Morgunblaðið - 16.07.2013, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2013
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Útiflísar á frábæru verði
Af hverju lenda flísar í 3. flokki?
Flísarnar hugsanlega hornskakkar.
– Eitthvað að yfirborði flísanna.
–Litatónar etv. ekki alveg réttir.
– Kannski aðeins kvarnað úr hornum.
– Afgangar af framleiðslu frá 1. og 2. flokk.
ATH! 3. flokkur er aðeins seldur í heilum
pakkningum og ekki er hægt að skila
afgöngum.
2.290 kr. fm
2
3. flokkur – mi
kið úrval
Sama verð alla
r stærðir,
20x20, 30x30
og 30x60
Drómi endurreikn-
aði á sínum tíma lán
viðskiptavina í því
skyni að „framfylgja“
Árna Páls lögunum
svonefndu, svo orðalag
Dróma sjálfs sé notað.
Nýverið tilkynnti
fyrirtækið hins vegar
áform um að draga til
baka endurútreikning
160 lána sem undir
þetta féllu. Nokkrum
dögum síðar tilkynnti fyrirtækið
hins vegar að ekki stæði til að
draga útreikninginn til baka. Slík
krafa hefði einungis verið gerð
gagnvart einum lántaka í máli sem
lántakinn höfðaði sjálfur.
Drómi eykur rugling
Fréttatilkynningar Dróma auka
því á rugling í stað þess að skýra
málið. Ég lýsti skoðun minni op-
inberlega á efni tilkynningarinnar
um lánin 160 með grein í Morg-
unblaðinu. Ég taldi Dróma óheimilt
að gera kröfuna sem þar var lýst.
Svör við gagnrýni
Hlynur Jónsson, lögmaður og
forsvarsmaður Dróma, svaraði
grein minni. Ekkert í grein Hlyns
breytir minni sýn á málið. Eitt at-
riði krefst þó leiðréttingar. Hlynur
taldi „eðlilegt“ að ég upplýsti að ég
væri „ekki í hlutverki hlutlauss
álitsgjafa“ heldur gætti ég hags-
muna viðskiptavinar Dróma. Þeir
væru „upp á hundruð
milljóna“ og „reynt
gæti á endurútreikn-
ing“.
Rangt með farið
Hér fer Hlynur
rangt með. Ég gæti
engra hagsmuna gegn
Dróma. Ég rak tiltekið
erindi gegn Dróma en
afskiptum mínum af
því máli lauk fyrir
rúmu ári. Málið hafði
ekkert með það atriði
að gera sem hér er deilt um. Þessi
meðferð Dróma á staðreyndum
boðar ekki gott um annað sem frá
fyrirtækinu kemur.
Hver á hagsmuna að gæta?
En Hlynur nefnir hagsmuni og
telur „eðlilegt“ að hafa þá uppi á
borðum. Ég vil því varpa fram
þeirri spurningu hvaða hagsmuni
Hlynur sjálfur hefur af málarekstri
Dróma? Eins vil ég spyrja hverjir
eru endanlegir eigendur þeirra
hagsmuna sem Drómi reynir að
sækja? Svarið „kröfuhafar,“ án til-
greiningar, telst ekki með.
Eftir Reimar Snæ-
fells Pétursson
Reimar
Pétursson
» Þessi meðferð
Dróma á stað-
reyndum boðar ekki
gott um annað sem frá
fyrirtækinu kemur.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Drómi fetar áfram
ótroðnar slóðir
Fyrir þriggja barna
móður á miðjum aldri
er ekki beint árenni-
legt að mæta hjá sér-
stökum saksóknara til
að kæra stjórnendur
illræmdasta inn-
heimtufyrirtækis
landsins fyrir lögbrot.
En eftir að hafa slegist
við Dróma í fjögur ár
fannst mér nóg komið
þegar fyrirtækið full-
yrti með ólögmætum hætti að ég
skuldaði tæplega 20 milljónir króna í
dráttarvexti. Hópurinn „Samstaða
gegn Dróma“ aðstoðaði mig við að
setja saman kæru með aðstoð lög-
manns, enda erum við öll á sama
báti, langþreytt á óbilgirni þessa
undarlega fyrirtækis. Kæran var af-
hent 9. júlí og sagt frá henni í fjöl-
miðlum sama dag. Ég átti ekki beint
von á því að stjórnendur Dróma
myndu bregðast við með því að biðj-
ast afsökunar og draga lögleysuna
til baka. Engu að síður komu við-
brögðin á óvart.
Vart voru tveir tímar liðnir þegar
lögmaður á vegum Dróma hafði
samband við fjölmiðla. Hann fullyrti
að ég hefði enga kröfu fengið frá
Dróma í langan tíma um greiðslu
höfuðstóls eða vaxta. Því væri um
rangar sakargiftir að ræða.
Ekkert var hæft í þessum fullyrð-
ingum lögmannsins. Í tölvupósti sem
Drómi sendi mér fyrir rúmlega
þremur mánuðum sagði orðrétt að
um væri að ræða skjal sem sýndi
stöðu á lánum í löginnheimtu. Í
skjalinu voru kröfur sundurliðaðar,
meðal annars himinhá inn-
heimtuþóknun og dráttarvextir. Í
tölvupóstinum var mér boðið að
borga Dróma tvær milljónir króna
til að hliðra fyrir frekari úrvinnslu,
þrátt fyrir að ég væri í greiðsluskjóli
og mætti ekkert borga af skuldum
mínum.
Kæra mín á hendur stjórnendum
Frjálsa og Dróma átti svo sann-
arlega rétt á sér. Lög-
maðurinn talaði því
gegn betri vitund. Slík
vinnubrögð koma
reyndar ekkert á óvart
þegar þetta fyrirtæki á
í hlut. Hjá Dróma ríkja
þau viðhorf gagnvart
skuldurum að taka þá
kverkataki. Lögmaður
Dróma sagðist ætla að
kæra lögmann minn
fyrir rangar sak-
argiftir. Lögfróðir
menn hafa upplýst mig
um að „svona geri maður ekki“. Það
er nefnilega þannig að lögmenn
gæta hagsmuna umbjóðenda sinna,
en eru ekki aðilar mála. Það var ég
sem kærði en ekki lögmaður minn.
Þessi hótun lögmanns Dróma er því
afar sérkennileg og verður reyndar
stórskrítin þegar haft er í huga að
lögmaðurinn, Einar Gautur Stein-
grímsson, er formaður siðanefndar
Lögmannafélags Íslands. En úr því
að formaður siðanefndar lögmanna
þekkir ekki lögin og siðareglurnar,
þá þarf kannski engan að furða þó að
hann fari með fleipur fyrir hönd
Dróma.
Árum saman höfum við, sem
skulduðum Frjálsa og Spron, og
lentum þar af leiðandi í klónum á
Dróma, kvartað undan ósæmilegum
vinnubrögðum þessa innheimtufyr-
irtækis sem er að mestu leyti í eigu
ríkisins og rekið á ábyrgð Seðla-
bankans. Fyrir löngu ætti að vera
búið að loka Dróma og flytja lánin í
viðskiptabanka til að heilbrigðara
viðskiptasamband myndist á milli
skuldara og kröfuhafa.
Dróma ósómi
Eftir Ásthildi B.
Guðlaugsdóttur
Ásthildur
Guðlaugsdóttir
» Það er nefnilega
þannig að lögmenn
gæta hagsmuna um-
bjóðenda sinna, en eru
ekki aðilar mála.
Höfundur er húsmóðir og móðir
þriggja barna.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.