Morgunblaðið - 16.07.2013, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
Stykkishólmur | Íslendingar geta vart
litið betur út en þegar þeir klæðast ís-
lenskum þjóðbúningi. Norska húsið í
Stykkishólmi býður þeim sem klæð-
ast þjóðbúningi til sérstakrar veislu
einu sinni á sumri. Á laugardaginn
var slíkur dagur haldinn í níunda
sinn. Tilefnið er að vekja athygli á
þjóðbúningnum og gefa þeim tæki-
færi til að hittast sem eiga slík föt og
hafa áhuga á að ganga í þeim.
Margir gestir létu sjá sig, bæði
konur og karlar. Gestunum var vísað
til sætis á annarri hæð í Norska hús-
inu, í stofu Árna Thorlacius. Þar var
boðið upp á kaffi, rabarbaradrykk og
pönnukökur. Það átti vel við að ganga
um í þjóðbúningi í heldri manna húsi
sem var byggt fyrir 180 árum.
Að loknum veitingum gengu gestir
að Frúarhúsinu sem er í næsta ná-
grenni til myndatöku, því gaman er
að eiga minningar frá eftirminnileg-
um degi.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Þjóðbúningar Prúðbúnir gestir sem hittust í þjóðbúningum sínum fyrir framan Frúarhúsið í Stykkishólmi sem
byggt var 1873. Fyrir aftan glittir í kirkjuturn gömlu kirkjunnar sem byggð var árið 1879.
Kaffisamsæti í stássstofunni
Norska húsið bauð til þjóðbúningaveislu í Hólminum
mbl.is
alltaf - allstaðar
„Þetta hefur heilmikla þýðingu fyrir
okkur, einkum sem viðurkenning á
því starfi sem við höfum verið að
vinna,“ segir
Baldur Þórhalls-
son, prófessor í
stjórnmálafræði,
en undir hans
stjórn hefur
starfað rann-
sóknasetur um
smáríki við Há-
skóla Íslands
sem hlaut styrk
frá Menntaáætl-
un Evrópusam-
bandsins og mun næstu þrjú árin
starfa sem Jean Monnet-öndvegis-
setur.
Efla þverfaglegar rannsóknir
„Setrið hefur einblínt á smáríki í
Evrópu og hvernig þau hafa brugð-
ist við Evrópusamrunaunum og
hvernig þeim gengur að fóta sig
innan sambandsins,“ segir Baldur.
En í tengslum við styrkinn mun
rannsóknasetrið leggja áherslu á
þrennt. „Í fyrsta lagi ætlum við að
stofna alþjóðlegan skóla um smá-
ríki, stjórnsýslu þeirra og hvernig
bæta megi hana, í öðru lagi á að
efla þverfaglegar rannsóknir og
kennslu um Evrópusamrunann,
Evrópusambandið og Evrópska
efnahagssvæðið. Í þriðja lagi á að
þróa námsefni sem tengir smáríkja-
fræði og stjórnsýslu og gefa út
kennslubók um Evrópusamrunann,“
segir Baldur.
20 þúsund evrur til að halda
alþjóðlega ráðstefnu
Styrkurinn nemur um 75 þúsund
evrum og mun gagnast setrinu til
næstu þriggja ára. Öndvegisstyrk-
urinn er mikil viðurkenning á starfi
Smáríkjasetursins sem hefur sér-
hæft sig í stöðu smáríkja í Evrópu.
„Að auki fengum við 20 þúsund
evrur til að halda alþjóðlega ráð-
stefnu hér á landi um hvernig best
má tryggja góða stjórnsýsluhætti í
smáríkjum og takast á við þær
áskoranir sem þau standa frammi
fyrir í alþjóðasamfélaginu, þ.e.a.s
hvernig þau ná að sinna málum sem
stærri ríki eiga mun auðveldara
með að sinna,“ segir Baldur, en
stofnun öndvegisseturs er framhald
á fyrri viðurkenningum, en setrið
hefur m.a. rekið sumarskóla um
smáríki síðastliðin tólf ár.
aslaug@mbl.is
Öndvegissetur í
smáríkjafræðum
Stofna alþjóðlegan skóla um smáríki
Baldur
Þórhallsson
Karlmaðurinn sem grunaður er
um að hafa orðið nágranna sínum
að bana á Egilsstöðum hinn 7.
maí síðastliðinn var á föstudaginn
úrskurðaður í áframhaldandi
gæsluvarðhald til 30. júlí.
„Málið er í ferli. Með hverjum
degi sem líður styttist í að málið
fari til ríkissaksóknara,“ segir
Elvar Óskarsson, lögreglufulltrúi
hjá embætti lögreglustjórans á
Eskifirði.
„Við erum að ganga frá gögn-
um og öðru sem verið er að
klára. Það er mikil flokkun og
skráning og frágangur gagna í
tengslum við mál af þessu tagi,“
segir hann.
„Svona mál enda alltaf sam-
kvæmt reglum inni á borði hjá
ríkissaksóknara. Málið verður
vonandi komið þangað innan
tveggja vikna,“ segir Elvar enn-
fremur.
Rannsókn vegna mannsláts á Egilsstöðum
til ríkissaksóknara innan tveggja vikna
BOLIR Á ÚTSÖLU :-)
50% AFSLÁTTUR
Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is
Laugavegi 178 - S. 555 1516
Opið virka daga kl. 11-18,
laugardaga kl. 11-16.
Kvarterma bolur
Verð 4.900 kr.
Margir litir
Str. S - XXL
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Hettukápur
Regnkápur
Kápa á mynd tilboðsverð
kr. 29.900
laxdal.is/yfirhafnir
Vertu
vinur
á
ÚTSÖLU
VÖRUR
40%-70%
Útsala
Fallegir toppar
peysur og bolir fyrir
konur á öllum aldri
Stærðir S-XXXL
20-70%
afsláttur
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170