Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 24

Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013 ✝ Bergur PéturJónsson fædd- ist í Kaupmanna- höfn 11. desember 1925. Hann and- aðist á Hrafnistu í Reykjavík 7. júlí 2013. Foreldrar hans voru Jón Þorleifs- son, listmálari frá Hólum í Horna- firði, f. 26.12. 1891, d. 14.7. 1961 og Rakel Ólöf Pét- ursdóttir, ljósmóðir frá Að- alvík, f. 9.11. 1897, d. 10.9. 1952. Systkini Bergs voru: Kolbrún, f. 1923, d. 1971 og Jarl, löggiltur endurskoðandi, f. 1934, d. 1999. Maki Kolbrúnar: 1) Brandur Brynjólfsson, börn: Orri og Þórunn. 2) Peter James Kops- cak, dóttir Rakel Ólöf. 3) Gísli Halldórsson, börn: Guðfinna og Jón Eldjárn. Maki Jarls: Kristín Magnúsdóttir. Börn Kristínar: Ásdís Vignisdóttir og Ársæll Vignisson. Fyrri kona Bergs var Anna María Elísabet Pálsdóttir, f. 8.9. 1925, d. 19.10. 1974. Þau giftust 27.5. 1950. Börn: 1) Rakel Ólöf, f. 1951, d. 1952, 2) Páll Þór sjúkraliði, f. 1953, 3) Rakel Ólöf leiðbeinandi, f. 1956, börn; a) Bergur Pétur, f. 1974, börn: Nikolas Elí og Mikael Breki. arkona: Sigríður Björk Jóns- dóttir, börn: Bergur Sigurlinni, f. 2004. Skildu. Bergur ólst upp í Reykjavík í Blátúni við Kaplaskjólsveg, húsi sem foreldrar hans byggðu. Hann lauk verslunarskólaprófi 1945 og hóf starf á skrifstofu Olíufélagsins hf. Fyrri hluta árs 1948 tók hann grunnnám hjá Flugmálastjórn í Reykjavík og hóf störf þar. Starfaði sem flug- umferðarstjóri í Reykjavík 1948-1950, fór í framhaldsnám í radar-aðflugsstjórn í Atlanta í Bandaríkjunum 1950-1951, vann í flugturni Keflavíkur 1951-1952, í ACC Reykjavík 1952-1956 og af og til í Notam- skrifstofunni frá 1953-1963 er hann tók við starfi deildarstjóra upplýsingaþjónustu Flugmála- stjórnar þegar hún var stofnuð 1963 og gegndi því starfi til vors 1987. Tók námskeið á veg- um Alþjóða Flugmálastofn- unarinnar (ICAO) í París 1980 og í Montreal 1982 í hönnun og öryggisútreikningum aðflugs- kerfa flugvalla. Vann síðan í tölvudeild Flugmálastjórnar til starfsloka 1993. Bergur var skáti og starfaði með skáta- hreyfingunni frá unglingsaldri. Einnig var Bergur félagi í reglu Oddfellowa. Bergur og Svan- hvít bjuggu um fimm ára skeið í Tuscaloosa í Alabama (1994- 1999). Annars áttu þau lengst af heimili í Garðabæ. Bergur fór á Hrafnistu sumarið 2012. Útför Bergs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 16. júlí 2013, kl. 13. Seinni kona Bergs er Shelley Tryggvason. b) Elísabet Gunn- arsdóttir, f. 1976 gift Gylfa Sigurðs- syni, barn María Lind. 4) Anna Gyða leikskólakennari, f. 1965, gift Eysteini Sigurðssyni, börn: a) Hólmfríður, f. 1992, b) Páll Örvar, f. 1996. Sonur Eysteins Ragnar, f. 1973. Seinni kona Bergs: Svanhvít Sigurlinnadóttir, f. 6.8. 1934. Þau giftust 24.4. 1980. Börn Svanhvítar: 1) Vil- helmína Roysdóttir, versl- unarmaður, f. 1954, fyrri maki: Heimir Guðjónsson, börn: a) Halla Svanhvít, f. 1973, b) Sara, f. 1980 c) Sandra, f. 1980. Skildu. Seinni maki: Hilmar Helgason, börn: a) Edda, f. 1987, b) Hlynur, f. 1989. Skildu. 2) Hafdís Sigrún Roysdóttir kennari, f. 1959, gift Jóhanni Þorsteinssyni frá Svínafelli í Öræfum. Börn a) Þorsteinn, f. 1991, b) Svanhvít Helga, f. 1994, c) Sigurður Pétur, f. 1999. 3) Sigurður Einarsson atvinnurek- andi, f. 1962. Fyrri maki: Deb- hora Ann, börn: a) Anna Vic- toría, f. 1991, b) Alexandra Maren, f. 1994. Skildu. Sambúð- Hvað er það sem kemur upp í huga minn nú þegar ég kveð föð- ur minn og endurminningarnar herja á? Það er hversu einstakur hann var í alla staði. Fallegur, virðulegur maður sem var hóg- vær, hljóðlátur, nærgætinn en mjög alvörugefinn. Hæfileikarík- asti maður sem ég hef kynnst. Gat allt gert og gerði það af áhuga með gleði, vandvirkni og af ótrúlegri þolinmæði eða þrjósku. Raulaði oft við vinnu og hlutirnir tóku stundum tíma að klárast. Það var ekki hægt ann- að en að láta sér þykja vænt um hann. Við Palli bróðir vorum að ræða um pabba og hann sagði: Finnst þér ekki sérstakt hvernig hlutirnir voru á Háaleitisbraut- inni (bjuggum þar í 20 ár)? Pabbi gerði við nánast allt sem bilaði í húsinu sama hvort það var í sameign eða heima hjá fólki. Gerði við úr og klukkur sem úrsmiðir höfðu gefist upp á. Á sjöunda áratugnum voru kon- ur gjarnan í Hagkaupssloppum og nælonsokkum og pabbi gerði við ófáa sokkana og kjólana með kúnststoppi sem hann lærði af móður sinni. Alinn upp af kven- réttinda- og náttúrulækninga- konu sem kenndi börnunum sín- um að bjarga sér. Pabbi gerði við bæði menn, dýr og hluti því hann var iðulega kallaður til ef einhver slasaðist eða veiktist. Hafði lækningamátt í höndum sem yljaði manni oft. Allir urðu rólegri þegar pabbi var kominn á staðinn. Var skáti í húð og hár og ávallt tilbúinn í hvað sem var. Hafði úrræði og lausnir við öllu og sagði aldrei nei við neinni bón. Smíðaði bíl, gerði upp 8 hús sem þau bjuggu í (með sinni seinni konu) og það óaðfinnan- lega svo fátt eitt sé talið. Pabbi var alltaf kletturinn, þannig að hann bar nafnið sitt með réttu. Elskaði vinnuna sína hjá Flugmálastjórn og hefur örugglega unnið hana vel eins og allt annað sem hann gerði en sjálf vann ég sem teiknari hjá honum í eitt ár. Hann sá um gerð flughandbókarinnar í mörg ár. Bestu minningar mínar úr barnæskunni eru tjaldferðalögin sem gjarnan stóðu yfir í 2-3 vik- ur. Fórum um allt land og gjarn- an ótroðnar slóðir. Ævintýralega skemmtilegar ferðir auk allra skátamótanna. Barnaafmæli okkar systkina voru líka á þeim tíma með sérstökum hætti þar sem dans, leikir og söngur voru alltaf út í eitt. Söngur og dans var stór hluti af minni barn- æsku. Jákvæðu minningarnar yfirgnæfa algerlega framan af ævinni. Veikleiki pabba var „Bakkus“ ásamt lélegu sjálfsmati sem tók stundum völdin og gerði það að verkum að hann náði aldrei að blómstra almennilega og var oft plagaður af sektarkennd og van- líðan. Hætti smám saman að stunda AA-fundi. Hamingjuna vantaði oft. Fyrir um 20 árum hlaut hann framheilaskaða af völdum áverka sem gerðu það að verkum að allt frumkvæði hvarf og getan til verka smáminnkaði. Persónuleikabreytingar urðu sem erfitt var að horfa upp á. Heilabilun vegna skaða tók síð- an við. En minningin mun lifa um einstakan mann. Kveð hann með ferðabæn sem móðir mín kenndi okkur: Ó, drottinn virstu að mér gá. Ó, drottinn leið mig til og frá. Ó, drottinn gakktu á undan mér. Ó, drottinn mig á höndum ber. Ó, drottinn skil þú ei við mig, einkaförunaut kýs ég þig. Rakel Ólöf. Það kemur að ferðalokum hjá öllum, en ferðin í gegnum lífið er mislöng. Í dag kveð ég elskuleg- an pabba minn sem hefur loks- ins fengið hvíldina eftir erfiða mánuði. Það er margs að minn- ast en mínar bestu minningar eru tengdar árunum okkar á Háaleitisbrautinni þar sem við bjuggum þar til ég fermdist. Það var einstakt samband á milli fjölskyldna í stigaganginum sem við bjuggum í, við vorum eins og ein stór fjölskylda. Pabbi var einstakur maður sem gat gert alla hluti, ef eitthvað bilaði eða einhver slasaðist var alltaf kallað í pabba, hann vissi hvað þurfti að gera og hvernig. Hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd eða spjalla ef á þurfti að halda, hann var rólegur og yf- irvegaður þannig að öllum þótti gott að hafa hann nálægt sér. Mamma dó þegar ég var 9 ára og þá var pabbi bæði mamma mín og pabbi, hann gat gert allt, eldað, þrifið, gert við bíla, byggt hús, huggað og jafnvel saumað. Ég held að oft hafi lífið verið honum erfitt á þessum tíma en hann talaði aldrei um það, alla vega ekki við mig. Ég fór ófáar ferðirnar með honum í vinnuna þar sem ég fékk að dunda mér á meðan hann vann. Einnig fór ég með honum í vinnuferðir út á land þar sem hann var að gera við flugvallaljós eða mæla fyrir ljósum á flugvöllum um landið. Hann var alltaf þolinmóður við mig og var þolinmæði og þraut- seigja hans sterka hlið. Við ferð- uðumst um landið þvert og endi- langt og skoðuðum marga skemmtilega staði, það gaf mér mikið og hefur verið gott vega- nesti fyrir mig í lífinu. Pabbi var skáti og hvatti mig að fara sömu braut sem ég gerði, ég komst samt ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana í þeim efnum. Samband okkar pabba minnkaði með árunum og finnst mér mið- ur að börnin mín hafi ekki kynnst honum að neinu ráði, svo góðum og einstökum manni sem hann var. En ég er þakklát fyrir tímann sem við fengum saman núna síðasta árið, þó oft hafi hann átt erfitt áttum við samt oft góðar stundir saman og gát- um spjallað um ýmislegt og þá sérstaklega gamla tíma. Ég er viss um að vel hefur verið tekið á móti þér, elsku pabbi minn, megi Guð geyma þig og ég á minningar um góðan og gjöfulan mann. Anna Gyða Bergsdóttir. Fjölskyldubönd og tengsl eru merkilegt fyrirbæri. Fyrir mig voru þau haldreipi í tilverunni á unglingsárunum, vitneskjan um að það væri til fólk sem væri annt um mig og systkini mín. Móðurbræður mínir Bergur og Jarl, föðursystir Guðfinnu og Jóns, Hildigunnur, afabræðurnir Haukur og Páll og Úrsúla. Nú eru þau horfin á braut en minn- ingin er sterk og fyrirvaralaust kunna þau að birtast mér eins og þau væru ljóslifandi komin. Þannig verður það eflaust einnig með Berg. Margar góðar minn- ingar allt frá bernskudögum líða fram, ekki síst þegar við nutum návistar eiginkonu Bergs, Elísa- betar eða Betu eins og hún var jafnan kölluð. Skapaði hún gáska og glaðværð í fjölskyld- unni meðan hennar naut við. Það var að vonum mikið áfall fyrir Berg og börnin þrjú þegar hún skyndilega missti heilsuna. Það var aðdáunarvert að fylgjast með Bergi annast konu sína í veikindum hennar. Hann var hógvær maður og allt hans fas einkenndist af fágun, nærgætni, elsku og alúð. Það var ávallt skemmtilegt að koma til fjöl- skyldunnar á Háaleitisbrautinni og að vonum var áfallið mikið við fráfall Betu. Öll stóðu þau sig eins og hetjur og tókust á við erfiðleikana af einstöku þolgæði. Lífið heldur áfram og veittu nú barnabörnin ljósi inn í líf afa síns. Nýr kafli í lífi Bergs hófst er hann hóf sambúð með Svan- hvíti Sigurlinnadóttur, en þau áttu mörg sameiginleg áhuga- mál. Bæði miklir fagurkerar og hagleiksfólk. Listfengi í báðum ættum og snyrtimennska í blóð borin. Vildu þau bæði hafa fal- legt í kringum sig og fannst mér unun að koma á heimili þeirra þar sem öllu var fallega skipað þó um ólík húsakynni væri að ræða en þau víluðu ekki fyrir sér að flytja á nýjan stað. Af öllu sem Bergur tók sér fyrir hendur mátti lesa natni er bar vott um mikla þolinmæði og ljóst að þar fór maður sem gerði miklar kröfur til sjálfs sín. Að því leyti var allt sem Bergur fékkst við nánast fullkomið. Hann var ná- kvæmur og naut sín því í vinnu fyrir Flugmálastjórn. Var gam- an að heyra hann tala um tækni viðvíkjandi flugumferðarstjórn og málefni flugsins allt frá þeim tíma er gamli flugturninn á Reykjavíkurflugvelli var í notk- un. Ekki eru nema nokkrar vik- ur síðan við létum hugann reika heim í Blátún við Kaplaskjólsveg sem var honum svo kært. Bið ég þess að hann fái hvíld í garð- inum góða þar sem línblómin bærast í vindinum. Rakel Pétursdóttir. Bergur Pétur Jónsson Nú er afi okkar farinn yfir móðuna miklu. Marg- ar góðar minningar rifjast upp þegar litið er til baka. Stóran hluta æskunnar bjugg- um við erlendis og úti á landi. Hvort sem það var keyrt eða flogið í höfuðborgina var ætíð gott að koma í Giljalandið til að gista hjá afa og ömmu. Þar var alltaf vel tekið á móti okkur. Fyrsta minningin tengist þjóðardrykknum coca cola. Það var alltaf til kók í Giljalandi þeg- ar það á öðrum stöðum var að- eins í boði til hátíðarbrigða, enda ekki skrítið þar sem afi vann hjá Vífilfelli í mörg ár. Í ófá skiptin kom hann heim eftir vinnu með kassa af kók í glerflöskum enda voru plastflöskurnar ekki komn- ar þá. Við minnumst þess er við fluttum frá Ólafsvík til Reykja- víkur þegar risastór kassabíll frá kók renndi í þorpið. Hafðir þú fengið bílinn að láni til að flytja búslóðina og vakti bíllinn tölu- verða athygli, ekki síst hjá yngri kynslóðinni. Bílferðin suður var ekki síður eftirminnileg með þér og Munda, en þetta var löng ferð þar sem flestir vegir voru ómal- bikaðir. Ótal sundferðir rifjast upp. Þú stundaðir sundið af kappi og tókst okkur bræðurna oft með og kenndir okkur fyrstu sundtökin. Bíltúrar voru einnig farnir reglu- lega um borgina og nánasta um- hverfi. Voru það miklar fróð- leiksferðir þar sem þú sagðir frá ýmsu og sýndir okkur. Margar veislurnar voru sóttar í Fossvoginn. Alltaf var tekið á móti manni með brosi á vör. Þú stóðst oftar en ekki við grillið og steikurnar runnu ljúflega niður í mannskapinn. Oft var slegið á létta strengi og stutt var í húm- orinn. Einnig var borinn fram hákarl úr Kolaportinu við mis- jafnar undirtektir. Kæri afi, nú er komið að brottför og ferð þú einn í síðasta bíltúrinn. Við fylgjum þér áleiðis en svo skilja leiðir um stund. Kannski sjáumst við aftur hinum megin, vonandi tekur þú þá á móti okkur og ferð með okkur á rúntinn. Guðmundur Freyr Geirsson, Gunnar Þór Geirsson. Guðmundur Óskarsson ✝ GuðmundurÓskarsson fæddist í Reykjavík 8. október 1927. Hann lést á Landa- kotsspítala 4. júlí 2013. Útför Guð- mundar fór fram frá Bústaðakirkju 15. júlí 2013. Kæri afi. Þú varst orðinn gamall en alltaf gamli fríski langafi minn. Mér þykir mjög leitt að kveðja þig svona snemma. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu. Ég ásamt öllum hinum munum passa hana ömmu. Elsku langafi minn, ég mun alltaf eiga góðar minningar um þig. Ég mun alltaf hugsa til þín og það mun örugglega alltaf fylgja tár í hvert skipti sem ég hugsa til þín. Mig langar að láta fylgja með ljóð sem ég samdi til þín. Hann arkar um land, hvergi strand. Hann óstöðvandi er, við skulum borða bláber. Ástin strýkur þér kinn, alltaf ertu afi minn. Sofna skaltu vært og hljótt, góða nótt. Hvíldu í friði, ég elska þig elsku afi minn. Þín Iðunn Lilja. Það var að mig minnir í kring- um árið 2000 að Guðmundur Óskarsson og kona hans, Þór- gunnur Þorgrímsdóttir, urðu ná- grannar mínir að Seljalandi 7, þ.e. að þau bjuggu í íbúðinni beint á móti mér. Mjög fljótlega tókst með okkur góð vinátta og síðustu a.m.k fimm eða sex árin var Guðmundur gjaldkeri húss- ins og ég formaður. Guðmundur var einstaklega vandvirkur mað- ur og alls ekki hægt að óska sér betri aðila til halda utan um fjár- mál hússins. Fyrir ári síðan ósk- aði hann eftir að hætta sem gjaldkeri og það gerði hann á hárréttum tíma, því hann var farinn að finna fyrir einkennum sjúkdóms sem angraði hann, þ.e minnisleysi. Ég og margir aðrir gerðum okkur ekki grein fyrir að sá illvígi sjúkdómur, alzheimer, hafði barið að dyrum. Guðmundur minn, þín verður sárt saknað því þú varst sem kallað er drengur góður. Ég sendi þér, Þórgunnur mín, og ættingjum ykkar hjóna mínar al- úðar samúðarkveðjur. Megi hans verða minnst sem einlægs og umfram allt dagfarsprúðs manns, sem vildi alltaf hafa ná- kvæmni og heiðarleika að leið- arljósi. Grétar Haraldsson. Amma Helga var yndisleg kona sem hafði mikil áhrif á líf mitt og hugs- anir. Hún passaði mig mikið þegar ég var lítill strákur, spil- aði við mig eins og enginn væri morgundagurinn, fór í uppá- haldsleikinn okkar bræðra „grýluleikinn“ sem var mikill Helga Svanlaugsdóttir ✝ Helga Svan-laugsdóttir fæddist á Akureyri 6. september 1922. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 5. júlí 2013. Útför Helgu fór fram frá Kópavogs- kirkju 15. júlí 2013. felu- og eltingaleik- ur um allt húsið heima. Hún kenndi mér flestar bæn- irnar og lagði áherslu á að ég færi með þær á hverju kvöldi. Amma fylgdist vel með því sem ég tók mér fyrir hendur, studdi mig og var stolt af mér. Síðustu æviár ömmu voru erfið þar sem sjúkdómur henn- ar tók hana smátt og smátt frá okkur. Nú hefur hún fengið hvíldina og er komin til afa Boga sem hún þráði svo lengi. Ég sakna þín óendanlega mikið og minning þín lifir ætíð í huga mínum. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði elsku amma mín. Þinn Bogi. Elsku amma. Þegar við systkinin fædd- umst varst þú orðin 73 ára. Við fengum því að njóta þín allt of stutt. En þrátt fyrir skamman tíma áttum við með þér margar góðar stundir og eru allar þær minningar sem við eigum um þig fullar af kátínu og hlýju. Þú varst alltaf svo góð við okkur og til í að bregða á leik þegar við hittumst. Þegar hugsað er til baka er merkilegt að kona um og yfir áttrætt hafi ávallt verið til í að leika við okkur í eltingarleikjum, feluleikjum og hvaða þeim leikjum sem okkur datt í hug. Þú hafðir líka mjög gaman af að spila. Þau voru ófá spilin sem þú kenndir okkur og spiluðum við oft þegar þú komst í heimsókn eða passaðir okkur. Á sama tíma og við syrgjum þig gleðjumst við, því við vitum að nú líður þér vel og ert á góð- um stað í faðmi ástvina. Það hlýjar okkur um hjartaræturn- ar að vita að nú loksins ert þú komin til afa og allra þeirra sem beðið hafa þín þolinmóð. Við þökkum þér fyrir sam- fylgd þína í lífinu, allt sem þú kenndir okkur og allar góðu minningarnar sem við fáum að geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíl þú í friði elsku amma. Þín barnabörn, Ingibjörg og Finnbogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.