Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Meðalbónusgreiðslur breskra banka-
manna sem þéna meira en eina milljón
evra á ári hafa lækkað mikið milli ára.
Greiðslurnar voru 3,5 sinnum grunnlaun
þeirra að meðaltali árið 2012 en árið áð-
ur voru þær 6,1 sinni grunnlaunin. ESB
setti nýlega lög um að bónusgreiðslur
megi ekki vera hærri en grunnlaunin, en
með samþykki hluthafa mega þær vera
tvisvar sinnum hærri en grunnlaunin,
segir í frétt Financial Times.
Bankabónusar lækka
mikið milli ára
● Sænska fjárfestingarfélagið Alto
Equity Partners mun kaupa Rossignol,
næststærsta skíðaframleiðanda í
heimi mælt í veltu. Tvöfalda á veltu fyr-
irtækisins, sem er 207 milljónir evra,
með því hefja framleiðslu á útivistar-
fatnaði til að vega upp á móti sam-
drætti í sölu á skíðum.
Svíar hyggjast tvöfalda
veltu Rossignol
Creditinfo hefur fengið starfsleyfi og
opnað skrifstofu í Tansaníu, fyrst
slíkra fyrirtækja þar í landi. Starf-
semin er í samræmi við stefnu rík-
isstjórnar Tansaníu um að byggja
upp og styrkja innviði fjármálakerf-
isins. Þegar hefur verið samið við
nokkra af helstu bönkum landsins,
segir í tilkynningu.
Þjónusta Creditinfo í Tansaníu er
sambærileg við starfsemi fyrirtæk-
isins í öðrum löndum víðs vegar um
heiminn þar sem bæði almenningur
og fyrirtæki geta nálgast fjárhags-
legar upplýsingar um einstaklinga og
lögaðila og margvíslega úrvinnslu
þeirra. Þá hefur fyrirtækið sett upp
sérstakt kerfi fyrir Seðlabanka Tan-
saníu sem notað er til að safna öllum
upplýsingum um útlán í tansaníska
bankakerfinu.
Creditinfo er með starfsemi í 15
löndum. Í Morgunblaðinu í febrúar
kom fram að þar væru lönd eins og
Grænhöfðaeyjar, Kasakstan og
Úkraína. Stærstu skrifstofur fyr-
irtækisins séu á Íslandi og í Tékk-
landi, um 60 starfsmenn á hvorum
stað og svo séu 40 í Litháen. Rekst-
urinn í Tékklandi sé nokkuð frá-
brugðinn því sem gengur og gerist
annars staðar hjá fyrirtækinu því þar
sé rekið upplýsingatæknifyrirtæki,
sérhæft fyrir fjármálageirann.
Samið Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri Creditinfo, á kynningarfundi.
Opna í Tansaníu
Creditinfo hefur fengið starfsleyfi
og opnað skrifstofu í Tansaníu
um að því í fjögur ár ná samningi í
Suður-Kóreu. Þetta er mikil og tíma-
frek vinna. Koma þarf á samstarfi
við fyrirtæki sem hefur þekkingu á
því sem við erum að gera, en hefur
auk þess það sem til þarf til að ná ár-
angri í sínu landi,“ segir Jón. Það tók
að hans sögn skamman tíma að ná
samningnum í Perú en tvö ár að
landa samningnum í Taílandi.
Hann segir að það hafi hjálpað til
við að ná samningunum að salan
gangi vel í Bandaríkjunum sem og að
miðanum á flöskunni hafi verið
breytt og að tappinn sem var blár sé
nú svartur. Þessi breyting leiddi til
þess vatnsflaskan sé litin jákvæðari
augum og vatnið talið betri vara.
Fyrirtækið tappar vatni á flöskur í
vatnsverksmiðju sinni í Ölfusi og sel-
ur á erlenda markaði undir merkjum
Icelandic Glacial. Jón segir að ekki
þurfi að ráðast í breytingar á verk-
smiðjunni til að anna aukinni fram-
leiðslu, hún geti framleitt mun
meira. „Verksmiðjan framleiðir um
það bil einn 40 feta gám á klukku-
tíma,“ segir hann.
Mikilvægustu markaðsvæði fyrir-
tækisins þegar fram líða stundir
verða Bandaríkin, Kína og hugsan-
lega Indland, en þar hefur fyrirtækið
ekki enn komið sér fyrir, að sögn
Jóns. „Ég vonast til að vera alls stað-
ar þar sem þörf er á vatni,“ segir
hann.
Umfang Icelandic Glacial mun
tvöfaldast á tveimur árum
Samið um að dreifa vatninu í Suður-Kóreu Selja til tíu landa víða um heim
Þolinmæði „Við unnum að því í fjögur ár að ná samningi í S-Kóreu,“ segir Jón Ólafsson. Samningurinn er í höfn.
Morgunblaðið/RAX
Fer vaxandi
» Fram hefur komið í fjöl-
miðlum að sala IWH hafi í
janúar tvöfaldast milli ára.
» Árið 2011 tapaði fyr-
irtækið 10 milljónum banda-
ríkjadala. Fyrirtækið stendur
að sögn Jóns Ólafssonar
ágætlega.
» Jón keypti kínverska fyrir-
tækið China Water & Drinks
haustið 2011. Taka þurfti
mikið til í rekstri þess.
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Jón Ólafsson, stjórnarformaður Ice-
landic Water Holdings sem flytur út
íslenskt vatn undir merkjum Ice-
landic Glacial, segist gera ráð fyrir
því að umfang rekstursins muni tvö-
faldast á næstu tveimur árum eða
svo. Hann nefnir að veltan hafi ekki
verið það mikil og því sé auðveldara
að vaxa hratt.
Vatnið er selt í tíu löndum, en í
gær var tilkynnt um dreifisamning
við Hitejinro í Suður-Kóreu, og er
vatnið nú selt í fjórum Asíulöndum-
.Vonir standa til þess að náð verði
fleiri samningum um sölu og dreif-
ingu í Evrópu og Suður-Ameríku.
England er eina landið í Evrópu þar
sem vatnið fæst um þessar mundir.
Fyrr í sumar var tilkynnt um að
vatninu yrði dreift í Taílandi og
Perú. „Það eru sífellt að bætast við
fleiri og fleiri lönd,“ segir Jón í sam-
tali við Morgunblaðið.
Uppbygging tekur tíma
Níu ár eru liðin frá því að Jón og
sonur hans Kristján voru með autt
blað fyrir framan sig og lögðu á ráðin
um hvernig ætti að standa að rekstri
fyrirtækisins. Jón er stærsti einstaki
eigandi þess, með 25% eignarhlut, og
Kristján á 20% hlut. Aðrir hluthafar
eru meðal annars bandaríski
drykkjavörurisinn Anheuser-Busch,
sem dreifir vatninu í Bandaríkjun-
um, með 20% hlut og suður-afríska
fyrirtækjasamsteypan Bidvest, á
tæplega 15% hlut.
Gerðir hafa verið sölu- og dreifi-
samningar við fyrirtæki í fjórum
löndum í Asíu: Singapúr, Kína auk
Taílands og Suður-Kóreu. „Við unn-
● Hlutabréf Yahoo hafa hækkað um
meira en 70% á einu ári frá því að Mar-
issa Mayer tók við stjórnartaumunum.
Sérfræðingar segja við Financial Times
að hækkunina megi ekki þakka nýja for-
stjóranum heldur miklum vexti hjá Ali-
baba og Yahoo í Japan.
Yfir 70% hækkun á ári
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-.
+/0-.,
++.-12
,+-0,3
,4-+1/
+/-3+/
+,/-53
+-,,15
+/3-/2
+25-./
+,,-55
+/2-+.
++.-55
,+-0/1
,4-,,.
+/-3.,
+,5-,5
+-,342
+/0-0
+14-,3
,+2-13,0
+,3-,/
+/2-1,
++/-33
,+-205
,4-,/1
+/-0,1
+,5-12
+-,30+
+/0-52
+14-1/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is
Erum með allt fyrir
Góður endir
á góðum degi
Nuddpottar
Hreinsiefni
Síur
Viðgerðarþjónusta
Varahlutir