Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 27
úsar Kjartanssonar, Hljómsveit
Gunnars Þórðarsonar, Mannakorn,
Tamlasveitin o.fl. Auk þessa hefur
Ásgeir spilað inn á fjöldann allan af
útgefnum plötum fyrir ýmsa tónlist-
armenn.
Ásgeir hefur gefið út þrjár sóló-
plötur: Veröld smá og stór (1995),
Áfram (2003) og Sól (2005).
Fjórða plata Ásgeirs kemur svo út
í dag. Hún heitir Fljúgðu með mér og
inniheldur tvær geislaplötur með eig-
in tónsmíðum, 20 lög alls.
Ásgeir hefur unnið til fjölda verð-
launa í gegnum árin. Hann var t.d.
valinn trommuleikari ársins í vin-
sældakosningum blaðanna um miðj-
an átta áratuginn. „Þá var ég í
Pelican og þetta var langvinsælasta
hljómsveitin og hún vann alla titlana
eða því sem næst.“ Ásgeir vann einn-
ig titilinn árið 1976 þegar hann var í
Paradís. Ásgeir hlaut tilnefningar
fyrir fyrstu sólóplötu sína sem besta
plata ársins 1995. Fimm plötur voru
tilnefndar þetta árið og vann Björk
með plötunni Post. Ásgeir var einnig
tilnefndur sem lagahöfundur og
trommuleikari ársins sama ár.
Fjölskylda
Kona Ásgeirs er Ingibjörg Elfa
Bjarnadóttir, f. 26.8. 1962, sýning-
arstjóri í Borgarleikhúsinu. For-
eldrar hennar eru Jóna Baldvins-
dóttir, f. 28.5. 1940, húsmóðir á
Akureyri, og Bjarni Anton Bjarna-
son, f. 18.10. 1935, d. 24.8. 2000, kaup-
maður á Akureyri. Fyrrverandi maki
Ásgeirs er Guðrún G. Thoroddsen, f.
11.4. 1960, bústjóri á Akureyri.
Ásgeir og Guðrún eiga þrjú börn.
Þau eru Hrafnhildur Guðrúnardóttir,
f. 7.3. 1979, fatahönnuður í Kaup-
mannahöfn. Maki hennar er Michael
Hansen, f. 20.2. 1981, auglýsingastjóri
í Kaupmannahöfn. Sonur þeirra er
Máni Hrafnhildarson Hansen, f. 20.9.
2010; Margrét G. Thoroddsen, f. 10.8.
1984, kennari og tónlistarkona í Hafn-
arfirði. Maki hennar er Gylfi Örn
Gylfason, f. 31.8. 1976, húsasmíða-
meistari í Hafnarfirði. Dóttir þeirra
er Vaka Margrét Gylfadóttir, 28.7.
2011; Karítas Guðrúnardóttir, f. 4.11.
1992, skrifstofukona á Sauðárkróki.
Maki hennar er Egill Þórir Bjarna-
son, f. 6.8. 1989, hestatamningamaður
á Sauðárkróki. Börn þeirra eru Guð-
rún Elín Egilsdóttir, f. 16.6. 2010, og
Bjarni Egilsson, f. 5.12. 2012.
Systkini Ásgeirs eru Anna Ósk-
arsdóttir, f. 7.11. 1945, d. 29.9. 1949;
Steinunn Anna Óskarsdóttir, f. 28.7.
1950, læknaritari í Reykjavík; Óskar
Örn Óskarsson, f. 25.2.1955, lag-
ermaður í Kópavogi; Þröstur Ósk-
arsson, f. 30.3.1963, sjómaður á
Hvammstanga.
Foreldrar Ásgeirs eru Margrét Ás-
geirsdóttir, f. 7.1. 1929, d. 12.10. 2000,
húsmóðir og saumakona í Reykjavík,
og Óskar Óskarsson, f. 17.6. 1924, d.
30.4. 1992, bílstjóri í Reykjavík.
Úr frændgarði Ásgeirs Óskarssonar
Ásgeir
Óskarsson
Steinunn Bjarnadóttir
ljósm. og húsfr. í Eystri-
Garðsauka, Hvolhr., Rang.
Óskar Sæmundsson
skrifstofumaður í Rvík
Anna Ólafsdóttir
húsfr. í Kirkjuvogi í Höfnum
Óskar Óskarsson
bílstjóri í Reykjavík
Ólafur Ketilsson
hreppstj., b. og útgerðarm.
á Kalmanstjörn í Höfnum
Steinunn Oddsdóttir
húsfr. í Kirkjuvogi, faðir hennar var Oddur
V. Gíslason guðfr., sjóm. og baráttum.
Páll Þórarinsson
b. á Ytri-Sólheimum í Mýrdal
Stefanía Sigurðardóttir
húsfr. á Ytri-Sólheimum í Mýrdal
Ásgeir Pálsson
bóndi í Framnesi í Mýrdal
Kristín Hólmfríður
Tómasdóttir
húsfr. í Framnesi í Mýrdal
Margrét Ásgeirsdóttir
húsfr. og saumak. í Rvík
Tómas Jónsson
verkam. í Vík í Mýrdal
Margrét Jónsdóttir
húsfreyja í Vík í Mýrdal
Tómas
Tómas.
sjómaður
Margrét
Rakel
Tómasd.
skrifstofuk.
í Rvík
Svava
Sigríður
Guðmundsd.
húsfr. í Rvík
Guðmundur
Svövuson
Pétursson
gítarleikari
Sæmundur Oddsson
sýslunefndarm. og b. í
Eystri-Garðsauka
Guðrún Oddsd.
húsfr. í Tungu
í Fljótshlíð
Ólafía
Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Sigríður
Sigurðard.
húsfr. í Rvík
Tómas Magnús
Tómasson
bassal. í Stuðmönnum
Oddur Ólafsson
yfirlæknir á Reykjalundi
Hjónin Ásgeir og Ingibjörg Elfa.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
Sigurður Thoroddsen, fyrstiverkfræðingur landsins,fæddist að Leirá í Borgarfirði
16. júlí 1863. Foreldrar hans voru
Jón sýslumaður og skáld Thorodd-
sen og Kristín Ólína Þorvaldsdóttir,
umboðsmaður Sívertsen í Hrappsey.
Jón lést 1868 og fluttist þá Kristín til
Reykjavíkur og kom sonum sínum
til mennta og urðu þeir allir þjóð-
kunnir menn. Má þar nefna Þorvald
prófessor og Skúla, bæjarfógeta og
ritstjóra.
Sigurður varð stúdent frá Lærða
skólanum 1882 og fór í nám til Kaup-
mannahafnar í verkfræði og útskrif-
aðist úr því fagi árið 1891.
Eftir útskrift starfaði Sigurður
sem verkfræðingur í vegagerð í eitt
ár í Kaupmannahöfn. Hann fór svo
til Noregs til að kynna sér vega-
framkvæmdir því talið var að að-
stæður þar væru líkari þeim sem
voru á Íslandi, og hlaut til þess styrk
frá Alþingi. Þegar hann kom heim
var hann skipaður landsverkfræð-
ingur. Lítið hafði verið um verklegar
framkvæmdir þegar Sigurður hóf
störf, nær engir vegir voru hér og
ein stór brú, hengibrúin yfir Ölfusá.
Gangskör var gerð að því að
leggja vegi og byggja brýr og á
starfsárum Sigurðar voru byggðar
stórbrýr svo sem yfir Blöndu,
Þjórsá, Jökulsá á Fjöllum og Jök-
ulsá í Axarfirði. Það er þó ætíð erfitt
að vera brautryðjandi, starfsskilyrði
voru slæm og margir verkstjórar
treystu frekar á brjóstvitið en ein-
hver fræði utan úr heimi. Svo fór að
Sigurður sagði stöðu sinni lausri eft-
ir tólf ára starf og gerðist kennari í
stærðfræði við Menntaskólann í
Reykjavík. Hann varð síðan yf-
irkennari þar, en sinnti einnig verk-
fræðistörfum og gegndi stöðu bæj-
arverkfræðings í Reykjavík um
tíma.
Eiginkona Sigurðar var María
Kristín, f. 25.4. 1880, dóttir Valgarðs
Claessen kaupmanns og síðar lands-
féhirðis. Meðal barna þeirra var
Gunnar forsætisráðherra.
Sigurður Thoroddsen lést 29.9.
1955. Öll börn Sigurðar eru látin en
22 barnabörn ásamt mökum og
fleira ættfólki ætla að koma saman í
dag og minnast Sigurðar.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Thoroddsen
95 ára
Hafliði Þórir Jónsson
85 ára
Kristín Tryggvadóttir
Stefán Friðbjarnarson
80 ára
Björn Þorkelsson
Guðni Þorsteinsson
Inga Bjarney Óladóttir
Jóhanna D. Skaftadóttir
Jón Eyfjörð Sæmundsson
Kristveig Jónsdóttir
Oddgeir Ísaksson
Stefán Sigurður Árnason
75 ára
Ásdís Kristjánsdóttir
Ástmar Ólafsson
Björn Hermannsson
Einar Bjarni Bjarnason
Gunnar M. Guðmannsson
Jenný S. Franklínsdóttir
Júlíus Bergsson
Magnús Sigurðsson
Sigurður Magnússon
70 ára
Agnes Einarsdóttir
Auður Pétursdóttir
Ingunn Stefánsdóttir
Óli Pétur Olsen
Pétur Jónsson
Rafn Guðmundsson
Sigrún Magnúsdóttir
Sigurgeir Bárðarson
60 ára
Ásgeir Óskarsson
Ásta S. Geirsdóttir
Eva Garðarsdóttir
Eyjólfur Guðmundsson
Guðrún M. Benediktsdóttir
Haraldur Aðalb. Haraldsson
Hrönn Albertsdóttir
Jónas Ágúst Ágústsson
Lilja Albertsdóttir
Sigríður Björg Ström
Sigríður Guðlaugsdóttir
Sigurbjörg Óskarsdóttir
Þórhallur Hólmgeirsson
50 ára
Björn Guðgeir Sigurðsson
Halldór Halldórsson
Ingunn B. Þórisdóttir
Páll Björnsson
Sigríður Bech Ásgeirsdóttir
Sigurjón Sigurbjörnsson
Skúli Þór Sigurbjartsson
Sævar Þórsson
Þorsteinn Gunnarsson
Ægir Stefán Hilmarsson
Örn Hermannsson
40 ára
Ásgeir Elíasson
Elva Sturludóttir
Gréta Guðmundsdóttir
Guðbrandur Pálsson
Gunnar Sölvason
Harpa María Hreinsdóttir
Haukur Eiríksson
Markús Þórarinn Þórðarson
Matthías Eyjólfsson
Ómar Árnason
Pálmar Jósafat Sigurðsson
Sigríður Eva Rafnsdóttir
Sigrún Hreinsdóttir
Unnur Ósk Björgvinsdóttir
Vítor Paulo Ramos Bicas
30 ára
Erna Sólveigardóttir
Garðar Ágúst Svavarsson
Guðmundur K.Ragnarsson
Heiðdís Hafdísardóttir
Jóna H. Bergsteinsdóttir
Kristín Guðm.d. Hammer
Steinunn Bjarnadóttir
Trausti Valur Traustason
Vilborg G. Sævarsdóttir
Til hamingju með daginn
50 ára Skúli er fæddur
og uppalinn á Sólbakka í
Víðidal, V-Húnavatns-
sýslu, og er bóndi á Sól-
bakka.
Maki: Sigríður Hjaltadótt-
ir, f. 1960, heilbrigðis-
fulltrúi hjá Heilbrigðiseft-
irliti Norðurlands vestra.
Börn: Ólöf Rún, f. 1992,
og Guðni Þór, f. 1995.
Foreldrar: Sigurbjartur
Frímannsson, f. 1936, og
Sigrún Ólafsdóttir, f. 1941,
bændur á Sólbakka.
Skúli Þór
Sigurbjartsson
40 ára Markús fluttist
ungur í Hafnarfjörðinn og
er kerfisstjóri hjá Tölvu-
og tækniþjónustunni.
Maki: Sóley Eva Gúst-
afsdóttir, f. 1975, sér um
kaffikróka í Ölgerðinni.
Börn: Theodóra María, f.
1994, Elfa Karen, f. 1998,
og Þórður Alex, f. 1999.
Foreldrar: Þórður Mark-
ússon, f. 1940, d. 1983,
símsmiður í Hafnarfirði,
og Svala Þyri Steingríms-
dóttir, f. 1942, fóstra.
Markús Þór-
arinn Þórðarson
40 ára Elva er frá Akur-
eyri og er félagsráðgjafi á
Landspítalanum.
Maki: Héðinn Svarfdal
Björnsson, f. 1974, verk-
efnisstjóri hjá Landlækn-
isembættinu.
Börn: Sóldögg, f. 1994, f.
Goði, f. 2009, og Víkingur,
f. 2013.
Foreldrar: Sturla Sig-
tryggsson, f. 1952, og
Friðbjörg Hallgrímsdóttir,
f. 1956. Stjúpfaðir er Freyr
Áskelsson, f. 1946.
Elva
Sturludóttir
Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar
Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki
A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is
Tæki til verklegra
framkvæmda
Stofnað 1957