „Ég var að vonast til að ná að halda þessu leyndu enn lengur. Það hefur verið frábært að fá hlutlausa gagn- rýni á verk mín og það er frábært að geta gefið út bók án þess að vera með gríðarlega pressu á sér,“ sagði Rowling. „The cuckoo’s calling“ er leyni- lögreglusaga sem fjallar um dular- fullt dauðsfall ljósmyndafyrirsætu. Gagnrýnendur bókarinnar vöktu athygli á hæfileika karlkyns höf- undar bókarinnar til að lýsa kven- mannsfatnaði en það átti sér eðli- lega skýringu. Glöggir lesendur bókarinnar tóku eftir því að Rowling og hinn svokallaði Galbraith notuðust við sama bókaforlag. Þá vöknuðu grunsemdir um að Rowling væri raunverulegur höfundur bók- arinnar, en það fékkst loks staðfest á dögunum. Bókin er rúmar 450 blaðsíður og hefur ekki verið þýdd á íslensku. Dulnefni J.K. Rowling notaði nafnið Robert Galbraith. Rowling afhjúpuð sem höfundur glæpasögu AFP Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íslenski tónlistarmaðurinn Viðar Örn Sævarsson gaf nýlega frá sér plötuna Get Me Some Professional Help undir nafninu Lonesome Duk- es. Viðar er búsettur í Danmörku með fjölskyldu sinni þar sem hann leggur stund á nám í hjúkrunar- fræði. Þó námið og fjölskyldulífið taki sinn tíma segir Viðar tónlistina aldrei langt undan, enda áhugamál sem erfitt getur reynst að leggja á hilluna. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og hún er hálfgerð ástríða hjá mér. Hins vegar verður að segjast að ég hef mun meiri áhuga á tónlistinni en nokkurn tíma hæfileika, það veit ég alveg,“ segir Viðar og hlær hátt, en af samtalinu við hann að dæma varð strax ljóst að hann tekur hvorki sjálfan sig né tónlistina sína of hátíð- lega. „Ég var töluvert í dauðarokkinu á sínum tíma og spilaði þó nokkuð á tónleikum sem enginn kom á enda voru fáir sem báðu okkur að koma og spila og við þurftum alltaf að borga fyrir að fá að spila einhvers staðar. Það var frekar að fólk bað okkur um að hætta að spila.“ Fjarri öllu þungarokki í dag Nýja plata Viðars, Get Me Some Professional Help, er í rólegri og þægilegri kantinum og fjarri öllu þungarokki. Það má því segja að Við- ar sé að feta nýja leið í sinni tónlist frá því sem hann gerði á sínum yngri árum. Spurður út í textana og lögin á plötunni segir hann tónlistina koma nokkuð áreynslulaust til sín og sé í því sem hann kallar „folk“-stíl. „Tón- listin kemur eiginlega bara sjálfkrafa hjá mér og ég hef ekki haft mikið fyr- ir þessu enn sem komið er. Sum lög eru vissulega betri en önnur en ég er nokkuð sáttur með plötuna í heild sem er í svona nokkurs konar „indí- folk“ stíl.“ Get Me Some Professional Help er fyrsta platan sem Viðar gefur út sjálfur, en honum til halds og trausts voru bassaleikarinn Ulrik Skytte og trommuleikarinn Henrik Jurgensen. „Ég var búinn að vera bassaleikari um nokkurt skeið í hljómsveit en hætti og fór þá að raula einhvern texta við lagabúta sem ég hafði gert. Fljótlega upp úr því fór að koma mynd á nokkur lög og ég hafði þá samband við Henrik og spilaði fyrir hann lögin mín. Upp úr því fórum við að vinna að plötunni,“ segir Viðar, en hann segir Henrik m.a. eiga eitt lag á plötunni og bassaleikarann Ulrik hafa hljóðblandað diskinn og tekið upp. „Við köstuðum lögunum á milli okkar og gagnrýndum og bættum. Þannig komum við allir að bæði lög- um og texta þó ég semji flesta text- ana á plötunni sjálfur sem eru kannski engir nóbelsverðlaunatextar þó einhverjir séu góðir,“ segir Viðar glottandi. Æstir að spila á Íslandi Þrátt fyrir að hafa fært sig úr þungarokkinu yfir í rólegri tónlist segir Viðar engan hafa enn beðið sig um að spila á Íslandi. „Við höfum spilað í Danmörku sem er feikilega skemmtilegt en enn sem komið er hefur enginn beðið okkur um að spila á Íslandi. Ég veit að strákana langar mikið til þess að koma til Íslands og spila en ég er í námi og á fjölskyldu og hef ekki efni á að koma með þá til landsins og halda þeim uppi hérna og greiða fyr- ir tónleika á einhverjum stöðum.“ Þrátt fyrir að hafa spil- að nokkuð í Danmörku segir Viðar þá tónleika ekki enn hafa skilað þeim miklu í aðra hönd. „Listasafnið í Óðinsvéum bað okkur um að spila og við fengum greitt fyrir. Það var skemmtileg ný- breytni enda eitthvað sem við erum ekki vanir þó það væri kannski gam- an að fá oftar eitthvað borgað fyrir að spila. Aðrir tónleikar sem við höf- um haldið hafa helst verið fyrir ein- hverja hippa og lítið upp úr þeim að hafa og við komið út í mínus,“segir Viðar og hlær hátt og mikið. Semur texta á íslensku og ensku Textarnir á plötunni eru allir á ensku en Viðar segist eiga erfitt með að syngja á íslensku. „Ég er bara feiminn að syngja á íslensku og mér finnst betra að semja og syngja á ensku. Ég hef samt samið nokkra texta á íslensku en ekki verið spila þá mikið fyrir aðra.“ Viðar segist ekki vera neitt rosa- lega góður í ensku þó það sé ekki að heyra af textunum hans eða söng. Þrátt fyrir það kýs hann fremur enskuna fram yfir íslenskuna í texta- smíðum sínum. Mögulega er ensku- kunnátta Viðars eins og tónlistin hans, betri en hann vill sjálfur meina að hún sé. Plötuna hans Viðar er hægt að nálgast á tónlistarsíðunum gogoyoko og chingchingblingbling. Þá verður Viðar með tónleika í Gamla bænum í Mývatnssveit á föstudaginn með gít- arleikaranum Ottó Páli Arnarssyni. Semur tónlist og spilar í Danmörku  Viðar Örn Sævarsson gaf nýlega út fyrstu sólóplötu sína, Get Me Some Professional Help  Færði sig úr þungarokkinu yfir í rólega „folk“-tónlist  Vill spila meira á Íslandi en fær fá boð um að spila Tónlistarmaður Viðar Örn hefur spilað á gítar og bassa í hljómsveitum. Tónleikar Viðar ásamt Ulrik og Henrik Jurgensen á tónleikum í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.