Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
Ég ætla að halda smá hitting fyrir vini mína áður en við förumsvo allir á Frank Ocean-tónleikana sem eru um kvöldið,“segir Vilberg Sigurjónsson, 19 ára nemi við Fjölbrautaskól-
ann í Garðabæ. Tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem heldur tón-
leika í kvöld í Laugardalshöllinni er í miklu uppáhaldi hjá Vilbergi.
„Það verður gaman að eyða kvöldinu með vinum sínum á góðum
tónleikum eftir vinnudaginn,“ segir Vilberg.
Afmælishefð hans hefur alltaf verið að eyða deginum með fjöl-
skyldunni í góða veðrinu en það fylgir því að eiga afmæli um há-
sumar að góða veðrið lætur oftast sjá sig. Það hefur vissulega látið
bíða eftir sér nú í sumar en hann er vongóður um að það komi í
tæka tíð fyrir kvöldið.
„Það er alltaf gaman að eiga afmæli þótt maður sé ekki jafn-
spenntur og maður var á yngri árum. Núna eru það aðallega afmæl-
iskveðjurnar sem gleðja mann. Það er gott að finna það að aðrir
muna eftir afmælisdeginum þínum, ég kann virkilega að meta það.“
Vilberg segir alltaf gaman að fá gjafir, en mikilvægi þeirra er
ekki jafnmikið og það var áður fyrr. Aðspurður segist hann þó ekki
í vafa um hver eftirminnilegasta gjöfin var. „Það var flugu-
veiðistöng sem ég fékk í 12 ára afmælisgjöf, það var frábær gjöf!“
bmo@mbl.is
Vilberg Sigurjónsson er 19 ára í dag
Tónleikafögnuður Vilberg ætlar að skella sér á Frank Ocean-tónleikana
í Laugardalshöllinni í kvöld, líkt og margir aðrir Íslendingar.
Fagnar afmælinu
með Frank Ocean
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Sauðárkrókur Viktor Skagfjörð Jóns-
son fæddist 10. nóvember kl. 20.59.
Hann vó 3.292 g og var 53 cm langur.
Foreldrar hans eru Inga Skagfjörð
Helgadóttir og Jón Gunnar Helgason.
Nýr borgari
Alexandra Garðarsdóttir, 8
ára, og Ríkharður Garð-
arsson, 6 ára, héldu tom-
bólu á Garðatorgi og fyrir
utan heimilið sitt. Allan
ágóðann, 6.132 kr., færðu
þau Rauða krossinum.
Hlutavelta
Á
sgeir Óskarsson fæddist í
Reykjavík 16. júlí 1953
og ólst upp í Vestur-
bænum. Hann á ættir að
rekja til Vestur-
Skaftafellssýslu þar sem hann dvaldi
á sumrin fram á unglingsár, á bænum
Framnesi hjá afa sínum og ömmu.
Hann var í Miðbæjarskóla til 15 ára
aldurs.
Tónlistarferillinn
Eftir grunnskóla fór Ásgeir strax
að spila með mörgum af helstu hljóm-
sveitum landsins: „Scream var fyrsta
alvöruhljómsveitin en fór lítið út úr
bílskúrnum, en strax í Mods var ég
kominn í hóp með reynslumiklum
mönnum.“ Á eftir fylgdu Trix, Rifs-
berja, Icecross, Ástarkveðja, Pelican,
Paradís, Eik, Haukar, Póker, Þursa-
flokkurinn, Stuðmenn, Vinir Dóra,
Frakkarnir, K.K., Hljómsveit Magn-
Ásgeir Óskarsson, hljómlistarmaður og tónskáld – 60 ára
Stuðmenn í Hörpu Tveir frændur Ásgeirs, sbr. ættartréð hér til hliðar, eru með honum á sviðinu.
Gefur út fjórðu plötu
sína á afmælisdaginn
Dætur Ásgeirs Hrafnhildur Guðrúnardóttir, Karítas Guðrúnardóttir, Margrét
G. Thoroddsen í skírn hjá fyrsta barnabarninu, Guðrúnu Elínu Egilsdóttur.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón