Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
stað í Hrútafjarðará, að sögn Þrastar
Elliðasonar hjá Veiðiþjónustunni
Strengjum.
„Þar er glæsilegt vatn og mikill
fiskur. Þetta er með betri byrjunum í
Hrútu,“ sagði Þröstur. Veiðin hefur
farið hægar af stað í Breiðdalsá og
Jöklu á Austurlandi.
„Það er almennt mikið vatn á Aust-
urlandi og kalt vegna snjóbráðar. Það
byrjaði allt frekar rólega þar enda
árnar kaldar og beljandi. Það er rétt
að byrja að veiðast núna. Það er farið
að rætast úr þessu núna,“ sagði
Þröstur. Hann sagði búið að veiða fáa
tugi fiska, um 20 laxa í Breiðdal og
um 15 í Jöklu. Sömu sögu er að segja
af silungsveiðinni í Breiðdalsá, mikið
vatn og kuldi hefur dregið úr henni.
Þröstur var engu að síður bjart-
sýnn á framhaldið og taldi næsta víst
að ástandið myndi batna þegar árnar
hefðu jafnað sig eftir vorleysing-
arnar. Útlit er fyrir að Jökla verði
hrein lungann úr sumrinu enda er
Hálslón langt undir meðaltali í vatns-
hæð. Það er því ekki útlit fyrir að
gruggugt jökulvatn fari að flæða úr
því fyrr en í haust.
Ljósmynd/Strengir
Jökla Útlendur veiðimaður veiddi nýlega þennan fallega fisk í Hólaflúð í
Jöklu. Veiðin hefur farið þar hægt af stað vegna kulda í ánum.
Metveiði í Flóka-
dalsá í sumar
Laxveiðin í sumar
» Laxveiðin í sumar tók fyrst
við sér í ám sem renna í
Faxaflóann. Veiðin í Norðurá,
Þverá og Kjarrá er fyrir nokkru
orðin meiri en hún var allt síð-
asta sumar, líkt og gildir um
Flókadalsá.
» Laxveiðiár á Norður- og
Austurlandi voru seinni af stað
en sýna þess nú merki að vera
að taka við sér, samkvæmt
vefnum angling.is.
Góð byrjun í Hrútafjarðará
STANGVEIÐI
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Flókadalsá í Borgarfirði, eða Flóka,
hafði gefið 376 laxa í gær. Það er lík-
lega metveiði í ánni að sögn Sigurðar
Jakobssonar, formanns Veiðifélags
Flókadalsár. Veitt er á þrjár stangir.
Sigurður sagði að fyrir tæpri viku,
17. júlí, hefðu verið komnir 313 laxar
úr ánni sem var meira en allt sumarið
í fyrra. Þá gaf Flókadalsá 300 laxa
sem var það minnsta frá árunum 1995
og 1996. Hann benti á að í gær hefði
Flóka verið búin að gefa 125,3 laxa á
hverja stöng frá því veiðin hófst 18.
júní sl.
Hinn 17. júlí hafði Flóka gefið 104,3
laxa á stöng, sem var meira en nokk-
ur önnur laxveiðiá hafði gefið á stöng
á sama tíma. Næst kom Haffjarðará
með 95 laxa á stöng, en þar er veitt á
sex stangir. Í þriðja sæti var Norðurá
með 76 laxa á stöng, þar er veitt á 15
stangir.
Fyrir um 20 árum var oft dræm
veiði í Flóku þar til um miðjan júlí.
Hin seinni ár hefur þetta gjörbreyst
og veiðin verið jöfn allt sumarið. Sig-
urður taldi að þessa góðu veiði nú
mætti þakka betri skilyrðum í sjón-
um.
„Hér á Borgarfjarðarsvæðinu
kemur laxinn feitur og fallegur og í
óhemjumiklu magni til baka úr sjón-
um. Það er gjörólík staða frá því í
fyrrasumar þegar komu færri og hor-
aðri laxar,“ sagði Sigurður. Hann
taldi að uppeldisskilyrði í ánum hefðu
verið svipuð frá ári til árs. Veiðifélag
Flókadalsár selur sjálft veiðileyfin.
Sigurður sagði að auðvelt hefði verið
að selja veiðileyfin undanfarin ár.
„Það er frekar að það sé biðlisti eft-
ir leyfum en hitt,“ sagði Sigurður.
Laxveiðin hefur farið mjög vel af
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta
lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar
þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í
eindaga til og með 15. júlí 2013, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og
með 5. júlí 2013 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í
eindaga til og með 15. júlí 2013, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds,
virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og
utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti,
bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti,
viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna
lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu,
vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir,
fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi,
sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi
Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar,
sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald,
búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í
framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað
fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám.
Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs
kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast
óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds,
vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við
því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af
ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð
fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum.
Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15
daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. júlí 2013
Tollstjóri
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli